Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 81

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 81
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 Niðurstöður: Læknar spurðu og ræddu mun oftar við skjólstæðinga sina um kynlíf og kynlífsheilbrigði en hjúkrunarfræðingar. Það sem einkum hindraði hjúkrunarfræðinga að ræða við sjúklinga um kynlíf og kynlífsheilbrigði var skortur á þekkingu og þjálfun. Alls sögðust 50% hjúkrunarfræðinga og 27% lækna ekki hafa nægjanlega þekkingu og 79% hjúkrunarfræðinga og 42% læknar sögðu sig skorta þjálfun til að ræða slík mál. Alyktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar voru sambærilegar niður- stöðum erlenda rannsókna. Það eru frekar hjúkrunarfræðingar en læknar sem veigra sér við því að ræða um kynlíf og kynlífsheilbrigði. Þetta málefni er enn í dag erfitt í umræðu og er því þörf á frekari fræðslu og þjálfun á þessu sviði, einkum fyrir hjúkrunarfræðinga. V 40 Nýtt TNM-stigunarkerfi fyrir lungnakrabbamein, niðurstöður úr íslensku þýði skurðsjúklinga Húnbogi Þorsteinsson1, Ásgeir Alexandersson1, Helgi J. ísaksson3, Hrönn Harðardóttir*, Steinn Jónsson1-4, Tómas Guðbjartssonu ‘Læknadeild HÍ, 'hjarta- og lungnaskurðdeild, 3rannsóknastofu í meinafræði, 4lungnadeild Landspítala hunbogi 1 @gmail. com Inngangur: Árið 2009 var gefið út nýtt og ítarlegra TNM-stigunarkerfi fyrir lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein sem átti að spá betur um horfur sjúklinga en eldra stigunarkerfi frá 1997. Við bárum saman stigunarkerfin í vel skilgreindu þýði sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerð við lungnakrabbameini á íslandi 1994-2008 og var miðað við stigun eftir aðgerð (pTMN) og reiknaðar heildarlífshorfur með aðferð Kaplan- Meier. Niðurstöður: Alls gengust 397 sjúklingar undir 404 aðgerðir, þar af voru 73% blaðnám, 15% lungna-brottnám og 12% fleyg-/geiraskurðir. Sjúklingum á stigi I fækkaði um 30 og sjúklingum á stigi II fjölgaði um 34 við endurstigun. Samtals fluttust 22 sjúklingar af stigi IB (T2N0) yfir á stig IIA (T2bN0) og 14 sjúklingar af stigi IB (T2N0) á stig IIB (T3N0). Innan stigs II færðust 42 af stigi IIB (T2N1) yfir á stig IIA (T2aNl). Þá færðust sjö sjúklingar af stigi IIIB (T4N0) á stig IIB (T3N0) og 23 færðust af stigi IIIB (T4N0-1) á stig IIIA. Þrír sjúklingar á stigi IIIB með hnúta í sama blaði færðust á stig IIB eða IIIA. Lítill munur var á lífshorfum nema fyrir stig IIIB (0 sbr. við 24%). Ályktanir: Breyting á stigun var hlutfallslega mest á stigi IIIB sem lækkaði lifun á því stigi en hækkaði hana á stigi IIIA og samrýmist betur viðurkenndri lifun á stigi IIIA. Einnig færðust allmargir sjúklingar frá stigi I á stig II án þess að hafa mikil áhrif á lifun. Lifunartölur samkvæmt nýja stigunarkerfinu virðast gefa sannari mynd af sambandi milli stig- unar og lifunar en í eldra stigunarkerfi. V 41 Súrefnismettun í sjónhimnuæðum fyrir og eftir innsprautun bevacizumab við aldursbundinni hrörnun í augnbotnum Sveinn Hákon Harðarson1-2, Ásbjörg Geirsdóttir12, Einar Stefánssonu 'Augndeild Landspitala, 'læknadeild HÍ sveinnha@hi.is Inngangur: Bevacizumab er mótefni gegn vaxtarþættinum VEGF (vas- cular endothelial growth factor). Það er gjarnan notað til að hemja ný- æðamyndun og bjúg í einstaklingum vott form aldursbundinnar hrörn- unar í augnbotnum (AMD). Fyrri rannsóknir hafa sýnt að bevacizumab getur hugsanlega dregið saman sjónhimnuæðar og minnkað blóðflæði. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif bevacizumab á súr- efnismettun í sjónhimnuæðum. Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) tekur tvær myndir af augnbotni samtímis, eina með 570nm ljósi og aðra við 600nm. Súrefnismettun í sjónhimnuæðum er reiknuð út frá ljósgleypni við þess- ar tvær bylgjulengdir. Mælingar voru gerðar á 29 einstaklingum með vott form AMD. Mælt var fyrir fyrstu sprautu 0,05mL af bevacizumab í glerhlaup og einum mánuði eftir þriðju sprautu. Mælingar náðust af ómeðhöndlaða auganu í 10 einstaklingum. Niðurstöður: Súrefnismettun í bláæðlingum sjónhimnu var 53,0±7,8% (meðaltal+staðalfrávik) fyrir fyrstu sprautu en 55,5±8,0% einum mán- uði eftir þriðju sprautu (p=0,013). Samsvarandi tölur fyrir slagæðlinga voru 91,6±5,1% fyrir fyrstu sprautu og 92,3±5,1% eftir þriðju sprautu (p=0,12). Súrefnismettun hækkaði einnig í ómeðhöndlaða auganu (1,8 prósentustig í slagæðlingum, p=0,011; 3,1 prósentustig í bláæðlingum, p=0,05). Enginn marktækur munur var á vídd æðlinga fyrir og eftir sprautur (ps0,08). Ályktanir: Þessar fyrstu niðurstöður benda til þess að súrefnismettun í æðlingum sjónhimnu sé ekki minnkuð eftir innsprautanir bevacizumab. Ástæða lítils háttar aukningar á mettun í meðhöndluðu og ómeðhöndl- uðum augum er óljós. Frekari rannsókna er þörf á mögulegum skamm- tímaáhrifum lyfsins. V 42 Súrefnismettun sjónhimnuæða við innöndun á hreinu súrefni Ólöf Bima Ólafsdóttir1, Þórunn S. Elíasdóttiru, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir1'2, Sveinn Hákon Harðarson1-2, Einar Stefánssonu 'Læknadeild HÍ, 2augndeild Landspítala olofbirnaolafs@gmail.com Inngangur: í dýratilraunum hefur verið sýnt fram á að við innöndun á hreinu súrefni virðist æðahimnan sjá allri sjónhimnunni fyrir því súr- efnis sem þörf er á í stað þess að sjónhimnuæðar sjái um innri hluta sjónhimnunnar. Erfiðara hefur verið að gera sambærilega vandaðar athuganir í mönnum þar sem tæknina til þess hefur vantað þar til nú. Markmið verkefnisins var að kanna áhrif innöndunar á 100% súrefnis á súrefnismettun sjónhimnuæða í heilbrigðum einstaklingum ásamt því að meta næmni sjónhimnusúrefnismælis. Efniviður og aðferðir: Súrefnismettun í sjónhimnuæðum var mæld í heilbrigðum einstaklingum (n=31) með súrefnismæli (Oxymap ehf.). Mælingar voru framkvæmdar fyrir innöndun á 100% súrefni (normoxía), strax eftir 10 mínútna innöndun á 100% súrefni (6L/mín, hyperoxía) og svo 10 mínútum eftir að innöndun á 100% súrefni var hætt. Framkvæmt var parað t-próf til að kanna tölfræðilega marktækni. Niðurstöður: Súrefnismettun í slagæðum jókst við innöndun á 100% súrefni úr 92,1±3,7% (meðaltal±staðalfrávik) í normoxíu upp í 94,6±3,8% í hyperoxíu (p<0,0001). í bláæðum var súrefnismettun einnig hærri eftir innöndun á 100% súrefni þar sem mettunin fór úr 51,6±5,7% í normoxíu í 76,8±8,6% í hyperoxíu (p<0,0001). Hvað varðar æðavídd þá þrengdust slagæðar úr 10,3±1,3 pixlum í normoxíu niður í 9,7±1,4 pixla í hyperoxíu (p<0,0001). Sömuleiðis þrengdust bláæðar við hyperoxíu þar sem þeir mældust 13,2±1,5 pixlar í normoxíu en 11,4±1,2 í hyperoxíu (p<0,0001). Ályktanir: Innöndun á hreinu súrefni eykur súrefnismettun í slagæðum og bláæðum sjónhimnunnar ásamt því að minnka æðavídd þeirra samanborið við mælingar við eðlilegar súrefnisaðstæður (normoxía). Súrefnismælirinn er bæði áreiðanlegur og næmur á breytingar í súr- efnismettun sjónhimnuæða. LÆKNAblaðið 2013/99 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.