Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 82

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 82
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 V 43 Súrefnismælingar í sjónhimnuæðum með laser skanna augnbotnamyndavél Jóna Valgerður Kristjánstlóttir Sveinn Hákon Harðarsonu, Gísli H. Halldórsson3, Róbert A. Karlsson3, Einar Stefánsson''2 'Augndeild Landspítala, 2læknadeild HÍ, Xáxymap ehf. Jvk4Qhi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að þróa aðferð til þess að mæla súrefnismettun í æðum sjónhimnunnar með laser skanna augn- botnamyndavél (scanning laser ophthalmoscope, SLO). Efniviður og aðferðir: Augnbotnamyndir voru teknar með SLO augnbotnamyndavél (Optos Ltd, UK) af 11 heilbrigðum sjálfboðaliðum (34+9 ára, meðaltal±staðalfrávik). Tvær myndir voru teknar af hægra auga allra sjálfboðaliða svo hægt væri að meta endurtekningarhæfni tækisins. Myndirnar eru teknar með tveimur bylgjulengdum, 633nm og 532nm, sú fyrri er næm fyrir breytingum á súrefnismettun en hin ónæm. Myndirnar voru unnar með hugbúnaði (Oxymap Analyzer) sem greinir æðarnar í augnbotninum, velur mælipunkta og reiknar út ljós- þéttnihlutfall (ODR) milli bylgjulengdanna. ODR er í öfugu hlutfalli við súrefnismettun. Niðurstöður: Meðaltals súrefnismettim í slagæðlingum var 92,6%±11,8% (meðaltal±staðalfrávik) og 58,0%±11,5% fyrir bláæðlinga. Staðalfrávik fyrir endurteknar mælingar var 5,1% fyrir slagæðlinga og 6,0% fyrir bláæðlinga. Ályktanir: Greinilegur munur er á súrefnismettun milli slag- og bláæðlinga sjónhimnunnar. Staðalfrávik milli endurtekinna mælinga er tiltölulega lágt að teknu tilliti til þess að hér er um alveg nýja tækni að ræða og tækið ekki hannað með tilliti til súrefnismælinga. Það er þó tals- verður breytileiki milli einstaklinga samanber hátt staðalfrávik meðal- talanna. Þessar fyrstu niðurstöður sýna að SLO augnbotnamyndavél (scanning laser ophthalmoscope) gæti nýst sem súrefnismettunarmælir fyrir æðar sjónhimnunnar. V 44 Lífefnafræðilegar rannsóknir á virkni Rad26 í umritunarháðri skerðibútaviðgerð Antón Ameneiro-Álvarez, Stefán Þórarinn Sigurðsson Lífvísindasetur HÍ anton@hi.is Inngangur: Ein tegund skerðibútaviðgerðar einkennist af hraðari DNA viðgerð í virkum genum heldur en óvirkum. Auk þess er hraðar gert við umritaða þáttinn heldur en þann sem ekki er umritaður og því hefur þetta ferli verið kallað umritunarháð DNA viðgerð. Ferlið er háð RNAPII ásamt nokkrum öðrum þáttum; Mfd í bakteríum og DNA háðum ATPösunum Rad26 í gersvepp og CSB í mönnum. Mfd próteinið í bakteríum getur ferðast eftir DNA sameindinni og ýtt RNAP sem hefur stöðvast á skemmd áfram á sameindinni eða af henni. Bæði Rad26 og CSB eru ATPasar sem tengjast RNAPII sem vekur upp þær spurningar hvort próteinin virki á svipaðan hátt og Mfd. Efniviður og aðferðir: Rad26 próteinið var yfirtjáð og einangrað frá skordýrafrumum. ATPasa greiningar voru notaðar til að rannsaka hæfileika Rad26 að geta ferðast eftir DNA sameindinni og til að skoða sértækni Rad26 hvað DNA myndbyggingu varðar. Einnig erum við að framkvæma tilraunir sem ætlaðar eru að skýra mismunandi virkni Rad26 í samhengi við Swi/Snf2 próteinfjölskylduna með erfðabreyt- ingum á lykil bindisetum í Rad26 Niðurstöður: Frumniðurstöður okkar sýna að Rad26 er ATPasi sem notar orku frá ATP vatnsrofi til að færast til á DNA sameindinni. DNA með opna kvíslmyndun svipaða og sést við umritun virðist vera besta hvarfefnið fyrir Rad26. Ályktanir: Lfkt og Mfd próteinið í bakterfum getur Rad26 ferðast eftir DNA og virðist vera sértækt fyrir DNA hvarfefnum sem finnast þar sem umritun á sér stað. Þetta ásamt þeirri staðreynd að Rad26 tengist RNAPII gefur okkur vísbendingar um að próteinið geti ýtt á RNAPII flókann þar sem hann hefur stöðvast á DNA skemmd. Hugsanlega stuðlar Rad26 að því að gert sé við skemmdina með því að ýta RNAPII yfir skemmdina eða af DNA sameindinni. V 45 Flutningur jóna um litþekju í augum músa Sunna Björg Skarphéðinsdóttir, Þór Eysteinsson, Sighvatur Sævar Árnason Lífeðlisfræðistofnun HÍ sbs24@hi.is Inngangur: Litþekja liggur milli ljósnemalags og æðu í auganu. Hún er mikilvæg fyrir eðlilega starfsemi sjónhimnunnar, meðal annars fyrir vökvaflutning frá sjónhimnu yfir í æðu, sem byggist á jónaflutningi yfir þekjuna. f sumum hrömunarsjúkdómum er óeðlilegur flutningur jóna um litþekju mikilvægur þáttur. Flutningur jóna um litþekju músa hefur lítið verið rannsakaður vegna smæðar augnanna. Efniviður og aðferðir: Eðlilegar mýs (C57B1/6J) voru aflífaðar og fremri hluti augna fjarlægður. Litþekjan, ásamt hvítu, æðu og sjón- himnu, var sett í sérhönnuð Ussing þekjulíffæraböð með 0,031 cm2 flatarmál á opi, með venjulegan Krebs á blóðhlið og sjónuhlið þekjunnar. Spennuþvingunartæki voru notuð til mælinga á nettó jónastraumi yfir litþekjuna (short-circuit current, Isc). Niðurstöður: Litþekja músa reyndist lífvænleg við þessar aðstæður í þrjár stundir. Upphafsgildi ISC var -17,6 ±4,5 pA/cm2 (n=7), sem lækk- aði hægt með tímanum. ATP (100 pM) hafði ekki áhrif, en noradrenalín (100 pM) jók Isc um 7% úr -15,9 ± 4,9 í -17,0 ± 4,2 pA/cm2. Bumetanide hamlaði strauminn um 19% úr -16,0 ± 5,1 í -12,9 ± 6,4 pA/cm2. Ouabain (1 mM) vakti tvífasa svörun, fyrst jókst ISC hratt um 63% eftir 6 mín., en síðan minnkaði hann niður í 39% af fyrirgildi eftir 30 mín. í öðrum til- raunum var skipt úr venjulegum Krebs fyrir Cl-frian Krebs og minnkaði Isc mikið við það. Lækkun á K+-styrk á sjónuhlið litþekjunnar hafði marktæk áhrif á Isc, sem var hindrað með 1 mM BaCl2. Ályktanir: Smáar litþekjur músa haldast lifandi í þekjulíffæraböðum í að minnsta kosti 3 klst. Jónastraumurinn grundvallast á starfsemi NaK- ATPasans og er að töluverðu leyti klórjónaflutningur sem að hluta til er borinn af NaK2Cl samferjum. Púrfnergir viðtakar hafa ekki áhrif á jónaflutninginn en hins vegar gera adrenergir viðtakar það. V 46 Líkan af flæði og sveimi súrefnis í augnbotnum Davíð Þór Bragason', Einar Stefánsson'2 ‘Augndeild Landspítala, 3Háskóia íslands dbragasonQgmail. com Inngangur: Hannað var reiknilíkan af flæði og sveimi (diffusion) súr- efnis í blóðrás sjónhimnunnar, sér í lagi af sveimi súrefnis á milli tveggja nálægra æða (countercurrent exchange). Spá líkansins var borin saman við niðurstöður súrefnismælinga í augnbotnum. Efniviður og aðferðir: Samliggjandi slag- og bláæðlingum er lýst í reiknilíkani, lögmáli Ficks um sveim súrefnis beitt og jafna Poissons leidd út. Jafna sú er leyst og þéttleiki súrefnissveims á milli æða fundinn sem fall af súrefnismettun. Kerfi af ólínulegum afleiðujöfnum er leitt út, og töluleg lausn sem lýsir breytileika súrefnismettunar í æðum fundin 82 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.