Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 40
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 notendamiðaða nálgun. Sjálfsmatið varpaði ljósi á heilsufarsvandamál sjúklinganna og alvarleika þeirra, svo sem verki, þreytu, svefntruflanir og sálræn vandamál og notkun þess mótaði viðtöl hjúkrunarfræðinga við sjúklinga. í athugun kom fram að hjúkrunarfræðingamir höfðu þróað árangursríka samtalstækni til að vinna með sjálfsmatið. Hins vegar nýttist sjálfmatið ekki vel í þverfaglegu samstarfi. Alyktanir: Sjálfsmatið mótaði samskipti hjúkrunarfræðinga og sjúk- linga og auðveldaði notendamiðað heilsufarsmat en nýttist ekki vel í þverfaglegu samstarfi. Niðurstöður geta nýst við þróun sjálfsmatsins. E 95 Gæfusporin - mat á langtímaárangri þverfaglegra með- ferðarúrræða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku Sigrún Sigurðardóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Sóley S. Bender Háskólanum á Akureyri og Háskóla íslands sigrunsig@unak.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að meta langtíma árangur Gæfusporanna, þverfaglegra meðferðarúrræða fyrir þolendur kyn- ferðislegs ofbeldis í æsku. Gæfusporin vom þróunar- og uppbyggingar- verkefni en ekki hafði áður verið boðið upp sambærileg úrræði á íslandi fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku. Efniviður og aðferðir: Rannsóknaraðferðin er eigindleg, Vancouver- skólinn í fyrirbærafræði. Tekin voru viðtöl við 12 konur með sögu um kynferðislegt ofbeldi sem tóku þátt í Gæfusporunum, 10 vikna meðferð með jóga, líkamsvitund, sálfræðihóp, tjáningu, fræðslu, hreyfingu, djúp- slökun, höfuðbeina- og spjaldbeinsmeðferð, svæða- og viðbragðsmeð- ferð, sálfræðiviðtölum, nuddi og heilsuráðgjöf. Viðtöl voru tekin við konurnar 12-15 mánuðum eftir að verkefninu lauk. Niðurstöður: Allar konurnar voru í upphafi verkefnisins félagslega einangraðar, áttu við mjög flókin heilsufarsleg vandamál að stríða, þær voru með mjög brotna sjálfsmynd, treystu sér ekki í vinnu eða nám og hafði líðan þeirra veruleg áhrif á fjölskyldu þeirra og lífsgæði. Jákvæðan árangur mátti sjá varðandi alla þessa þætti hjá flest öllum konunum 12-15 mánuðum eftir að verkefninu lauk. Allar konurnar nema ein voru komnar með aukna starfsgetu eftir verkefnið og eru komnar í vinnu, nám eða áframhaldandi starfsendurhæfingu. Ályktanir: Með því að byggja einstakling markvisst upp eftir áföll, sem kynferðislegt ofbeldi er, með heildrænum þverfaglegum meðferðarúr- ræðum næst árangur er lýtur að einstaklingnum en einnig hans nánasta umhverfi og samfélaginu í heild. Það skiptir máli fyrir heilsufar, andlega líðan, félagsleg tengsl og virkni einstaklingsins. Sterk áfallastreituein- kenna í upphafi gefur til kynna mikilvægi þess að meta slík einkenni hjá þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. E 96 Tilraunabólusetning gegn sumarexemi, samanburður á sprautunarstað og prófun á ónæmisglæði Sigríður Jónsdóttir', Eman Hamza2, Jozef Janda2, Benjamin Wizel3, Eliane Marti2, Vilhjálmur Svansson', Sigurbjörg Þorsteinsdóttir' ‘Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern, Sviss, 3Inter- cell, Vín, Austurríki sij9@hi.is Inngangur: Sumarexem er ofnæmi í hrossum með framleiðslu á IgE mótefnum. Sjúkdómurinn orsakast af próteinum úr bitkirtlum smámýs (Culicoides spp.) en það lifir ekki á íslandi. íslenskir hestar sem fluttir eru út og eru útsettir fyrir smámýi fá sumarexem í allt að 50% tilfella. Við höfum framleitt og hreinsað ofnæmisvakana sem valda exeminu. Markmið rannsóknarinnar var að þróa ónæmismeðferð gegn sumarex- emi. Borin er saman bólusetning á hestum, í húð og í eitla, með fjórum hreinsuðum ofnæmisvökum með Thl stýrandi ónæmisglæði og án hans. Efniviður og aðferðir: Tólf hestar voru bólusettir þrisvar sinnum með fjórum endurröðuðum ofnæmisvökum úr C. nucbeculosus framleiddum í E. coli og IC31Öglæði frá Intercell. Sex hestar voru sprautaðir í húð, með eða án glæðis og sex hestar í kjálkabarðseitla, með eða án glæðis. Hvítfrumur voru örvaðar in vitro fyrir mælingar á boðefnum og mótefni í sermi mæld í elísuprófi og ónæmisþrykki. Ofnæmi var prófað með súlfídoleukotrín losunarprófi og húðprófi. Niðurstöður: Ekki sáust breytingar í blóðmynd né skaðleg áhrif á hrossin. Ofnæmisvaka-sérvirk IgG svörun var öflugust ef sprautað var í eitla með glæði. Framleiðsla á smámýs-sérvirku IgE jókst lítillega eftir þriðju bólusetningu en var mun lægri en hjá sumarexemshestum. Ekki fengust marktækar niðurstöður úr boðefnamælingum vegna bak- grunnsörvunar. Hestarnir voru neikvæðir í ofnæmisprófum. Ályktanir: Bólusetning með próteinum í IC31® glæði í eitla og í húð á hestum ræsti ónæmissvar án aukaverkana og án marktækrar IgE fram- leiðslu. Betri svörun fékkst með því að sprauta í eitla en í húð og mun öflugra svar fékkst með því að nota glæðinn. Þakkir: RANNIS, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Rannsóknasjóður HÍ, Þróunarfjárframlag til hrossaræktar, VETSUISSE. E 97 Leit að mögulegum heilsuvísum í lirfueldi þorsks Bergljót Magnadóttir', Sigríður S. Auðunsdóttir', Sigríður Guðmundsdóttir', Valerie H. Maier2, Sigrun Lange3, Birkir Þór Bragason' 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, 'Maternal and Fetal Medicine, University College London bergmagn@hi.is Inngangur: Þorsklirfur eru háðar meðfæddum (innaté) ónæmis- vörnum eingöngu í 10-12 vikur eftir klak og eru á sama tíma undir álagi vegna upphafs fæðutöku, mikils vaxtarhraða og myndbreyt- ingar. Grunnþekking á ónæmiskerfi þorsklirfa er nauðsynleg við mat á áhrifum meðhöndlunar fyrir bætt sjúkdómsþol. Rannsóknir á samspili ónæmiskerfisins og fósturþroska eru mikilvægar þegar haft er í huga lykilhlutverk ónæmiskerfisins í samvægingu (homeostasis). Efniviður og aðferðir: Þorsklirfur á mismunandi þroskastigi komu úr tveimur sýnatökum: 1. lirfur, 2-85 dögum eftir klak, festar í formalín, steyptar í paraffín og þunnsneiðar greindar með ónæmisvefjalitun með mótefnum gegn pentraxínum (í þorski (Gadus morhua L.) CRP-PI og CRP-PII) og 2) lirfur, 0-27 dögum eftir klak, í RNAlaterr® fyrir magn- bundna rauntíma PCR greiningu (RTqPCR) á tjáningu pentraxína og transferríns, þekkt bráðaprótin í ýmsum fisktegundum. Niðurstöður: Munur var á tjáningu CRP-PI og CRP-PII í vefjum. Báðir þættir greindust snemma í lifur en 50 dögum eftir klak var CRP-PI svo til horfið en CRP- PII enn til staðar. CRP-PI en ekki CRP-PII sást í auga og heila 35 dögum eftir klak. CRP-II en ekki CRP-I greindist í goblet- frumum í innyflum. Miðað við genatjáningu við klak dró úr tjáningu CRP-PI og CRP-PII í fyrstu viku eftir klak en jókst aftur í þriðju og fjórðu viku. Tjáning transferríns var allt tímabilið hærri en við klak og í hámarki 15 dögum eftir klak. I öllum tilfellum sást tímabundin lækkun á tjáningu þessara þriggja þátta á degi 17 þegar Artimiu (krabbadýr) var bætt í fóðrið. Ályktanir: Þorska pentraxínin CRP-PI og CRP-PII sýndu mismunandi prótín- og genatjáningu á fyrstu vikum eftir klak. Transferrín, fremur en pentraxín, er líklegur heilsuvísir í lirfueldi. Öll meðhöndlun, þar 40 LÆKNAblaðið 2013/99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.