Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 77

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 77
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 flugmönnum en öðrum starfsstéttum, en þó virðist alvarleiki eyrnasuðs- ins í flestum tilvikum ekki vera það mikill að hann hafi áhrif á einkalíf einstaklingsins. V 27 Mataræði og holdafar karla og kvenna í borg og bæ Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Þórhallur I. Halldórsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir Matvæla- og næringarfræðideild Hf, rannsóknastofu í næringarfræði Landspítala og HÍ, embætti landlæknis hrg37@hi.is Inngangur: Rannsókrtir hafa bent til þess að offita sé algengari meðal kvenna utan höfuðborgarsvæðis en innan. Tilgangur þessarar rann- sóknar var að kanna mataræði og holdafar eftir btásetu og menntun meðal karla og kvenna á íslandi. Efniviður og aðferðir: Niðurstöður voru unnar úr gögnum landskönn- unar á mataræði 2010 til 2011. Þátttakendur voru 1.312, aldur 18-80 ár, heildarsvörun 68,6%. Mataræði var kannað með tvítekinni sólar- hringsupprifun ásamt spumingum um lífshætti og lýðfélagslega þætti. Reiknað var líkindahlutfall (OR) þess að vera með BMI>25 út frá búsetu með lógistískri aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: BMI kvenna 46 til 80 ára var marktækt lægra innan höfuð- borgarsvæðis en utan (25,7 vs 28,4, p=0,007). OR fyrir BMI >25 var 0,66 (95% öryggisbil 0,47 til 0,92) meðal kvenna > 46 ára innan höfuðborgar- svæðis miðað við utan, eftir að leiðrétt hafi verið fyrir aldri reykingum, alkóhólneyslu, menntun og hreyfingu. Enginn munur sást í yngri hópi kvenna (18-45 ára), né meðal karla. Karlar utan höfuðborgarsvæðis borðuðu marktækt meira af nýmjólk, kjöti, smjöri, kartöflum, kexi og kökum, en minna af grænmeti og jurtaolíum en karlar á höfuðborgar- svæði. Minni mimur var á fæði kvenna eftir búsetu. Hlutfall mettaðra og trans-ómettaðra fitusýra var hærra og hlutfall trefjaefna minna utan höfuðborgarsvæðis en innan. Enginn munur var á sykurneyslu eftir búsetu. Lfkindahlutfall fyrir LÞS>25 tengdist ekki menntun, hvorki meðal kvenna né karla. Alyktanir: Búseta virðist ekki mikilvægur þáttur fyrir líkum á ofþyngd á íslandi, nema þá helst í hópi eldri kvenna. Fæði fólks á höfuðborgar- svæði er í betra samræmi við ráðleggingar um mataræði en fæði fólks á landsbyggð. Ástæða er til að kanna hugsanleg tengsl mataræðis við lýðheilsu eftir búsetu. V 28 Tengsl athafna og þátttöku við kyn, aldur og búsetu. Lýðgrunduð rannsókn á eldra fólki sem býr heima Sólveig Ása Ámadóttir’-* 2, Erica do Carmo Ólason2, Harpa Björgvinsdóttir2, Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir2 ’HáskóIa íslands, ’Háskólanum á Akureyri saa@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka hvernig eldri borgarar, búsettir í heimahúsum, meta getu sfna til athafna og þátttöku. Slíkum upplýsingum er ábótavant hér á landi en að sama skapi eru þær nauðsynlegar ef mæta á þörfum þeirra sem eldri eru og gera þeim kleift að búa heima. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á áður óbirtum gögnum úr lýðgrundaðri þversniðsrannsókn á högum aldraðra frá árinu 2004. Þátttakendur (N=186) voru 65 til 88 ára (meðalaldur=74 ár), 70 (37,6%) höfðu náð 75 ára aldri, 89 (47,8%) voru konur og 68 (36,6%) bjuggu í dreifbýli. Staðlaða matstækið Efri árin: Mat á færni og fötlun var notað sem sjálfsmat á: (a) almennar athafnir sem reyna á efri eða neðri útlimi og erfiðar athafnir fyrir neðri útlimi, (b) tíðni þátttöku í félagslegum og persónulegum hlutverkum og (c) takmarkanir á þátttöku í virkni- og stjórnunarhlutverkum. Niðurstöður: Þeir sem voru á aldrinum 65 til 74 ára komu marktækt betur út á öllum víddum athafna og þátttöku en þeir sem höfðu náð 75 ára aldri. Karlar mátu getu sína, á öllum sviðum athafna, betur en konur. Þeir lýstu síður takmörkunum f virknihlutverkum en konur, en konur lýstu meir þátttöku í persónulegum hlutverkum en karlar. Þeir ein- staklingar sem bjuggu í þéttbýli mátu getu sína í athöfnum sem reyna á efri útlimi betur, og komu betur út á báðum þátttökuvíddunum, en þeir sem bjuggu í dreifbýli. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar varpa nýju ljósi á athafnir og þátttöku eldri borgara sem búa heima. Þær gefa jafnframt vísbend- ingu um hvernig meta má færni þeirra sem eldri eru og geta því nýst sem grunnur fyrir stefnumótun og skipulag öldrunarþjónustu í þéttbýli og dreifbýli. V 29 Samanburður á hreyfingu eldra fólks í Reykjavík og nágrenni um sumar og vetur Nína Dóra Óskarsdóttir'-2, Nanna Ýr Arnardóttir1-2, Annemarie Koster4,6, Dane R. Van Domelen4, Robert J. Brychta3, Paolo Caserotti4-8, Guðný Eiríksdóttir2, Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir2, Lenore J. Launer4, Vilmundur Guðnason27, Erlingur Jóhannsson5, Tamara B. Harris4, Kong Y. Chen3, Þórarinn Sveinsson' 'Rannsóknastofa i íþrótta- og heilsufræöum HÍ, !Hjartavemd, 3National lnstitutc of Diabetes and Digestive, et al, Bethesda, 4National Institute on Aging, Lab of Epidemiol, et al, Bethesda, 5íþróttafræðasetur HÍ á Laugarvatni, 6Maastricht University, Dpt Social Medicine, 7Háskóla Islands, 8Institut for Idræt og Biomekanik, Óðinsvéum ndo2@hi.is Inngangur: Regluleg hreyfing hefur margs konar heilsufarslegan ávinn- ing í för með sér fyrir eldra fólk, bæði líkamlegan og andlegan. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hreyfingu af mismunandi ákefð með notkun hreyfimæla hjá eldri einstaklingum í Reykjavík og nágrenni að sumri og vetri til. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var unnin í samvinnu við Hjartavernd. Alls var 219 einstaklingum boðin þátttaka í þessari rann- sókn og fengu þeir hreyfimæla til þess að vera með á hægri mjöðm sumar og vetur í sjö daga samfleytt. Alls 142 þátttakendur (87 konur og 55 karlar) voru með fjórar eða fleiri gildar hreyfimælingar bæði sumar og vetur. Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru að marktækur munur var á milli sumars og vetrar á hreyfingu þátttakenda af lítilli ákefð (100-759 slög/ mín p<0,001), léttri ákefð (760-2019 slög/mín, p<0,001) og lítilli og léttri ákefð (100-2019 slög/mín, p<0,001). Þátttakendur hreyfðu sig meira um sumarið en veturinn. Það var marktækur munur á kyrrsetu þátttakenda (p=0,02) en ekki marktækur munur á hreyfingu af miðlungs og mikilli ákefð (>2020 slög/mín, p=0,19). Munur á hreyfingu um sumar og vetur var sú sama hjá konum og körlum í öllum hreyfimælingum nema á hreyfingu af lítilli ákefð (100-759 slög/mín, p=0,01), lítilli og léttri ákefð (100-2019 slög/mín, p=0,02) og þegar hreyfislögin voru 100 eða fleiri á mínútu (p=0,03) en þá var munurinn á hreyfingunni meiri hjá körl- unum. Konumar hreyfðu sig meira af lítilli og léttri ákefð en karlamir bæði um sumarið og veturinn. Sambærilegur munur var á hreyfingu sumar og vetur hjá öllum aldurshópum og þyngdarflokkum. Ályktanir: Þátttakendur náðu ekki alþjóðlegum ráðlögðum viðmiðum um hreyfingu fyrir þennan aldurshóp. Munur á hreyfingu eldra fólks um sumar og vetur er minni en búist var við fyrir fram. LÆKNAblaöið 2013/99 77 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.