Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 56
XVi VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 73
verið greindir með ákveðna langvinna sjúkdóma. Undirmarkmið rann-
sóknarinnar voru að meta breytingar í klínískum, hagfræðilegum og
hegðunartengdum útkomum milli tveggja heimsókna auk þess að setja
þær í samhengi við meðferðarheldni.
Efniviður og aðferðir: Þversniðsrannsókn var framkvæmd til að meta
meðferðarheldni milli tveggja heimsókna í heilsueflingarmiðstöðina út
frá lyfjaendumýjunum fengnum úr lyfjagagnagrunni. íhlutunarsnið án
viðmiðunarhóps var notað til að meta breytingar í klínískum, hagfræði-
legum og hegðunartengdum útkomum út frá heilsueflingarviðtölum og
öðrum skráningargögnum.
Niðurstöður: Um það bil helmingur (49,5%) þátttakenda í rannsókninni
tóku lyfin sín ekki sem skyldi. Ómeðferðarheldnir einstaklingar voru
líklegri til að nota fleiri lyf og mælast með óeðlileg gildi á líkams-
massastuðli og mittismáli. Þátttakendur voru minnst meðferðarheldnir
við sykursýkislyf en mest við angíótensín II viðtakahindra. Þegar litið
er á átta mest notuðu lyfin innan þýðisins var meðferðarheldni við
simvastatín hæst en lægst við níasín. Gögnin gáfu til kynna að með-
ferðarheldnir þátttakendur höfðu heilbrigðari lífsstíl að einhverju marki.
Kostnaðargreining gaf vísbendingar um hærri heilbrigðiskostnað meðal
ómeðferðarheldinna einstaklinga, en þörf er á ítarlegra hagfræðilegu
mati.
Ályktanir: Ófullnægjandi meðferðarheldni í þessu þýði gefur vísbend-
ingu um þörf á frekari íhiutun. Þessi rannsókn ýtir undir áframhaldandi
heilsueflingu, en þó er þörf á viðameira mati.
E 147 Opin áreitipróf á börnum sem grunuð eru um sýklalyfjaof-
næmi
Una Jóhannesdóttir', Gunnar Jónasson'-2, Tonie Gertin Sörensen, Ásgeir
Haraldssonu
'Læknadeild HÍ, 2Barnaspítala Hringsins
unj8@hi.is
Inngangur: Algengt er að grunur vakni um ofnæmi gegn sýklalyfjum hjá
bömum og getur það komið í veg fyrir notkun réttra lyfja. Hugsanlegt er
að sýklalyfjaofnæmi sé ofgreint og því gæti reynst mikilvægt að notast
við greiningaraðferðir sem ýmist staðfesta eða útiloka þennan grun.
Markmið rannsóknarinnar var að meta hve stórt hlutfall þeirra barna
sem komu í áreitipróf vegna gruns um sýklalyfjaofnæmi reyndist vera
með staðfest einkenni bráðaofnæmis.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra
barna sem vísað var af lækni í opin áreitipróf fyrir sýklalyfjum á
Barnaspítala Hringsins á árunum 2007-2012. Ur sjúkraskrá voru fengnar
klínískar upplýsingar og niðurstöður úr áreitiprófunum. Tengl voru
skoðuð milli lyfjategunda, viðbragða, annarra sjúkdóma, ofnæmis-
hneigðar og annars.
Niðurstöður: Af 591 barni sem mættu í opið áreitipróf voru 34 böm
með jákvæða eða óljósa svörun, ýmist bráð (n=8; 23,5%) eða síðbúin
(n=26; 76,5%) ofnæmisviðbrögð. Þessi börn mættu í endurtekið próf til
staðfestingar og af þeim fengu þrjú böm síðbúið ofnæmissvar gegn því
sýklalyfi sem í hlut átti. Algengast var að prófað væri fyrir amoxícillíni
einu og sér (n=326; 55%) eða samsett með klavúlanik sýru (n=195; 33%).
Flest börn voru ekki með þekkta ofnæmishneigð (n=408; 69%). Ekkert
barnanna var greint með bráðaofnæmi, gerð I svörun, fyrir því sýklalyfi
sem það var prófað fyrir.
Ályktanir: Bráðaofnæmi fyrir viðkomandi sýklalyfi var afsannað í öllum
tilvikum hjá þeim bömum sem mættu í prófin og því er hugsanlegt að
það hafi verið. Mögulega komu upphafleg viðbrögð barnanna fram
vegna annarrar sýkingar fremur en sýklalyfjanna. Ekki er hægt að úti-
loka að fleiri börn hefðu fengið síðbúin ofnæmisviðbrögð ef gefnir hefðu
verið fleiri en tveir skammtar af lyfinu.
E 148 Við verðum að tala saman - www.brjostagjof.is
Arnheiður Sigurðardóttir', Ásrún Matthíasdóttir
'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 'Háskólanum í Reykjavík
amheid@hl.is
Inngangur: Á undanfömum árum hefur mikil áhersla verið lögð á að
böm séu á brjósti eða fái brjóstamjólk og á íslandi fæðast um 4.500 börn
árlega. Sífellt fleiri rannsóknir hafa komið fram á síðastliðnum tveimur
áratugum sem hampa ágæti brjóstagjafar fyrir móður og barn. Svo þungt
vega rökin að fræðimönnum ber saman um að ekki sé kostur á betri ung-
bamafæðu og fagfólk eigi að hvetja mæður og veita þeim stuðning við
brjóstagjöf með öllum tiltækum ráðum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Miðstöð heilsuverndar barna og
Manneldisráð mæla með að börn séu eingöngu á brjósti í sex mánuði og
hvetja til brjóstagjafar ásamt annarri fæðu í allt að tvö ár eða lengur og
telja það ákjósanlegt lýðheilsumarkmið.
Efniviður og aðferðir: Vefsíðan fjallar um brjóstagjöf frá ýmsum
sjónarhornum meðal annars næringu, ónæmisfræði, tengslamyndun og
sem uppeldisaðferð. Efni síðunnar er byggt á niðurstöðum rannsókna
og rannsóknartengdu efni og er tilgangurinn að koma niðurstöðum
rannsókna til fólksins með kennslufræðilegum aðferðum og auðvelda
heilbrigðisstarfsfólki að vinna faglega á hverjum tíma svo auka megi
gæði heilbrigðisþjónustu.
Niðurstöður: Heimsóknir á www.brjostagjof.is voru frá janúar- des-
ember 2011 frá 19.050 tölvum 35.255 (2.225-4.329) heimsóknir og 192.349
flettingar á síðum. Heimsóknum í maí voru frá 2.282 tölvum 4.329
heimsóknir og 24.490 flettingar. Frá árinu 2010 hefur notkun síðunnar
margfaldast og breiðst út.
Ályktanir: Draga má þá ályktun að þörf hafi verði fyrir rannsóknartengt
fræðsluefni á íslensku um brjóstagjöf á veraldarvefnum og að fræðslan
sem síðan inniheldur geti fært þjóðina nær ákjósanlegu lýðheilsumark-
miði. Síðan er sú fyrsta sinnar tegundar á fslandi sem kynnir rannsóknir
á sviði brjóstagjafar og hefur verið vel tekið.
E 149 Starfsánægja og streita á breytingatímum. Rannsókn á
Kragasjúkrahúsunum
Bima G. Flygenring', Helga Bragadóttir'-, Herdís Sveinsdóttir'
'Háskóla fslands, 'Landspítala
bgfQhi.is
Inngangur: Óvissa í starfsumhverfi getur valdið streitu og óánægju í
starfi meðal starfsfólks.
Efniviður og aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar náði til 221 starfsmanns
Kragasjúkrahúsanna vorið 2011 og var svörunin 64,7% (n=143; hjúkr-
unarfræðingar=46%, sjúkraliðar=54%). Póstsendur var spumingalisti
sem auk bakgrunnsspurninga innihélt spumingar um starfsánægju,
streitu og vinnuálag.
Niðurstöður: Flestir þátttakenda (69%) voru eldri en 45 ára og voru
í 50-90% starfshlutfalli (85%) og höfðu starfað við hjúkrun lengur en
10 ár (71%). Þáttagreining starfsánægjukvarðans greindi fimm þætti
sem skýrðu saman 51,9% af heildardreifingu breytnanna. Hjá fjómm
þáttanna var Cronbachs a>0,8. Þátttakendur voru óánægðastir með
56 LÆKNAblaðið 2013/99