Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 13
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 73
mjög fáar rannsóknir hafa verið gerðar áratugum eftir ígræðslu. Unnið
er að langtímarannsókn á endingu og heilbrigði ígræddra tanna og er
spumingakönnun meðal sjúklinganna liður í henni.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til allra sem vegna tannvöntunar
fengu ígræðslu á einum eða tveimur framjöxlum innan sama munns í
tengslum við tannréttingameðferð á einni tannlæknastofu. Aðgerðimar
fóru fram 1980-2008 og tíminn sem síðan er liðinn er 4-32 ár, að meðal-
tali 18 ár. Rafræn könnun með 15 spurningum var send út til 44 ein-
staklinga og bárust svör frá 20 konum og 20 körlum, eða 91% hópsins.
Svörin vörðuðu 53 af 57 ígræddum tönnum, eða 93% taruianna. Af 53
ígræddum tönnum svarenda höfðu sjö tapast, en 46 voru enn til staðar,
eða 86,8%.
Niðurstöður: Helstu svör þátttakenda: A. Upplifðu lítinn eða engan
sársauka eða óþægindi í tengslum við aðgerðina =52%. B. Skynjuðu
ígræddu tönnina svipað eða eins og aðrar tennur í munninum =89%.
C. Em mjög sátt eða nokkuð sátt við staðsetningu ígræddu tannarinnar
=95%. D. Eru mjög sátt eða nokkuð sátt við útlit ígræddu tannarinnar
=94%. E. Finnst þurfa að hugsa meira um tönnina eða hreinsa á annan
hátt en aðrar tennur í munninum =10%. F. Hefðu heldur viljað fá tann-
planta (skrúfu í beinið) í stað tannarinnar sem vantaði =2%. G. Mundu
örugglega eða líklega ráðleggja tannígræðslu fyrir aðra með sama
vandamál og þau höfðu sjálf =82%.
Ályktanir: Langtímahorfur ígræddra tanna em allgóðar. Um þriðjungur
þátttakenda upplifði talsverðan sársauka eða óþægindi við aðgerðina,
en hópurinn hefði ekki kosið aðrar lausnir á tannvöntuninni og er yfir-
leitt ánægður með árangur meðferðarinnar.
E 8 Rannsókn á vatnsleiðslum tannlæknatækja Háskóla íslands
Hanna G. Daníelsdóttir, Margrét O. Magnúsdóttir, W. Peter Holbrook
Tannlæknadeild HÍ
hgd@hi.is
Inngangur: Dauðhreinsun þykir sjálfsögð á aðgerðarstofum tannlækna.
Mikilvægi þess að fylgjast með gæðum vatns sem kemur úr tann-
læknatækjum er augljóst, ekki síst þegar meðhöndlað er fólk með bælt
ónæmiskerfi. Bakterlur komast í vatnið við notkun tækisins og sitja sem
örveruþekja inni á vatnsleiðslum. Á tannlæknadeild eru þrjár tegundir
tannlækningatækja. Sú elsta er ekki búin sótthreinsibúnaði en hinar
tvær eru það. Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvort að
tannlæknatækin uppfylli kröfur um hreinleika vatns í vatnsleiðslum og
í framhaldi að innleiða sótthreinsun á þeim. Viðmiðin voru reglugerðir
ESB (<200 þyrping/mL) og ADA (s500 þyrping/mL).
Efniviður og aðferðir: Safnað var sýnum áður en nokkur meðferð var
hafin. Vatni (20 mL) var safnað úr túrbínum, 3-way og drykkjarvatni
stólsins. Einnig var tekið sýni úr kranavatni til handþvottar. Vatnssýni
(0,5 mL) var blandað við Tryptic-soy-yest extract æti. Eftir 24 tíma
ræktun voru bakteríur taldar. Hófst þá sótthreinsun á vatnsleiðslum
tannlæknatækja tvisvar í viku annars vegar með Calbenium® og hins
vegar Citrisil®. Ákveðið var að láta vatn renna í gegnum leiðslur þeirra
tækja sem ekki höfðu búnað til sótthreinsunar. Þetta var gert tvisvar í
viku 30 sek. í senn. Drykkjarvatn var látið renna daglega en ekki er hægt
að sótthreinsa það. Eftir tvær vikur var sýnatakan endurtekin.
Niðurstöður: í fyrstu sýnatöku voru bakteríur >10 þyrping/mL úr
vatnsleiðslum tannlæknatækja. Úr kranavatni voru 50-300 þyrping/mL,
meðal annars E. coli. Úr seinni sýnatöku hafði örverum fækkað allt niður
í 2,1 x 102 c.f.u./mL úr vatnsleiðslum tannlæknatækja.
Ályktanir: Niðurstöður sýndu verulega fækkun á bakteríum. Jafnvel í
þeim tækjum sem ekki er hægt að láta sótthreinsiefni renna í gegnum
var fækkun á bakteríum.
E 9 Samband peri-implant sýkinga, tannholdssjúkdóma og
reglulegs tannholdseftirlits
Bjami E. Pjetursson', Christoph Helbling2, Hans-Peter Weber’, Giedre Mntuliene’,
Giovanni E. Salvi2, Urs Bragger2, Kurt Schmidlin’, Marcel Zwahlen5, Niklaus P.
Lang6
'Tannlæknadeild HÍ, 2University of Beme School of Dentat Medicine, Sviss, Tufts University
School of Dental Medicine, Boston, 4Private practice, Hamborg, 5Institute of Social and Preven-
tive Medicine, University of Beme, 6tannlækningadeild The University of Hong Kong,
bep@hi.is
Inngangur: Markmið rannsóknar var að meta langtíma endingu og
ástand tannplanta, sem sett voru í einstaklinga með tannholdssjúkdóma.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin samanstóð af 70 einstaklingum með
165 tannplanta. Blæðing úr tannholdi við pokamælingu (BOP), klínískt
festutap tanna (CAL) og dýpt tannholdspoka (PPD) voru mæld áður en
upphafleg meðferð fór fram (T0), eftir að upphaflegri meðferð lauk (Tl)
og við endurmat (T2) átta árum síðar. Beinhæð við tannplanta var metin
á röntgenmyndum. Sjúklingarnir voru flokkaðir í tvo hópa. Annars
vegar með implönt með heilbrigðri peri-implant slímhúð (non-PIP) og
hins vegar með peri-implant sýkingu við eitt eða fleiri implönt (PIP).
Niðurstöður: Lífslíkur implantanna voru 95,8%. Lífslíkur (solid screw)
implanta voru markvert hærri en "hollow cylinder" og "hollow screw"
implanta eða 99,1% á móti 89,7%. Þegar peri-implant sýking, skilgreind
sem PPD >5mm, BOP+, var metin, höfðu 22,2% implantanna og 38,6%
sjúklinganna sýkta peri-implant slímhúð. Þegar peri-implant sýking
var skilgreind sem PPD>6mm, BOP+, minnkaði tíðnin niður í 8,8% og
17,1%. Eftir að upphaflegri meðferð lauk (Tl), hafði non-PIP-hópurinn
marktækt (p=0,011) færri rest tannholdspoka þ5mm) en PlP-hópurinn.
Við endurmat (T2) hafði fjöldi rest tannholdspoka í PIP hópnum aukist
frá því eftir að upphaflegri meðferð lauk (Tl) en staðið í stað í non-PIP-
hópnum. Tíðni peri-implant sýkinga var lægri hjá þeim sjúklingum sem
voru í vel skipulögðu tannholdseftirlit.
Áyktanir: I einstaklingum sem útsettir eru fyrir tannholdssjúkdómum,
eykur fjöldi rest tannholdspoka við lok tannholdsmeðferðar líkumar á
því að sýking verði í peri-implant slímhúð, bein tapist og að tannplantar
tapist. Hjá einstaklingum, þar sem endursýking verður í tannholds-
pokun, er meiri áhætta á peri-implant sýkingum.
E 10 Ástæður fyrir ísetnlngu tannfyllinga á íslandi
Svend Richter, Sigfús Þór Elíasson
Tannlæknadeild HÍ
svend@hi.is
Inngangur: Rannsóknin er framhald rannsókna árin 2000 og 1983.
Ástæður fyrir gerð tannfyllinga og veita mikilvægar heilsufarslegar
upplýsingar
Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað og níutíu almennir tannlæknar voru
beðnir að skrá aldur og kyn sjúklings, kyn tannlæknis, árafjölda frá út-
skrift og upplýsingar um skilgreindar ástæður fyrir gerð 100 fyllinga.
Niðurstöður: Svör bárust frá 97 tannlæknum (51,1%), 38 konum
(39,2%) og 59 körlum (60,8%) um 9043 fyllingar og 604 skorufyllur.
Meðalárafjöldi frá útskrift tannlækna var 19,5 ár. Fyllingar í körlum
voru 4716 (48,9%) en konum 4.931 (51,1%) og var meðalaldur sjúklinga
36,5 ár. Ástæður fyllinga vom 40,8% primer tannáta, 8,9% tannátulaus
vandamál og 50,3% endurfyllingar. Primer tannáta greindist mest í
LÆKNAblaðið 2013/99 13