Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 71
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 V 7 Líkamsímynd, sjálfstraust og þunglyndi ungmenna Silja Rut Jónsdóttir1, Jakob Smári1, Eiríkur Öm Amarson1,2 1 Háskóla íslands, -sálfræðiþjónustu geðsviðs Landspítala silja.rut.jonsdottir@reykjavik.is Inngangur: Markmið rannsóknar var að athuga sálmælanlega eiginleika íslenskrar þýðingar BESAA kvarða (Body Esteem Scale for Adolescents and Adults) sem metur líkamsímynd og tengsl á milli líkamsímyndar, sjálfstrausts og þunglyndis hjá ungmennum. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 316 nemendur úr 6.-8. bekk fjögurra grunnskóla, tveggja á höfuðborgarsvæði og tveggja á landsbyggð. Þrír sjálfsmatskvarðar voru lagðir fyrir; CDI (Childrens Depression Inventory) sem metur þunglyndi, BESAA og PCSC (Perceived Competence Scale for Children) sem metur sjálfstraust. Niðurstöður: Innri áreiðanleiki allra kvarða var nokkuð hár og BESAA hafði mestan áreiðanleika, 0,95. Ahvarfsgreining sýnir að BE-útlit hefur spásagnargildi um þunglyndi að teknu tilliti til kyns, aldurs og sjálfs- trausts. Sjálfstraust spáir fyrir um 56,1% af dreifingu þunglyndis en BESAA bætir spána um 5,2% og er BE-útlit eini undirkvarðinn með marktækan beta stuðul. Tvíhliða dreifigreining var gerð á CDI, og undirkvörðum BESAA til að komast að því hvort munur væri á skorum kvarðanna eftir aldri og kyni. Fyrir BE-útlit kom fram marktækur munur bæði eftir kyni (F(l,308) =13.847, p<0,001) og aldri þar sem eldri börn skoruðu lægra en þau yngri (F(2,308) =5.546, p=0,004. Fyrir BE-vigt kom einnig fram marktækur munur fyrir kyn (F(l,307) =9.713, p = 0,002) þar sem stúlkur skoruðu lægra en drengir og aldur þar sem eldri böm skoruðu lægra en þau yngri (F(2,307) =4.706, p< 0,01). Alyktanir: Niðurstöður sýna að sjálfstraust og líkamsímynd spá fyrir um þunglyndi. Líkamsímynd er lakari meðal stúlkna en drengja og meðal eldri bama en yngri og í samræmi við niðurstöður fyrri rann- sókna. Niðurstöður benda til að við forvörn þunglyndis ungmenna þurfi að beina athygli betur að líkamsímynd en áður hefur verið gert. V 8 Sálmælingalegir eiginleikar AX-reiðitjáningarkvarðans Bima María Antonsdóttir1, Stella Sigurbjörg Magnúsdóttir1, Jakob Smári1, Eiríkur Öm Amarson2-3 'Sálfræðideild og 3læknadeild HÍ, 3sálfræðiþjónustu á geðsviði Landspítala bma1@hi.is Inngangur: Athugaðir vom sálmælingalegir eiginleikar reiðitjáning- arkvarðans (Anger Expression Scale - AX), til þess að meta tjáningu reiði. Einnig voru könnuð tengsl AX og undirkvarða þess við þung- lyndisprófið Children's Depression Inventory (CDI), sem notað er til að meta geðlægð barna og ungmenna. Efniviður og aðferðir: Kvarðarnir voru lagðir fyrir hóp ungmenna, en úrtak takmarkaðist við þá sem mættu greiningarviðmiðum varðandi hættu á þunglyndi. Þátttakendur voru 200 ungmenni í 9. bekk grunn- skóla, 99 drengir (49,5%) og 101 stúlka (50,5%). Niðurstöður: Þáttagreining AX-kvarðans studdi við þriggja þátta líkan: reiðistjómun (RS), reiði sem beinist út á við (RU) og reiði sem beinist inn á við (RI). Þættimir skýra 45,6% af hlutfalli dreifingar fullyrðinganna og vom sambærilegir við niðurstöður fyrri rannsókna. Areiðanleiki undirkvarða var viðunandi. Flestar neiðkvæðar hleðslur hlóðu á þátt reiðistjómunar sem sýnir að hann er andhverfa hinna þáttanna. Stúlkur skoruðu hærra á RI sem bendir til að þær byrgi reiði sína fremur inni en drengir. Ekki var kynjamunur á RS og RÚ. Jákvæð fylgni var á milli CDI og RI og benti til að þeir sem byrgja inni reiði sína skori hærra á þunglyndiskvarðanum CDI. Neikvæð fylgni var á milli CDI og RS. Undirkvarðar AX-kvarðans spáðu fyrir um 17% af dreifingu skora á CDI. Forspárhæfni besta líkansins með RS og RI var marktæk með F (2, 181) =18,46 og p<0,001. Ályktanir: Mikilvægt er að kanna ólíkar hliðar reiði við mat á þunglyndi og meðferð þess hjá ungmennum. V 9 Bakteríuræktun miðeyrnavökva barna sem koma í röraðgerð Atli Steinn Valgarðsson1, Ásgeir Haraldsson12, Helga Erlendsdóttir3, Karl G. Kristinsson1-3, Kristján Guðmundsson*, Hannes Petersen13 'Læknadeild HÍ, 2Ðamaspítala Hringsins, 'sýklafræðideild Landspítala, *Handlæknastöðinni Glæsibæ, 5háls- nef- og eymadeild Landspítala asv8@hi.is Inngangur: Miðeymabólga er einn algengasti sjúkdómur íslenskra bama á leikskólaaldri og algengasta ástæða ávísunar sýklalyfja til barna og skurðaðgerða á bömum. Meingerðin er aðallega vegna meinvaldandi baktería sem berast frá nefkoki í miðeyrað og þá helst S. pneumoniae, H. influenzae og M. catnrrlwlis auk annarra. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvort og þá hvaða bakteríur ræktast úr miðeyrnavökva barna og hvort bakteríusamsetning miðeymavökvans hafi breyst á síðustu ámm. Efniviður og aðferðir: Þýðið var öll börn á aldrinum 0-12 ára með heila hljóðhimnu sem skráð voru í hljóðhimnuástungu eða röraísetningu með eða án háls- og/eða nefkirtlatöku á tímabilinu 26.3.2012-7.5.2012 á Flandlæknastöðinni í Glæsibæ. Samþykkis var aflað frá forráðamönnum sem fylltu einnig út spurningalista varðandi sögu bamsins. Við aðgerð- ina var miðeymavökva safnað í soggildrur og hann ræktaður á hefð- bundinn hátt á sýklafræðideild Landspítala. Niðurstöður: Af 130 bömum voru 19 með þurr eyru og átta útilokuð af öðmm ástæðum. Alls fékkst 171 miðeyrnasýni frá 103 bömum. Úr 62 (36%) þeirra ræktaðist ekkert, H. influenzae ræktaðist úr 42 (25%) sýnum, M. catarrhalis 16 (21%), S. pneumoniœ fimm (3%) og S. pyogenes úr tveimur (1%). Aðrar bakteríur sem ræktuðust voru flokkaðar sem líkleg mengun. Tæplega fjórðungur bamanna voru á sýklalyfjum daginn fyrir aðgerð og um 38% vom bólusett fyrir S. pneumoniae. Ályktanir: Vitað er að pneumókokkar valda flestum alvarlegustu fylgi- kvillum miðeyrnabólgu. Marktæk fækkun pneumókokka frá 2008 gæti bent til þess að bein áhrif eða hjarðáhrif bólusetningar gegn pneumó- kokkum séu þegar kominn fram. Þessi þróun er jákvæð en mikilvægt er að staðfesta hana með enn stærri rannsókn. V 10 Heilahimnubólga af völdum baktería í börnum á íslandi Kolfinna Snæbjamardóttir1, Helga Erlendsdóttir1-2, Magnús Gottfreðsson1-3, Hjördís Harðardóttir1-4, Hörður Harðarson1-4, Þórólfur Guðnason1-4'5, Ásgeir Haraldsson1-4 'Læknadeild HÍ, 2sýklafræðideild, 3smitsjúkdómadeild og 4Bamaspítala Hringsins Landspítala, 5landlæknisembættinu kos15@hi.is Inngangur: Heilahimnubólga af völdum baktería er lífshættulegur sjúk- dómur og veldur dauða í börnum og fullorðnum í þróunarlöndum og á Vesturlöndum. Markmið rannsóknarinnar var að finna hvaða bakteríur valda heilahimnubólgu hjá bömum á íslandi, meta faraldsfræðilega þætti og rannsaka hvort orsakir sjúkdómsins hafi breyst frá 1975-2010. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði frá 1995 til 2010. Leitað var tilfella í ræktunarniðurstöðum sýklafræðideildar Landspítalans, sjúkraskrám Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri LÆKNAblaðið 2013/99 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.