Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 40
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 73
notendamiðaða nálgun. Sjálfsmatið varpaði ljósi á heilsufarsvandamál
sjúklinganna og alvarleika þeirra, svo sem verki, þreytu, svefntruflanir
og sálræn vandamál og notkun þess mótaði viðtöl hjúkrunarfræðinga
við sjúklinga. í athugun kom fram að hjúkrunarfræðingamir höfðu
þróað árangursríka samtalstækni til að vinna með sjálfsmatið. Hins
vegar nýttist sjálfmatið ekki vel í þverfaglegu samstarfi.
Alyktanir: Sjálfsmatið mótaði samskipti hjúkrunarfræðinga og sjúk-
linga og auðveldaði notendamiðað heilsufarsmat en nýttist ekki vel í
þverfaglegu samstarfi. Niðurstöður geta nýst við þróun sjálfsmatsins.
E 95 Gæfusporin - mat á langtímaárangri þverfaglegra með-
ferðarúrræða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku
Sigrún Sigurðardóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Sóley S. Bender
Háskólanum á Akureyri og Háskóla íslands
sigrunsig@unak.is
Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að meta langtíma árangur
Gæfusporanna, þverfaglegra meðferðarúrræða fyrir þolendur kyn-
ferðislegs ofbeldis í æsku. Gæfusporin vom þróunar- og uppbyggingar-
verkefni en ekki hafði áður verið boðið upp sambærileg úrræði á íslandi
fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknaraðferðin er eigindleg, Vancouver-
skólinn í fyrirbærafræði. Tekin voru viðtöl við 12 konur með sögu um
kynferðislegt ofbeldi sem tóku þátt í Gæfusporunum, 10 vikna meðferð
með jóga, líkamsvitund, sálfræðihóp, tjáningu, fræðslu, hreyfingu, djúp-
slökun, höfuðbeina- og spjaldbeinsmeðferð, svæða- og viðbragðsmeð-
ferð, sálfræðiviðtölum, nuddi og heilsuráðgjöf. Viðtöl voru tekin við
konurnar 12-15 mánuðum eftir að verkefninu lauk.
Niðurstöður: Allar konurnar voru í upphafi verkefnisins félagslega
einangraðar, áttu við mjög flókin heilsufarsleg vandamál að stríða, þær
voru með mjög brotna sjálfsmynd, treystu sér ekki í vinnu eða nám og
hafði líðan þeirra veruleg áhrif á fjölskyldu þeirra og lífsgæði. Jákvæðan
árangur mátti sjá varðandi alla þessa þætti hjá flest öllum konunum
12-15 mánuðum eftir að verkefninu lauk. Allar konurnar nema ein voru
komnar með aukna starfsgetu eftir verkefnið og eru komnar í vinnu,
nám eða áframhaldandi starfsendurhæfingu.
Ályktanir: Með því að byggja einstakling markvisst upp eftir áföll, sem
kynferðislegt ofbeldi er, með heildrænum þverfaglegum meðferðarúr-
ræðum næst árangur er lýtur að einstaklingnum en einnig hans nánasta
umhverfi og samfélaginu í heild. Það skiptir máli fyrir heilsufar, andlega
líðan, félagsleg tengsl og virkni einstaklingsins. Sterk áfallastreituein-
kenna í upphafi gefur til kynna mikilvægi þess að meta slík einkenni hjá
þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.
E 96 Tilraunabólusetning gegn sumarexemi, samanburður á
sprautunarstað og prófun á ónæmisglæði
Sigríður Jónsdóttir', Eman Hamza2, Jozef Janda2, Benjamin Wizel3, Eliane Marti2,
Vilhjálmur Svansson', Sigurbjörg Þorsteinsdóttir'
‘Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern, Sviss, 3Inter-
cell, Vín, Austurríki
sij9@hi.is
Inngangur: Sumarexem er ofnæmi í hrossum með framleiðslu á IgE
mótefnum. Sjúkdómurinn orsakast af próteinum úr bitkirtlum smámýs
(Culicoides spp.) en það lifir ekki á íslandi. íslenskir hestar sem fluttir
eru út og eru útsettir fyrir smámýi fá sumarexem í allt að 50% tilfella.
Við höfum framleitt og hreinsað ofnæmisvakana sem valda exeminu.
Markmið rannsóknarinnar var að þróa ónæmismeðferð gegn sumarex-
emi. Borin er saman bólusetning á hestum, í húð og í eitla, með fjórum
hreinsuðum ofnæmisvökum með Thl stýrandi ónæmisglæði og án hans.
Efniviður og aðferðir: Tólf hestar voru bólusettir þrisvar sinnum með
fjórum endurröðuðum ofnæmisvökum úr C. nucbeculosus framleiddum
í E. coli og IC31Öglæði frá Intercell. Sex hestar voru sprautaðir í húð,
með eða án glæðis og sex hestar í kjálkabarðseitla, með eða án glæðis.
Hvítfrumur voru örvaðar in vitro fyrir mælingar á boðefnum og mótefni
í sermi mæld í elísuprófi og ónæmisþrykki. Ofnæmi var prófað með
súlfídoleukotrín losunarprófi og húðprófi.
Niðurstöður: Ekki sáust breytingar í blóðmynd né skaðleg áhrif á
hrossin. Ofnæmisvaka-sérvirk IgG svörun var öflugust ef sprautað
var í eitla með glæði. Framleiðsla á smámýs-sérvirku IgE jókst lítillega
eftir þriðju bólusetningu en var mun lægri en hjá sumarexemshestum.
Ekki fengust marktækar niðurstöður úr boðefnamælingum vegna bak-
grunnsörvunar. Hestarnir voru neikvæðir í ofnæmisprófum.
Ályktanir: Bólusetning með próteinum í IC31® glæði í eitla og í húð á
hestum ræsti ónæmissvar án aukaverkana og án marktækrar IgE fram-
leiðslu. Betri svörun fékkst með því að sprauta í eitla en í húð og mun
öflugra svar fékkst með því að nota glæðinn.
Þakkir: RANNIS, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Rannsóknasjóður
HÍ, Þróunarfjárframlag til hrossaræktar, VETSUISSE.
E 97 Leit að mögulegum heilsuvísum í lirfueldi þorsks
Bergljót Magnadóttir', Sigríður S. Auðunsdóttir', Sigríður Guðmundsdóttir', Valerie
H. Maier2, Sigrun Lange3, Birkir Þór Bragason'
'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, 'Maternal and
Fetal Medicine, University College London
bergmagn@hi.is
Inngangur: Þorsklirfur eru háðar meðfæddum (innaté) ónæmis-
vörnum eingöngu í 10-12 vikur eftir klak og eru á sama tíma undir
álagi vegna upphafs fæðutöku, mikils vaxtarhraða og myndbreyt-
ingar. Grunnþekking á ónæmiskerfi þorsklirfa er nauðsynleg við mat á
áhrifum meðhöndlunar fyrir bætt sjúkdómsþol. Rannsóknir á samspili
ónæmiskerfisins og fósturþroska eru mikilvægar þegar haft er í huga
lykilhlutverk ónæmiskerfisins í samvægingu (homeostasis).
Efniviður og aðferðir: Þorsklirfur á mismunandi þroskastigi komu úr
tveimur sýnatökum: 1. lirfur, 2-85 dögum eftir klak, festar í formalín,
steyptar í paraffín og þunnsneiðar greindar með ónæmisvefjalitun með
mótefnum gegn pentraxínum (í þorski (Gadus morhua L.) CRP-PI og
CRP-PII) og 2) lirfur, 0-27 dögum eftir klak, í RNAlaterr® fyrir magn-
bundna rauntíma PCR greiningu (RTqPCR) á tjáningu pentraxína og
transferríns, þekkt bráðaprótin í ýmsum fisktegundum.
Niðurstöður: Munur var á tjáningu CRP-PI og CRP-PII í vefjum. Báðir
þættir greindust snemma í lifur en 50 dögum eftir klak var CRP-PI svo
til horfið en CRP- PII enn til staðar. CRP-PI en ekki CRP-PII sást í auga
og heila 35 dögum eftir klak. CRP-II en ekki CRP-I greindist í goblet-
frumum í innyflum. Miðað við genatjáningu við klak dró úr tjáningu
CRP-PI og CRP-PII í fyrstu viku eftir klak en jókst aftur í þriðju og
fjórðu viku. Tjáning transferríns var allt tímabilið hærri en við klak og í
hámarki 15 dögum eftir klak. I öllum tilfellum sást tímabundin lækkun
á tjáningu þessara þriggja þátta á degi 17 þegar Artimiu (krabbadýr) var
bætt í fóðrið.
Ályktanir: Þorska pentraxínin CRP-PI og CRP-PII sýndu mismunandi
prótín- og genatjáningu á fyrstu vikum eftir klak. Transferrín, fremur
en pentraxín, er líklegur heilsuvísir í lirfueldi. Öll meðhöndlun, þar
40 LÆKNAblaðið 2013/99