Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 81
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 73
Niðurstöður: Læknar spurðu og ræddu mun oftar við skjólstæðinga
sina um kynlíf og kynlífsheilbrigði en hjúkrunarfræðingar. Það sem
einkum hindraði hjúkrunarfræðinga að ræða við sjúklinga um kynlíf og
kynlífsheilbrigði var skortur á þekkingu og þjálfun. Alls sögðust 50%
hjúkrunarfræðinga og 27% lækna ekki hafa nægjanlega þekkingu og
79% hjúkrunarfræðinga og 42% læknar sögðu sig skorta þjálfun til að
ræða slík mál.
Alyktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar voru sambærilegar niður-
stöðum erlenda rannsókna. Það eru frekar hjúkrunarfræðingar en
læknar sem veigra sér við því að ræða um kynlíf og kynlífsheilbrigði.
Þetta málefni er enn í dag erfitt í umræðu og er því þörf á frekari fræðslu
og þjálfun á þessu sviði, einkum fyrir hjúkrunarfræðinga.
V 40 Nýtt TNM-stigunarkerfi fyrir lungnakrabbamein, niðurstöður
úr íslensku þýði skurðsjúklinga
Húnbogi Þorsteinsson1, Ásgeir Alexandersson1, Helgi J. ísaksson3, Hrönn
Harðardóttir*, Steinn Jónsson1-4, Tómas Guðbjartssonu
‘Læknadeild HÍ, 'hjarta- og lungnaskurðdeild, 3rannsóknastofu í meinafræði, 4lungnadeild
Landspítala
hunbogi 1 @gmail. com
Inngangur: Árið 2009 var gefið út nýtt og ítarlegra TNM-stigunarkerfi
fyrir lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein sem átti að spá
betur um horfur sjúklinga en eldra stigunarkerfi frá 1997. Við bárum
saman stigunarkerfin í vel skilgreindu þýði sjúklinga.
Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerð
við lungnakrabbameini á íslandi 1994-2008 og var miðað við stigun
eftir aðgerð (pTMN) og reiknaðar heildarlífshorfur með aðferð Kaplan-
Meier.
Niðurstöður: Alls gengust 397 sjúklingar undir 404 aðgerðir, þar af
voru 73% blaðnám, 15% lungna-brottnám og 12% fleyg-/geiraskurðir.
Sjúklingum á stigi I fækkaði um 30 og sjúklingum á stigi II fjölgaði um
34 við endurstigun. Samtals fluttust 22 sjúklingar af stigi IB (T2N0) yfir
á stig IIA (T2bN0) og 14 sjúklingar af stigi IB (T2N0) á stig IIB (T3N0).
Innan stigs II færðust 42 af stigi IIB (T2N1) yfir á stig IIA (T2aNl). Þá
færðust sjö sjúklingar af stigi IIIB (T4N0) á stig IIB (T3N0) og 23 færðust
af stigi IIIB (T4N0-1) á stig IIIA. Þrír sjúklingar á stigi IIIB með hnúta í
sama blaði færðust á stig IIB eða IIIA. Lítill munur var á lífshorfum nema
fyrir stig IIIB (0 sbr. við 24%).
Ályktanir: Breyting á stigun var hlutfallslega mest á stigi IIIB sem
lækkaði lifun á því stigi en hækkaði hana á stigi IIIA og samrýmist betur
viðurkenndri lifun á stigi IIIA. Einnig færðust allmargir sjúklingar frá
stigi I á stig II án þess að hafa mikil áhrif á lifun. Lifunartölur samkvæmt
nýja stigunarkerfinu virðast gefa sannari mynd af sambandi milli stig-
unar og lifunar en í eldra stigunarkerfi.
V 41 Súrefnismettun í sjónhimnuæðum fyrir og eftir innsprautun
bevacizumab við aldursbundinni hrörnun í augnbotnum
Sveinn Hákon Harðarson1-2, Ásbjörg Geirsdóttir12, Einar Stefánssonu
'Augndeild Landspitala, 'læknadeild HÍ
sveinnha@hi.is
Inngangur: Bevacizumab er mótefni gegn vaxtarþættinum VEGF (vas-
cular endothelial growth factor). Það er gjarnan notað til að hemja ný-
æðamyndun og bjúg í einstaklingum vott form aldursbundinnar hrörn-
unar í augnbotnum (AMD). Fyrri rannsóknir hafa sýnt að bevacizumab
getur hugsanlega dregið saman sjónhimnuæðar og minnkað blóðflæði.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif bevacizumab á súr-
efnismettun í sjónhimnuæðum.
Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) tekur tvær
myndir af augnbotni samtímis, eina með 570nm ljósi og aðra við 600nm.
Súrefnismettun í sjónhimnuæðum er reiknuð út frá ljósgleypni við þess-
ar tvær bylgjulengdir. Mælingar voru gerðar á 29 einstaklingum með
vott form AMD. Mælt var fyrir fyrstu sprautu 0,05mL af bevacizumab
í glerhlaup og einum mánuði eftir þriðju sprautu. Mælingar náðust af
ómeðhöndlaða auganu í 10 einstaklingum.
Niðurstöður: Súrefnismettun í bláæðlingum sjónhimnu var 53,0±7,8%
(meðaltal+staðalfrávik) fyrir fyrstu sprautu en 55,5±8,0% einum mán-
uði eftir þriðju sprautu (p=0,013). Samsvarandi tölur fyrir slagæðlinga
voru 91,6±5,1% fyrir fyrstu sprautu og 92,3±5,1% eftir þriðju sprautu
(p=0,12). Súrefnismettun hækkaði einnig í ómeðhöndlaða auganu (1,8
prósentustig í slagæðlingum, p=0,011; 3,1 prósentustig í bláæðlingum,
p=0,05). Enginn marktækur munur var á vídd æðlinga fyrir og eftir
sprautur (ps0,08).
Ályktanir: Þessar fyrstu niðurstöður benda til þess að súrefnismettun í
æðlingum sjónhimnu sé ekki minnkuð eftir innsprautanir bevacizumab.
Ástæða lítils háttar aukningar á mettun í meðhöndluðu og ómeðhöndl-
uðum augum er óljós. Frekari rannsókna er þörf á mögulegum skamm-
tímaáhrifum lyfsins.
V 42 Súrefnismettun sjónhimnuæða við innöndun á hreinu súrefni
Ólöf Bima Ólafsdóttir1, Þórunn S. Elíasdóttiru, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir1'2,
Sveinn Hákon Harðarson1-2, Einar Stefánssonu
'Læknadeild HÍ, 2augndeild Landspítala
olofbirnaolafs@gmail.com
Inngangur: í dýratilraunum hefur verið sýnt fram á að við innöndun á
hreinu súrefni virðist æðahimnan sjá allri sjónhimnunni fyrir því súr-
efnis sem þörf er á í stað þess að sjónhimnuæðar sjái um innri hluta
sjónhimnunnar. Erfiðara hefur verið að gera sambærilega vandaðar
athuganir í mönnum þar sem tæknina til þess hefur vantað þar til nú.
Markmið verkefnisins var að kanna áhrif innöndunar á 100% súrefnis á
súrefnismettun sjónhimnuæða í heilbrigðum einstaklingum ásamt því
að meta næmni sjónhimnusúrefnismælis.
Efniviður og aðferðir: Súrefnismettun í sjónhimnuæðum var mæld
í heilbrigðum einstaklingum (n=31) með súrefnismæli (Oxymap
ehf.). Mælingar voru framkvæmdar fyrir innöndun á 100% súrefni
(normoxía), strax eftir 10 mínútna innöndun á 100% súrefni (6L/mín,
hyperoxía) og svo 10 mínútum eftir að innöndun á 100% súrefni var
hætt. Framkvæmt var parað t-próf til að kanna tölfræðilega marktækni.
Niðurstöður: Súrefnismettun í slagæðum jókst við innöndun á 100%
súrefni úr 92,1±3,7% (meðaltal±staðalfrávik) í normoxíu upp í 94,6±3,8%
í hyperoxíu (p<0,0001). í bláæðum var súrefnismettun einnig hærri eftir
innöndun á 100% súrefni þar sem mettunin fór úr 51,6±5,7% í normoxíu
í 76,8±8,6% í hyperoxíu (p<0,0001). Hvað varðar æðavídd þá þrengdust
slagæðar úr 10,3±1,3 pixlum í normoxíu niður í 9,7±1,4 pixla í hyperoxíu
(p<0,0001). Sömuleiðis þrengdust bláæðar við hyperoxíu þar sem þeir
mældust 13,2±1,5 pixlar í normoxíu en 11,4±1,2 í hyperoxíu (p<0,0001).
Ályktanir: Innöndun á hreinu súrefni eykur súrefnismettun í slagæðum
og bláæðum sjónhimnunnar ásamt því að minnka æðavídd þeirra
samanborið við mælingar við eðlilegar súrefnisaðstæður (normoxía).
Súrefnismælirinn er bæði áreiðanlegur og næmur á breytingar í súr-
efnismettun sjónhimnuæða.
LÆKNAblaðið 2013/99 81