Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 37
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 73
Inngangur: Áhrif langvinnrar lungnateppu (LLT) á líf og líðan sjúkling-
anna eru veruleg. Enn vantar þó nokkuð upp á að áhrifin á fjölskyldur
séu þekkt. Rannsóknarspurningar voru: a) Hver eru áhrif langvinnrar
lungnateppu á sjúklingana og aðstandendur þeirra, mælt með áhrifa-
sjúkdómsmælitækinu (Illness Intrusiveness)? b) Hver er munur á
áhrifum langvinnrar lungnateppu á sjúkiingana og aðstandendur hins
vegar á áhrifasjúkdómsmæiitækinu?
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru einstaklingar með langvinna
lungnateppu á stigi II og III og aðstandendur. Urtakið var þægindaúrtak.
Einstaklingarnir (N=119) voru hvattir til að hafa aðstandanda með sér.
Alls tóku 36 aðstandendur þátt. Helmingur einstaklinga með langvinna
lungnateppu og 67% aðstandenda voru yngri en 60 ára. Af skjólstæðing-
unum reyndust 53% vera konur og 64% aðstandenda. Einstaklingar með
langvinna lungnateppu voru á GOLD stigi II eða III í ríflega 67% tilfella.
Niðurstöður: Áhrif sjúkdóms á einstaklinga rneð langvinna lungna-
teppu sem komu með aðstandanda voru 27,65 heildarstig á áhrifasjúk-
dómsmælitækinu af 91 stigi mögulegu. Áhrif sjúkdóms á aðstandendur
einstaklinga með langvinna lungnateppu voru 19,63 heildarstig. Svið
tæknilegrar getu hafði hæstu stigin en svið samskipta og persónulegs
þroska lægstu. Marktækur rnunur reyndist á áhrifum sjúkdóms á ein-
staklinga með langvinna lungnateppu annars vegar og aðstandenda
hins vegar. Ekki reyndist marktækur munur á áhrifum sjúkdóms á ein-
staklinga með langvinna lungnateppu sem komu með aðstandendur eða
einstaklingum sem ekki komu með aðstandendur.
Ályktanir: Frumniðurstöður gefa til kynna að sjúkdómurinn og með-
ferð hans hafi lítil áhrif á einstaklingana og óveruleg áhrif á aðstand-
endur þeirra. Þessum niðurstöðum þarf að taka með varúð. Rúmlega
fimmtungur (23%) þátttakenda var á stigi III og á því stigi eru einkenni
langvinnrar lungnateppu veruleg. Flestir voru á stigi II (60%) en á því
stigi má einnig búast við umtalsverðum einkennum sjúkdóms.
E 86 Heiisueflandi meðferðarsamræður við fjölskyldur unglinga/
ungs fólks með átraskanir
Margrét Gísladóttir, Erla Kolbrún Svavarsdóttir
Kvenna- og bamasviði Landspítala, hjúkrunarfræðideild HÍ
marggisl@lsh.is
Inngangur: Fjölskyldur einstaklinga með átraskanir ganga í gegnum
mikið álag og hafa þörf fyrir stuðing. Foreldrar eru álitnir nauðsyn-
legur hlekkur í bataferli dóttur/sonar med átröskun en lítið er vitað um
hvað gagnast helst foreldrum í stuðningshlutverkinu. Tilgangur rann-
sóknarinnar er að kanna hvort efling foreldrahæfni og viðhorf hafi áhrif
á stuðningshlutverkið. Rannsóknin er fyrri hluti doktorsrannsóknar
Margrétar Gísladóttur.
Efniviður og aðferð: Meðferðin byggir á Calgary- og Maudsly með-
ferðarlíkönum. Þátttakendur í rannsókninni voru foreldrar einstaklinga
12-24 ára með átröskun og var gögnum safnað frá þrjátíu og átta fjöl-
skyldum. í meðferðinni var foreldrum boðið upp á hóptíma í sex skipti
og í viðtöl í tvö skipti. I rannsókninni var notað „Quasi experimental
design" og lagðir fyrir sjö spurningalistar í fimm skipti: fyrir fyrsta
hóptímann, eftir seinni viðtalstímann, eftir tvo, þrjá og fjóra mánuði.
Gögnunum var safnað á tímabilinu nóvember 2011 til desember 2012.
Niðurstöður: Árangurinn af meðferðinni mun segja til um hvort upp-
lifun foreldra á sjúkdómi og tilfinningalegri heilsu verði betri, hvort
drottnun sjúkdóms yfir fjölskyldulífi og umönnunarálag minnki
og hvort öryggi í að mæta erfiðum samskiptum aukist sem er allt
mælt í spurningalistunum: Búseta og hjálparlisti vegna átröskunar,
Endurskoðaður skali yfir álit umönnunaraðila á eigin færni, Reynsla
aðstandenda og Spumingalisti um persónulegt álit á veikindum.
Ályktanir: Niðurstöður úr rannsókninni munu geta sagt til um hvaða
þætti er gagnlegt eða ekki gagnlegt að vinna með hjá foreldrum ein-
staklinga með átröskun á heilsugæslustöðvum, á göngudeildum og
á innlagnadeildum. Hagnýting þessara niðurstaðna verða ræddar á
klínískum vettvangi og birtar í erlendum tímaritum.
E 87 Að skapa net um hvern sjúkling. Siðfræðilegur skilningur í
heimahjúkrun
Kristín Bjömsdóttir
Háskóla íslands
kristbjQhi.is
Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að skapa þekkingu um
vandaða og árangursríka heimaþjónustu sem stuðlar að vellíðan eldri
borgara sem búa heima. Athyglin beindist að starfsháttum í heima-
hjúkrun. Byggt var á gerendanetskenningunni (Actor Network Theory)
þar sem reynt er að rekja hvernig tengsl skapa gerendur og móta
einkenni þeirra og áhrif. í greiningu á gögnum var sótt £ smiðju höfunda
sem kenna sig við emperiska siðfræði og femíníska umhyggjusiðfræði.
Efniviður og aðferðir: Aðferðin var etnógrafísk. Rannsóknargögn
voru annars vegar vettvangslýsingar skrifaðar af höfundi eftir heim-
sóknir með hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum til eldri borgara og
frá samstarfsfundum sem þeir tóku þátt í (15 vikur) og hins vegar
viðtöl við starfsfólk (N=5) og sjúklinga (N=15). Jafnframt var stuðst
við opinber gögn um markmið og stefnumótun á sviði heimaþjónustu.
Vísindasiðanefnd veitti leyfi fyrir rannsókninni.
Niðurstöður: Fram kom að samvinna, bæði meðal starfsmanna
heimaþjónustunnar, við sjúklinga og aðstandendur þeirra og við sam-
starfsaðila innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar var lykilatriði í
árangursríkri þjónustu. Þessi samvinna byggði á fjölbreyttri þekkingu
og einkenndist af sameiginlegum skilningi á áhersluatriðum og gildum.
Heimaþjónustu var líkt við viðkvæmt net. Hinn siðfræðilegi skilningur
sem starfið byggðist á fólst í því að veita hverjum einstaklingi athygli
og einbeitingu (attendiveness) og að próf sig áfram með lausnir sem
stuðluðu að vellíðan. Með samræðum reyndi starfsfólkið að viðhalda
og styrkja netið.
Ályktanir: Stjórnendur þurfa að þekkja, skilja og styðja við starfsaðferð-
ir sem hafa þróast til að stuðla að vellíðan eldri borgara sem búa heima
og gera sér grein fyrir hinum siðfræðilega skilningi sem starfsmenn í
heimahjúkrun hafa að leiðarljósi.
E 88 Mat aðstandenda á fræðsluþörf og fenginni fræðslu. Þarfir
aðstandenda sjúklinga, sem gengust undir liðskiptaaðgerðir, fyrir
fræðslu
Árún K. Sigurðardóttir, Brynja Ingadóttir
Háskólanum á Akureyri, Landspítala
arun@unak.is
Inngangur: Fræðsluþarfir aðstandenda skurðsjúklinga hafa ekki mikið
verið rannsakaðar. Ekki fundust íslenskar rannsóknir um hve miklar
upplýsingar aðstandendur telja sig þurfa í tengslum við liðskiptaað-
gerðir. Er mikilvægt að afla þeirra upplýsinga þar sem legutími inni á
sjúkrahúsum styttist og aðstandendur þurfa oft að aðstoða sjúklinga
við umönnun eftir að heim er komið. Rannsóknin er hluti af stærra sam-
starfsverkefni um sjúklingafræðslu í sjö Evrópulöndum.
LÆKNAblaðið 2013/99 37