Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 41
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 73
með talin fóðurbreyting, hefur áhrif á ónæmiskerfið á fyrstu stigum
lirfueldis.
E 98 Áhrif móður á þróun sumarexems hjá afkvaemi
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir', Vilhjálmur Svansson', Sigríður Jónsdóttir', Lilja
Þorsteinsdóttir', Sara Björk Stefánsdóttir1, Sigríður Björnsdóttir2, Christina Whimer3,
Bettina Wagner3
'Tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum, 'Matvælastofnun, 'dýrasjúkdómadeild Comell Há-
skóla, íþöku, BNA
sibbath@hi.is
Inngangur: Sumarexem er ofnæmi í hestum, orsakað af ofnæmisvökum
úr biti smámýs, (Culicoides spp.) sem lifir ekki á íslandi. Tíðni sjúkdóms-
ins er mun hærri í útfluttum hestum en íslenskum hestum fæddum
erlendis. Umhverfisáhrif í móðurkviði og frumbemsku eru talin skipta
sköpum fyrir hættuna á ofnæmi síðar á ævinni. Sumarexem í íslenskum
hestum er kjörið til að bera saman dýr af sama erfðauppruna, útsett
fyrir ofnæmisvökum á mismunandi þroskaskeiðum. Rannsaka á hvort
sérvirk mótefni í broddmjólk mera sem bitnar hafa verið af smámýi veiti
folöldum þeirra vörn gegn exemimu. Bornir verða saman þrír hópar
sem eru; 1) útsettir fyrir smámýi eftir að ónæmiskerfið er þroskað, 2) út-
settir frá köstun án þess að fá smámýssérvirk mótefni með broddmjólk,
3) útsettir frá köstun en fá smámýssérvirk mótefni með broddmjólk.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á þremur árgöngum af fol-
öldum undan 15 merum og einum stóðhesti. Blóð er tekið reglulega úr
folöldum og hryssum til einangrunar á hvítfrumum og sermi, og sýni úr
broddmjólk. Tjáning ónæmissameinda, boðefna, efnaboða og mótefna
er numin í flæðisjá, elísuprófum og histamínlosunarprófi.
Niðurstöður: Fyrsti árgangur fæddur á Keldum 2011 er enn á Islandi og
bíður útflutnings. Hryssumar voru fluttar til Cornell í febrúar 2012 og
fæddist næsti árgangur þar áður en mæður voru útsettar fyrir smámýi.
Hryssurnar eru nú allar fylfullar og eignast þriðja árgang vorið 2013.
í júlí, fyrsta sumarið eftir útflutning sýndu nokkrar hryssur örlitla
hækkun í smámýssérvirkri histamínlosun. Folöldin hér heima voru
neikvæð, 4,9 og 12 mánaða gömul. Folöldin sem fæddust í Cornell í vor
voru neikvæð á degi 5 og 25 eftir köstun.
Ályktanir: Um er að ræða langtímarannsókn, en að minnsta kosti þrjú
ár þurfa að líða frá fæðingu síðasta árgangsins þar til í ljós kemur hverjir
fá exem.
E 99 Eikósapentaen-sýra dregur úr tjáningu ræsisameinda á
angafrumum án þess að hafa áhrif á getu þeirra til að ræsa ósam-
gena T-frumur í rækt
Swechha Mainali FokharelIA3<, Ama Stefánsdóttiru-3'4, Amór Víkingsson3, Jóna
Freysdóttir2-3-4, Ingibjörg Harðardóttir'
'Lífefna- og sameindalíffræðistofa og 2ónæmisfræðisvið læknadeildar, Lífvísindasetri HÍ, 3rann-
sóknastofu í gigtsjúkdómum og 'ónæmisfræðideild Landspítala
smp4@hi.is
Inngangur: Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur (FÓFS) hafa ónæmis-
temprandi áhrif og eru oft notaðar af sjúklingum með sjálfsofnæmi eða
bólgusjúkdóma. Lítið er vitað um áhrif ómega-3 FÓFS á þroskun og
ræsingu angafrumna (AF) og getu þeirra til að ræsa ósamgena T frumur.
Markmið rannsóknarinnar var að ákvarða áhrif eikósapentaen sýru
(EPA; ómega-3 FÓFS) og arakídon sýru (AA; ómega-6 FÓFS) á ræsingu
AF og getu þeirra til að ræsa ósamgena T frumur.
Efniviður og aðferðir: Mónócýtar voru sérhæfðir í angafrumur án (K-
AF) eða með EPA (EPA-AF) eða AA (AA-AF) til staðar síðustu 24 klst.
AF voru síðan þroskaðar með bólguboðefnum og ræstar með lípópó-
lýsakkaríði. Ræstar AF voru einnig ræktaðar með ósamgena CD4+ T
frumum. Styrkur boðefna í æti var mældur með ELISA aðferð og tjáning
yfirborðssameinda með frumuflæðisjá.
Niðurstöður: Lægra hlutfall af EPA-AF tjáðu ræsisameindimar CD40,
CD80, CD86, HLA-DR, CCR7, PD-IL og DC-SIGN samanborið við
K-AF. AA-AF seyttu meira af IL-23 en EPA-AF eða K-AF og tilhneiging
var til minni seytunar á IL-10 og IL-12p40 og meiri seytunar á IL-6 hjá
EPA-AF og AA-AF miðað við K-AF. Ósamgena T frumur ræktaðar með
EPA-AF eða AA-AF seyttu meira af IFN- og IL-17 en þær sem voru
ræktaðar með K-AF. Enginn munur var á tjáningu T frumna á CD44,
CD54, CD69, PDl, CTLA-4 og CD40L né í frumufjölgun þegar þær voru
ræktaðar með AF sérhæfðum með eða án FÓFS.
Ályktanir: Þrátt fyrir að angafrumur, sem voru sérhæðar með EPA, tjáðu
minna af ræsisameindum hafði það ekki áhrif á getu þeirra til að ræsa
ósamgena T frumur. Aukin seyting EPA-AF og AA-AF á IL-6 og IL-23
(bara AA) gæti stýrt T frumunum í Thl/Thl7boðefnaseytingu.
E 100 Utanfrumufjölsykrur blágrænþörunga úr Bláa lóninu hafa
áhrif á þroska angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena
CD4+ T frumur in vitro
Ása Bryndís Guðmundsdóttir1, Ása Brynjólfsdóttir2, Elín Soffía Ólafsdóttir1, Sesselja
Ómarsdóttir1, Jóna Freysdóttir3'4-5
‘Lyfjafræðideild HÍ, 2Bláa lóninu, 3rannsóknastofu í gigtsjúkdómum og 4ónæmisfræðideild
Landspítala, 5læknadeild HÍ
abg3@hi.is
Inngangur: Kúlulaga blágrænþörungurinn Cyanobacterium aponinum er
ríkjandi lífvera í jarðsjó Bláa lónsins. Psoriasis sjúklingar uppgötvuðu
lækningamátt Bláa lónsins skömmu eftir myndun þess en sjúkdómurinn
er talinn eiga rót sína í truflaðri starfsemi T frumna. Þrátt fyrir vinsældir
lónsins er lítið vitað um ástæður lífvirkni þess. Markmið rannsóknar-
innar var að kanna áhrif fjölsykra, sem blágrænþörungurinn seytir, á
þroska angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur.
Efniviður og aðferðir: Angafrumur sem sérhæfst höfðu in vitro úr
mónócýtum úr mönnum voru þroskaðar með eða án utanfrumufjöl-
sykra. Áhrif utanfrumufjölsykranna voru metin með því að mæla boð-
efnaseytun angafrumnanna með ELISA og tjáningu yfirborðssameinda
þeirra í frumuflæðisjá. Þá voru angafrumur sem höfðu þroskast án eða
í návist utanfrumufjölsykru settar í samrækt með ósamgena CD4+ T
frumum og áhrifin á T frumurnar metin með því að mæla tjáningu
innanfrumu- og yfirborðssameinda í frumuflæðisjá, boðefnaseytun með
ELISA og frumufjölgun með 3H-tímidín upptöku.
Niðurstöður: Angafrumur sem höfðu þroskast í návist utanfrumufjöl-
sykra í styrknum 100 pg/mL seyttu meira magni af IL-10 en angafrumur
þroskaðar án utanfrumufjölsykra. í samrækt T frumna og angafrumna,
sem höfðu þroskast með utanfrumufjölsykrum, mældist einnig marktæk
hækkun í IL-10 seytun samanborið við viðmið og það var tilhneiging til
hærra hlutfalls af T frumum sem tjáðu Foxp3 og IL-10 en lægra hlutfalls
af PD1+ T frumum.
Ályktanir: Utanfrumufjölsykrur sem blágrænþörungurinn C. aponinum
seytir örva angafrumur til að seyta auknu magni af ónæmisbælandi
boðefninu IL-10 og angafrumurnar ræsa ósamgena CD4+ T frumur í
samrækt sem virðast sérhæfast í T bælifrumur (Treg).
LÆKNAblaðið 2013/99 41