Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 77
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 73
flugmönnum en öðrum starfsstéttum, en þó virðist alvarleiki eyrnasuðs-
ins í flestum tilvikum ekki vera það mikill að hann hafi áhrif á einkalíf
einstaklingsins.
V 27 Mataræði og holdafar karla og kvenna í borg og bæ
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Þórhallur I. Halldórsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir
Matvæla- og næringarfræðideild Hf, rannsóknastofu í næringarfræði Landspítala og HÍ,
embætti landlæknis
hrg37@hi.is
Inngangur: Rannsókrtir hafa bent til þess að offita sé algengari meðal
kvenna utan höfuðborgarsvæðis en innan. Tilgangur þessarar rann-
sóknar var að kanna mataræði og holdafar eftir btásetu og menntun
meðal karla og kvenna á íslandi.
Efniviður og aðferðir: Niðurstöður voru unnar úr gögnum landskönn-
unar á mataræði 2010 til 2011. Þátttakendur voru 1.312, aldur 18-80
ár, heildarsvörun 68,6%. Mataræði var kannað með tvítekinni sólar-
hringsupprifun ásamt spumingum um lífshætti og lýðfélagslega þætti.
Reiknað var líkindahlutfall (OR) þess að vera með BMI>25 út frá búsetu
með lógistískri aðhvarfsgreiningu.
Niðurstöður: BMI kvenna 46 til 80 ára var marktækt lægra innan höfuð-
borgarsvæðis en utan (25,7 vs 28,4, p=0,007). OR fyrir BMI >25 var 0,66
(95% öryggisbil 0,47 til 0,92) meðal kvenna > 46 ára innan höfuðborgar-
svæðis miðað við utan, eftir að leiðrétt hafi verið fyrir aldri reykingum,
alkóhólneyslu, menntun og hreyfingu. Enginn munur sást í yngri hópi
kvenna (18-45 ára), né meðal karla. Karlar utan höfuðborgarsvæðis
borðuðu marktækt meira af nýmjólk, kjöti, smjöri, kartöflum, kexi og
kökum, en minna af grænmeti og jurtaolíum en karlar á höfuðborgar-
svæði. Minni mimur var á fæði kvenna eftir búsetu. Hlutfall mettaðra
og trans-ómettaðra fitusýra var hærra og hlutfall trefjaefna minna utan
höfuðborgarsvæðis en innan. Enginn munur var á sykurneyslu eftir
búsetu. Lfkindahlutfall fyrir LÞS>25 tengdist ekki menntun, hvorki
meðal kvenna né karla.
Alyktanir: Búseta virðist ekki mikilvægur þáttur fyrir líkum á ofþyngd
á íslandi, nema þá helst í hópi eldri kvenna. Fæði fólks á höfuðborgar-
svæði er í betra samræmi við ráðleggingar um mataræði en fæði fólks
á landsbyggð. Ástæða er til að kanna hugsanleg tengsl mataræðis við
lýðheilsu eftir búsetu.
V 28 Tengsl athafna og þátttöku við kyn, aldur og búsetu.
Lýðgrunduð rannsókn á eldra fólki sem býr heima
Sólveig Ása Ámadóttir’-* 2, Erica do Carmo Ólason2, Harpa Björgvinsdóttir2, Jóna
Heiðdís Guðmundsdóttir2
’HáskóIa íslands, ’Háskólanum á Akureyri
saa@hi.is
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka hvernig eldri
borgarar, búsettir í heimahúsum, meta getu sfna til athafna og þátttöku.
Slíkum upplýsingum er ábótavant hér á landi en að sama skapi eru þær
nauðsynlegar ef mæta á þörfum þeirra sem eldri eru og gera þeim kleift
að búa heima.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á áður óbirtum gögnum
úr lýðgrundaðri þversniðsrannsókn á högum aldraðra frá árinu 2004.
Þátttakendur (N=186) voru 65 til 88 ára (meðalaldur=74 ár), 70 (37,6%)
höfðu náð 75 ára aldri, 89 (47,8%) voru konur og 68 (36,6%) bjuggu í
dreifbýli. Staðlaða matstækið Efri árin: Mat á færni og fötlun var notað
sem sjálfsmat á: (a) almennar athafnir sem reyna á efri eða neðri útlimi
og erfiðar athafnir fyrir neðri útlimi, (b) tíðni þátttöku í félagslegum og
persónulegum hlutverkum og (c) takmarkanir á þátttöku í virkni- og
stjórnunarhlutverkum.
Niðurstöður: Þeir sem voru á aldrinum 65 til 74 ára komu marktækt
betur út á öllum víddum athafna og þátttöku en þeir sem höfðu náð 75
ára aldri. Karlar mátu getu sína, á öllum sviðum athafna, betur en konur.
Þeir lýstu síður takmörkunum f virknihlutverkum en konur, en konur
lýstu meir þátttöku í persónulegum hlutverkum en karlar. Þeir ein-
staklingar sem bjuggu í þéttbýli mátu getu sína í athöfnum sem reyna á
efri útlimi betur, og komu betur út á báðum þátttökuvíddunum, en þeir
sem bjuggu í dreifbýli.
Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar varpa nýju ljósi á athafnir
og þátttöku eldri borgara sem búa heima. Þær gefa jafnframt vísbend-
ingu um hvernig meta má færni þeirra sem eldri eru og geta því nýst
sem grunnur fyrir stefnumótun og skipulag öldrunarþjónustu í þéttbýli
og dreifbýli.
V 29 Samanburður á hreyfingu eldra fólks í Reykjavík og nágrenni
um sumar og vetur
Nína Dóra Óskarsdóttir'-2, Nanna Ýr Arnardóttir1-2, Annemarie Koster4,6, Dane
R. Van Domelen4, Robert J. Brychta3, Paolo Caserotti4-8, Guðný Eiríksdóttir2,
Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir2, Lenore J. Launer4, Vilmundur Guðnason27, Erlingur
Jóhannsson5, Tamara B. Harris4, Kong Y. Chen3, Þórarinn Sveinsson'
'Rannsóknastofa i íþrótta- og heilsufræöum HÍ, !Hjartavemd, 3National lnstitutc of Diabetes
and Digestive, et al, Bethesda, 4National Institute on Aging, Lab of Epidemiol, et al, Bethesda,
5íþróttafræðasetur HÍ á Laugarvatni, 6Maastricht University, Dpt Social Medicine, 7Háskóla
Islands, 8Institut for Idræt og Biomekanik, Óðinsvéum
ndo2@hi.is
Inngangur: Regluleg hreyfing hefur margs konar heilsufarslegan ávinn-
ing í för með sér fyrir eldra fólk, bæði líkamlegan og andlegan. Markmið
rannsóknarinnar var að kanna hreyfingu af mismunandi ákefð með
notkun hreyfimæla hjá eldri einstaklingum í Reykjavík og nágrenni að
sumri og vetri til.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var unnin í samvinnu við
Hjartavernd. Alls var 219 einstaklingum boðin þátttaka í þessari rann-
sókn og fengu þeir hreyfimæla til þess að vera með á hægri mjöðm
sumar og vetur í sjö daga samfleytt. Alls 142 þátttakendur (87 konur og
55 karlar) voru með fjórar eða fleiri gildar hreyfimælingar bæði sumar
og vetur.
Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru að marktækur munur var á milli
sumars og vetrar á hreyfingu þátttakenda af lítilli ákefð (100-759 slög/
mín p<0,001), léttri ákefð (760-2019 slög/mín, p<0,001) og lítilli og léttri
ákefð (100-2019 slög/mín, p<0,001). Þátttakendur hreyfðu sig meira um
sumarið en veturinn. Það var marktækur munur á kyrrsetu þátttakenda
(p=0,02) en ekki marktækur munur á hreyfingu af miðlungs og mikilli
ákefð (>2020 slög/mín, p=0,19). Munur á hreyfingu um sumar og vetur
var sú sama hjá konum og körlum í öllum hreyfimælingum nema á
hreyfingu af lítilli ákefð (100-759 slög/mín, p=0,01), lítilli og léttri ákefð
(100-2019 slög/mín, p=0,02) og þegar hreyfislögin voru 100 eða fleiri
á mínútu (p=0,03) en þá var munurinn á hreyfingunni meiri hjá körl-
unum. Konumar hreyfðu sig meira af lítilli og léttri ákefð en karlamir
bæði um sumarið og veturinn. Sambærilegur munur var á hreyfingu
sumar og vetur hjá öllum aldurshópum og þyngdarflokkum.
Ályktanir: Þátttakendur náðu ekki alþjóðlegum ráðlögðum viðmiðum
um hreyfingu fyrir þennan aldurshóp. Munur á hreyfingu eldra fólks
um sumar og vetur er minni en búist var við fyrir fram.
LÆKNAblaöið 2013/99 77
L