Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 71
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 73
V 7 Líkamsímynd, sjálfstraust og þunglyndi ungmenna
Silja Rut Jónsdóttir1, Jakob Smári1, Eiríkur Öm Amarson1,2
1 Háskóla íslands, -sálfræðiþjónustu geðsviðs Landspítala
silja.rut.jonsdottir@reykjavik.is
Inngangur: Markmið rannsóknar var að athuga sálmælanlega eiginleika
íslenskrar þýðingar BESAA kvarða (Body Esteem Scale for Adolescents
and Adults) sem metur líkamsímynd og tengsl á milli líkamsímyndar,
sjálfstrausts og þunglyndis hjá ungmennum.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 316 nemendur úr 6.-8.
bekk fjögurra grunnskóla, tveggja á höfuðborgarsvæði og tveggja á
landsbyggð. Þrír sjálfsmatskvarðar voru lagðir fyrir; CDI (Childrens
Depression Inventory) sem metur þunglyndi, BESAA og PCSC
(Perceived Competence Scale for Children) sem metur sjálfstraust.
Niðurstöður: Innri áreiðanleiki allra kvarða var nokkuð hár og BESAA
hafði mestan áreiðanleika, 0,95. Ahvarfsgreining sýnir að BE-útlit hefur
spásagnargildi um þunglyndi að teknu tilliti til kyns, aldurs og sjálfs-
trausts. Sjálfstraust spáir fyrir um 56,1% af dreifingu þunglyndis en
BESAA bætir spána um 5,2% og er BE-útlit eini undirkvarðinn með
marktækan beta stuðul. Tvíhliða dreifigreining var gerð á CDI, og
undirkvörðum BESAA til að komast að því hvort munur væri á skorum
kvarðanna eftir aldri og kyni. Fyrir BE-útlit kom fram marktækur
munur bæði eftir kyni (F(l,308) =13.847, p<0,001) og aldri þar sem eldri
börn skoruðu lægra en þau yngri (F(2,308) =5.546, p=0,004. Fyrir BE-vigt
kom einnig fram marktækur munur fyrir kyn (F(l,307) =9.713, p = 0,002)
þar sem stúlkur skoruðu lægra en drengir og aldur þar sem eldri böm
skoruðu lægra en þau yngri (F(2,307) =4.706, p< 0,01).
Alyktanir: Niðurstöður sýna að sjálfstraust og líkamsímynd spá fyrir
um þunglyndi. Líkamsímynd er lakari meðal stúlkna en drengja og
meðal eldri bama en yngri og í samræmi við niðurstöður fyrri rann-
sókna. Niðurstöður benda til að við forvörn þunglyndis ungmenna
þurfi að beina athygli betur að líkamsímynd en áður hefur verið gert.
V 8 Sálmælingalegir eiginleikar AX-reiðitjáningarkvarðans
Bima María Antonsdóttir1, Stella Sigurbjörg Magnúsdóttir1, Jakob Smári1, Eiríkur
Öm Amarson2-3
'Sálfræðideild og 3læknadeild HÍ, 3sálfræðiþjónustu á geðsviði Landspítala
bma1@hi.is
Inngangur: Athugaðir vom sálmælingalegir eiginleikar reiðitjáning-
arkvarðans (Anger Expression Scale - AX), til þess að meta tjáningu
reiði. Einnig voru könnuð tengsl AX og undirkvarða þess við þung-
lyndisprófið Children's Depression Inventory (CDI), sem notað er til að
meta geðlægð barna og ungmenna.
Efniviður og aðferðir: Kvarðarnir voru lagðir fyrir hóp ungmenna, en
úrtak takmarkaðist við þá sem mættu greiningarviðmiðum varðandi
hættu á þunglyndi. Þátttakendur voru 200 ungmenni í 9. bekk grunn-
skóla, 99 drengir (49,5%) og 101 stúlka (50,5%).
Niðurstöður: Þáttagreining AX-kvarðans studdi við þriggja þátta líkan:
reiðistjómun (RS), reiði sem beinist út á við (RU) og reiði sem beinist inn
á við (RI). Þættimir skýra 45,6% af hlutfalli dreifingar fullyrðinganna
og vom sambærilegir við niðurstöður fyrri rannsókna. Areiðanleiki
undirkvarða var viðunandi. Flestar neiðkvæðar hleðslur hlóðu á þátt
reiðistjómunar sem sýnir að hann er andhverfa hinna þáttanna. Stúlkur
skoruðu hærra á RI sem bendir til að þær byrgi reiði sína fremur inni
en drengir. Ekki var kynjamunur á RS og RÚ. Jákvæð fylgni var á milli
CDI og RI og benti til að þeir sem byrgja inni reiði sína skori hærra á
þunglyndiskvarðanum CDI. Neikvæð fylgni var á milli CDI og RS.
Undirkvarðar AX-kvarðans spáðu fyrir um 17% af dreifingu skora á
CDI. Forspárhæfni besta líkansins með RS og RI var marktæk með F (2,
181) =18,46 og p<0,001.
Ályktanir: Mikilvægt er að kanna ólíkar hliðar reiði við mat á þunglyndi
og meðferð þess hjá ungmennum.
V 9 Bakteríuræktun miðeyrnavökva barna sem koma í röraðgerð
Atli Steinn Valgarðsson1, Ásgeir Haraldsson12, Helga Erlendsdóttir3, Karl G.
Kristinsson1-3, Kristján Guðmundsson*, Hannes Petersen13
'Læknadeild HÍ, 2Ðamaspítala Hringsins, 'sýklafræðideild Landspítala, *Handlæknastöðinni
Glæsibæ, 5háls- nef- og eymadeild Landspítala
asv8@hi.is
Inngangur: Miðeymabólga er einn algengasti sjúkdómur íslenskra
bama á leikskólaaldri og algengasta ástæða ávísunar sýklalyfja til barna
og skurðaðgerða á bömum. Meingerðin er aðallega vegna meinvaldandi
baktería sem berast frá nefkoki í miðeyrað og þá helst S. pneumoniae, H.
influenzae og M. catnrrlwlis auk annarra. Tilgangur rannsóknarinnar er
að varpa ljósi á hvort og þá hvaða bakteríur ræktast úr miðeyrnavökva
barna og hvort bakteríusamsetning miðeymavökvans hafi breyst á
síðustu ámm.
Efniviður og aðferðir: Þýðið var öll börn á aldrinum 0-12 ára með heila
hljóðhimnu sem skráð voru í hljóðhimnuástungu eða röraísetningu
með eða án háls- og/eða nefkirtlatöku á tímabilinu 26.3.2012-7.5.2012 á
Flandlæknastöðinni í Glæsibæ. Samþykkis var aflað frá forráðamönnum
sem fylltu einnig út spurningalista varðandi sögu bamsins. Við aðgerð-
ina var miðeymavökva safnað í soggildrur og hann ræktaður á hefð-
bundinn hátt á sýklafræðideild Landspítala.
Niðurstöður: Af 130 bömum voru 19 með þurr eyru og átta útilokuð
af öðmm ástæðum. Alls fékkst 171 miðeyrnasýni frá 103 bömum. Úr
62 (36%) þeirra ræktaðist ekkert, H. influenzae ræktaðist úr 42 (25%)
sýnum, M. catarrhalis 16 (21%), S. pneumoniœ fimm (3%) og S. pyogenes úr
tveimur (1%). Aðrar bakteríur sem ræktuðust voru flokkaðar sem líkleg
mengun. Tæplega fjórðungur bamanna voru á sýklalyfjum daginn fyrir
aðgerð og um 38% vom bólusett fyrir S. pneumoniae.
Ályktanir: Vitað er að pneumókokkar valda flestum alvarlegustu fylgi-
kvillum miðeyrnabólgu. Marktæk fækkun pneumókokka frá 2008 gæti
bent til þess að bein áhrif eða hjarðáhrif bólusetningar gegn pneumó-
kokkum séu þegar kominn fram. Þessi þróun er jákvæð en mikilvægt er
að staðfesta hana með enn stærri rannsókn.
V 10 Heilahimnubólga af völdum baktería í börnum á íslandi
Kolfinna Snæbjamardóttir1, Helga Erlendsdóttir1-2, Magnús Gottfreðsson1-3, Hjördís
Harðardóttir1-4, Hörður Harðarson1-4, Þórólfur Guðnason1-4'5, Ásgeir Haraldsson1-4
'Læknadeild HÍ, 2sýklafræðideild, 3smitsjúkdómadeild og 4Bamaspítala Hringsins Landspítala,
5landlæknisembættinu
kos15@hi.is
Inngangur: Heilahimnubólga af völdum baktería er lífshættulegur sjúk-
dómur og veldur dauða í börnum og fullorðnum í þróunarlöndum og á
Vesturlöndum. Markmið rannsóknarinnar var að finna hvaða bakteríur
valda heilahimnubólgu hjá bömum á íslandi, meta faraldsfræðilega
þætti og rannsaka hvort orsakir sjúkdómsins hafi breyst frá 1975-2010.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði frá 1995
til 2010. Leitað var tilfella í ræktunarniðurstöðum sýklafræðideildar
Landspítalans, sjúkraskrám Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri
LÆKNAblaðið 2013/99 71