Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 21
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 E 33 Blóðhlutagjafir á gjörgæsludeildum Landspítala háskóla- sjúkrahúss Karl Erlingur Oddason1-14, Tómas Guðbjartsson2-4, Sveinn Guðmundsson3, Sigurbergur Kárason'-3, Kári Hreinsson1, Gísli H. Sigurðsson1'4 'Svæfinea- og gjörgæsludeild og ^skurðlækningadeild Landspítala, 3Blóðbankanum, 4lækna- deild HI oddason@gmail. com Inngangur: Blóðhlutagjafir eru mikilvægur hluti meðferðar á gjör- gæslum. Mikilvægt er að blóðhlutagjöfum sé beitt í hófi því þeim geta fylgt aukaverkanir eins og sýkingar, bráður lungnaskaði og hækkuð dánartíðni. Nýlegar klínískar leiðbeiningar blóðhlutagjafa boða aukið aðhald og mirmi notkun. Ýmsar rannsóknir benda til þess að fylgni við klínískar leiðbeiningar sé ábótavant. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna notkun blóðhluta á gjörgæsludeildum Landspítala og hvort hún samræmdist klínískum leiðbeiningum Efniviður og aðferðir: Allir blóðhlutar gefnir gjörgæslusjúklingum voru rannsakaðir afturskyggnt á 6 mánaða tímabili, frá júní til nóvember 2010. Athugaður var fjöldi og tegund blóðhluta ásamt við hvaða gildi blóðrauða, próthrombínstíma eða blóðflagna blóðhlutar voru gefnir. Niðurstöður: Af 598 innlögðum gjörgæslusjúklingum fengu 149 (25%) blóðhluta, 88 (34%) á Hringbraut og 61 (18%) í Fossvogi, um helmingur eftir skurðaðgerð. Gefnir voru 10,8 blóðhlutar að meðaltali þeim sjúk- lingum sem blóðhlutagjöf fengu. Blóðrauði fyrir rauðkornagjöf var að meðaltali 88g/L. Blóðrauði var >90 g/L fyrir gjöf í 44% tilfella, þar af 5% við blóðrauða >100 g/L. Próthrombínstími var að meðaltali 21,3 sek fyrir blóðvatnsgjöf en um 80% blóðvatnseininga voru gefnar á storku- próf < eðlilegt storkuprófsgildi x 1,5. Blóðflögur voru að meðaltali fyrir blóðflögugjöf 75 þús./pL en í 33% tilfella voru blóðflögur gefnar á gildi >100 þús./pL. Ályktanir: Klínískum leiðbeiningum þarf að fylgja betur hvað varðar allar blóðhlutagjafir. Hlutfall gjörgæslusjúklinga sem fengu blóðhluta er lágt en þeir fá marga blóðhluta. Brýnt er að gera framsýna rann- sókn til að skilgreina ástæður blóðhlutagjafa og meta nánar fylgni við leiðbeiningar. E 34 Dánartíðni eftir eitrun af völdum metýlklóríðs Vilhjálmur Rafnsson Rannsóknarstofu í heilbrigöisfræði, læknadeild Hí vilraf@hi.is Inngangur: I fiskiróðri togarans Röðuls, á árinu 1963, lak kælivökvinn metýlklóríð úr kælikerfinu og olli bráðri eitrun hjá undirmönnunum, en kælikerfið var staðsett undir vistarverum þeirra. Einn maður um borð dó af völdum eitrunarinnar. Metýlklóríð er litar- og lyktarlaus lofttegund. Rannsókn á undirmönnunum 13 árum eftir slysið sýndi að þeir höfðu væg en varanleg einkenni á geði og taugakerfi, sem rekja mátti til eitrunarinnar. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða langtímadánartíðni áhafnarinnar miðað við aðra sjómenn. Efniviður og aðferðir: Þetta er hóprannsókn þar sem útsetti hópurinn er áhöfn Röðuls en ytri samanburðarhópurinn kemur frá skrám yfir sjó- menn. Til samanburðar voru 5 einstaklingar slembivaldir úr skránum, mátaðir með tilliti til aldurs og stöðu (skipstjóri, stýrimenn, vélstjórar og undirmenn). Hópunum var fylgt eftir í Dánarmeinaskrá frá 1963 til árs- loka 2010 og samanburðurinn gerður á ómátuðum en lagskiptum efniviði. Niðurstöður: Af áhöfninni sem varð fyrir eitruninni höfðu 14 af 20 und- irmönnum og 6 af 7 yfirmönnum dáið. í samanburðarhópnum höfðu 49 af 100 undirmönnum og 26 af 35 yfirmönnum dáið. Mantel-Haenszel áhættuhlutfall (MHRR) var 1,89, 95% öryggismörk (CI) 1,16-3,08 vegna allra dánarmeina, MHRR var 2,81; 95% CI 1,23-6,43 vegna bráðra hjarta-/ æðasjúkdóma og MHRR var 13,17; 95% CI 1,34-129,27 vegna sjálfsvíga. Ályktanir: Eftirfylgni þessa litla hóps sem varð fyrir metýlklóríð-eitrun fyrir 48 árum sýndi hækkaða dánartíðni vegna allra dánarmeina, bráðra hjarta- og æðasjúkdóma og sjálfsvíga. Styrkleiki rannsóknarinnar felst í notkun lýðskráa og að samanburðarhópurinn hafði sömu stöðu, sem óbeint leiðréttir fyrir truflandi þáttum, svo sem þjóðfélagsþrepi, vinnureynslu, lífsháttum eins og reykingavenjum, notkun áfengis og mataræðis. E 35 Dreifingar kransæðakalks í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar Elías Freyr Guðmundsson1, Vilmundur Guðnason1-2, Sigurður Sigurðsson ’, Lenore J. Launer3, Tamara B. Harris3, Thor Aspelund u ‘Hjartavemd, 2læknadeild HÍ, 3Laboratory of Epidemiology, Demography and Biometry, Intramural Research Program, Nat. Inst. Aging, Bethesda, BNA elias@hjarta.is Inngangur: Kalk í kransæðum (coronary cirtery calcium, CAC ) er merki um langt gengna æðakölkun. Magn kransæðakalks er venjulega mælt með Agatston-aðferð. Dreifing kalks er sérstök þar sem núll gildi eru algeng en dreifing jákvæðra gilda er mjög skekkt með mikla spönn. Við lýstum mældu kalki í þýði aldraðra og bárum saman tölfræðiaðferðir til að lýsa dreifingum. Efniviður og aðferðir: Lýðgrunduð gögn úr Öldrunarannsókn Hjartaverndar yfir 5764 einstaklinga á aldrinum 66-96 ára voru greind með lýsandi tölfræði og samanburði á aðhvarfsgreiningum: i) línuleg aðhvarfsgreining á ln(CAC+l) og Box-Cox(CAC+l) vörpuðu kalki, ii) hlutfallsmarka-aðhvarfsgreining (quantile regression) og iii) núll þanin neikvæð tvíkosta (zero inflated negative binomial) aðhvarfsgreining. Aðferðir voru bomar saman með tilliti til mátgæða (goodness of fit) og talningu á fjölda marktækra tengsla við þekkta áhættuþætti kransæða- sjúkdóma. Niðurstöður: Algengi kalks í þýðinu var hátt og mun meira mældist hjá körlum en konum. Konur höfðu hærra hlutfall núll gilda en karlar. Sterk tengsl voru milli kalks og aldurs, sögu um kransæðasjúkdóm og skella í hálsslagæð. Tengsl þekktra áhættaþátta við kalk voru mismikil milli kynja. Þekktir áhættuþættir skýrðu aðeins um 16% af breytileika í kalki. Að þessu leyti voru niðurstöður svipaðar milli aðferða. Núll þanin neikvæð tvíkosta-aðhvarfsgreining gaf bestar niðurstöður með tilliti til mátgæða og spáðu hlutfalli núll kalkgilda. Ályktanir: Kransæðakalk var algengt hjá öldruðum og er tengt mörgum áhættuþættum hjarta- og æðasjúkdóma. Hins vegar útskýrðu áhættu- þætttir lágt hlutfall breytileika í kalki og hugsanlega eru ófundnir þættir sem lýsa dreifingunum betur. Niðurstöður gefa til kynna að hin hefð- bundna aðhvarfsgreining á ln(CAC+l) eigi enn við til að finna tengsl kalks við áhættuþætti. E 36 Tengsl snemmbærs kynþroska stúlkna við dauðsföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma Cindy Mari Imai1, Ingibjörg Gunnarsdóttir1-2, Vilmundur Guðnason3-4, Thor Aspelund3-4, Bryndís Eva Birgisdóttir1, Inga Þórsdóttir1'2, Þórhallur Ingi Halldórsson1-2 ’Rannsóknastofa í næringarfræði HÍ og Landspítala, 2matvæla- og næringarfræðideild heil- brigðisvísindasviði HÍ, ’Hjartavemd, 4læknadeild HÍ cmi1@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl snemmbærs kynþroska LÆKNAblaðið 2013/99 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.