Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 73
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 73
skemmdir. Rannsóknargögnin gætu verið grunnur að nánari greiningu
á hugsanlegu arfgengi tannskemmda og glerungseyðingar.
V 14 Útskrift með meistaragráðu frá tannlæknadeild Háskóla
íslands
Bjarni Elvar Pjetursson, Vigdís Valsdóttir, Ellen Flosadóttir, Sigurður Rúnar
Sæmundsson, Karl Öm Karlsson, W. Peter Holbrook
Tannlæknadeild HÍ
ef@hi.is
Inngangur: Bologna samþykktin, sem fjallar um samræmingu tann-
læknanáms innan Evrópu, krefur tannlæknadeild HI um að útskrifa
nemendur sína með meistaragráðu. Tilgangur þessarar vinnu er að
breyta námsskrá tannlæknadeildar á þann hátt að námið uppfylli
skilyrði Bologna samþykktarinnar varðandi útskrift nema með meist-
aragráðu án þess að skerða klíníska kennslu þannig að deildin útskrifi
áfram tannlækna með starfsleyfi á óbreyttum námstíma.
Efniviður og aðferðir: Núverandi námsskrá var skoðuð með tilliti til
meðal annars innihalds, væntanlegrar klínískrar og akademískrar hæfni
sem neminn öðlast, krafna HÍ, Bologna samþykktarinnar og ADEE
(Association for Dental Education in Europe) um innihald námsins og
hæfniskröfur.
Niðurstöður: Námsskráin hefur fengið jákvætt mat við úttektir, sér-
staklega klíníski hluti námsins. Nemendur hafa í auknum mæli sóst eftir
að vinna rannsóknarverkefni aukalega með náminu. Þessi rannsóknar-
verkefni hafa samsvarað 10-12 ECTS einingum og uppfylla ekki kröfur
HÍ til meistaragráðu. Ef rannsóknar\'erkefnin yrðu stækkuð upp í 30
ECTS einingar myndi klínísk kennsla skerðast á móti og nemar fengju
ekki starfsleyfi við útskrift. Hugmyndin er að hver nemandi setji saman
möppu (portfolio) þar sem fram koma klínísk tilfelli sem hann hefur
meðhöndlað auk annarra verkefna sem hann hefur lokið. Þessi mappa
væri samantekt á verkefnum nemans.
Alyktanir: Lítil rannsóknarverkefni framkvæmd af tannlæknanemum
ásamt klínískri möppu sem búin er til af hverjum nemanda fyrir sig ættu
að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að tannlæknanemar gætu útskrifast
með meistaragráðu. Þannig kemur klínískt nám ekki til með að skerðast
og áfram verður hægt að útskrifa nema sem eiga rétt á starfsleyfi strax
við útskrift.
V 15 Tannheilsa 12 og 13 ára barna í barnaskóla á Bashay
svæðinu, Tansaníu
Björg Helgadóttir, Telma Borgþórsdóttir, Sigurður Rúnar Sæmundsson, Inga B.
Ámadóttir
Tannlæknadeild HÍ
bjh10@hi.is, teb3@hi.is
Inngangur: í Tansaníu á austurströnd Afríku búa um 49 milljónir
manna. Þar af búa um 300.000 manns mjög dreifbýlt á Bashay svæðinu
sem staðsett er í norðurhluta Tansaníu. Tveir tannlæknanemar bjuggu
og störfuðu þar við tannlæknatengt hjálparstarf í fimm vikur sumarið
2012. Skoðuðu nemarnir meðal annars tannheilsu og sinntu forvamar-
starfi við bamaskólann í Bashay, en nemendur þar eru um 800.
Efniviður og aðferðir: Með leyfi skólayfirvalda Bashay bamaskólans
var tannheilsa 12 og 13 ára grunnskólabarna skoðuð. Tannátutíðni
barnana (D3MFT) var metin af tveimur skoðurum samkvæmt aðferðum
WHO í kennslustofu skólans. Áhöld við tannskoðun voru höfuðljós,
einnota sondur, speglar og hanskar, bómull, myndavél, blað og penni.
Tveir kennarar skráðu niðurstöður og voru til staðar sem túlkar. Einnig
var spurt um tannhirðu, tannburstategund og fyrri heimsóknarfjölda til
tannlæknis.
Niðurstöður: Skoðuð voru 110 afrísk börn, 59% (65) voru stúlkur og 41%
(45) drengir. Af þeim voru 10,9% barnanna með skemmda tönn (D3),
eina eða fleiri. D3MFT var 0,2 og sú tala á þá aðeins við um skemmdar
tennur því enginn tönn hjá þessum hópi var töpuð né fyllt. Allir sögðust
bursta sig að minnsta kosti einu sinni á dag. Að meðaltali voru tennur
burstaðar 1,3 sinnum á dag. 46% barnanna notuðust við venjulegan
nælontannbursta en um 54% barnanna notuðu ákveðna trjátegund
(Salvadora Persica) sem tannbursta. Enginn marktækur munur var á
tannátu milli þessara tveggja hópa. Einungis tvö bamanna höfðu farið
áður til tannlæknis.
Ályktanir: Aðgengi tansanískra barna að tannlækni er ekki gott. Samt
sem áður er tannátutíðni lág miðað við íslensk börn á sama aldri.
Sennilega er hægt að rekja þessa góðu tannheilsu til þess að í grunnvatni
svæðisins er mikið flúorinnihald og börnin borða einungis eina til þrjár
máltíðir á dag.
V 16 Heilpostulín í tannlækningum
Finnur Eiríksson, Svend Richter
Tannlæknadeild HÍ
fie1@hi.is
Inngangur: Gull hefur verið notað við gerð tanngerva í aldaraðir. Um
1960 var byrjað að brenna postulín á málmkrónur. Síðar komu fram
málmlausar postulínskrónur og brýr. Aukin úlitsleg krafa, sérstaklega
á framtannasvæði ruddi farveginn. Tilgangur rannsóknarinnar var að
athuga hvemig heilpostulín er notað í tannlækningum á íslandi.
Efniviður og aðferðir: Við rannsóknina var notuð megindleg að-
ferðafræði. Spurningalistar voru sendir tannlæknum og tannsmiðum,
sem samanstóðu af spumingum um notkun málmlausra tanngerva úr
postulíni. Þátttakan var nafnlaus og órekjanleg til einstaklinga í úrtaki.
Niðurstöður: Af 275 starfandi tannlæknum svömðu 85 (31%) og af 28
tannsmíðastofum svöruðu 15 (54%). f svörum kom fram 91,6% tann-
lækna og 93,2% tannsmiða vinna með málmlaus tanngervi og rúmlega
helmingur þeirra telur að meirihluti krónu- og brúarsmíði í dag sé
málmlaus. Zirkonium virðist vera mest notað, sérstaklega í stærri tann-
gervi. 81,6% tannlækna og 92,9% tannsmiða gera zirkonium kjarna í
krónur á framtannasvæði en 61,3% á jaxlasvæði. Aðeins 5,3% tannlækna
og 7,1% tannsmiða gera ekki zirkonium brýr á framtannasvæði. 70,1%
tannlækna gera implantabrýr úr zirkonium á framtannasvæði. 54,4%
tannlækna höfðu notað Zirkonium abutment. 57,9% tannlækna nota
bæði pressupostulín og zirkonium en 71,4% tannsmiða. 42,1% tann-
lækna nota eingöngu zirkonium og 28,6% tannsmiða. Enginn þeirra
sem svöruðu nota eingöngu pressupostulín, hvorki hjá tannlæknum né
tannsmiðum.
Ályktanir: Meirihluti tanngerva í krónu- og brúargerð er úr heilpostu-
líni. Zirkonium verður fyrir valinu þegar kemur að lengri tanngervum á
álagssvæðum í munni, hvort sem það er á implönt, tannstuddar krónur
eða brýr.
LÆKNAblaðið 2013/99 73