Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 41
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 með talin fóðurbreyting, hefur áhrif á ónæmiskerfið á fyrstu stigum lirfueldis. E 98 Áhrif móður á þróun sumarexems hjá afkvaemi Sigurbjörg Þorsteinsdóttir', Vilhjálmur Svansson', Sigríður Jónsdóttir', Lilja Þorsteinsdóttir', Sara Björk Stefánsdóttir1, Sigríður Björnsdóttir2, Christina Whimer3, Bettina Wagner3 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum, 'Matvælastofnun, 'dýrasjúkdómadeild Comell Há- skóla, íþöku, BNA sibbath@hi.is Inngangur: Sumarexem er ofnæmi í hestum, orsakað af ofnæmisvökum úr biti smámýs, (Culicoides spp.) sem lifir ekki á íslandi. Tíðni sjúkdóms- ins er mun hærri í útfluttum hestum en íslenskum hestum fæddum erlendis. Umhverfisáhrif í móðurkviði og frumbemsku eru talin skipta sköpum fyrir hættuna á ofnæmi síðar á ævinni. Sumarexem í íslenskum hestum er kjörið til að bera saman dýr af sama erfðauppruna, útsett fyrir ofnæmisvökum á mismunandi þroskaskeiðum. Rannsaka á hvort sérvirk mótefni í broddmjólk mera sem bitnar hafa verið af smámýi veiti folöldum þeirra vörn gegn exemimu. Bornir verða saman þrír hópar sem eru; 1) útsettir fyrir smámýi eftir að ónæmiskerfið er þroskað, 2) út- settir frá köstun án þess að fá smámýssérvirk mótefni með broddmjólk, 3) útsettir frá köstun en fá smámýssérvirk mótefni með broddmjólk. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á þremur árgöngum af fol- öldum undan 15 merum og einum stóðhesti. Blóð er tekið reglulega úr folöldum og hryssum til einangrunar á hvítfrumum og sermi, og sýni úr broddmjólk. Tjáning ónæmissameinda, boðefna, efnaboða og mótefna er numin í flæðisjá, elísuprófum og histamínlosunarprófi. Niðurstöður: Fyrsti árgangur fæddur á Keldum 2011 er enn á Islandi og bíður útflutnings. Hryssumar voru fluttar til Cornell í febrúar 2012 og fæddist næsti árgangur þar áður en mæður voru útsettar fyrir smámýi. Hryssurnar eru nú allar fylfullar og eignast þriðja árgang vorið 2013. í júlí, fyrsta sumarið eftir útflutning sýndu nokkrar hryssur örlitla hækkun í smámýssérvirkri histamínlosun. Folöldin hér heima voru neikvæð, 4,9 og 12 mánaða gömul. Folöldin sem fæddust í Cornell í vor voru neikvæð á degi 5 og 25 eftir köstun. Ályktanir: Um er að ræða langtímarannsókn, en að minnsta kosti þrjú ár þurfa að líða frá fæðingu síðasta árgangsins þar til í ljós kemur hverjir fá exem. E 99 Eikósapentaen-sýra dregur úr tjáningu ræsisameinda á angafrumum án þess að hafa áhrif á getu þeirra til að ræsa ósam- gena T-frumur í rækt Swechha Mainali FokharelIA3<, Ama Stefánsdóttiru-3'4, Amór Víkingsson3, Jóna Freysdóttir2-3-4, Ingibjörg Harðardóttir' 'Lífefna- og sameindalíffræðistofa og 2ónæmisfræðisvið læknadeildar, Lífvísindasetri HÍ, 3rann- sóknastofu í gigtsjúkdómum og 'ónæmisfræðideild Landspítala smp4@hi.is Inngangur: Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur (FÓFS) hafa ónæmis- temprandi áhrif og eru oft notaðar af sjúklingum með sjálfsofnæmi eða bólgusjúkdóma. Lítið er vitað um áhrif ómega-3 FÓFS á þroskun og ræsingu angafrumna (AF) og getu þeirra til að ræsa ósamgena T frumur. Markmið rannsóknarinnar var að ákvarða áhrif eikósapentaen sýru (EPA; ómega-3 FÓFS) og arakídon sýru (AA; ómega-6 FÓFS) á ræsingu AF og getu þeirra til að ræsa ósamgena T frumur. Efniviður og aðferðir: Mónócýtar voru sérhæfðir í angafrumur án (K- AF) eða með EPA (EPA-AF) eða AA (AA-AF) til staðar síðustu 24 klst. AF voru síðan þroskaðar með bólguboðefnum og ræstar með lípópó- lýsakkaríði. Ræstar AF voru einnig ræktaðar með ósamgena CD4+ T frumum. Styrkur boðefna í æti var mældur með ELISA aðferð og tjáning yfirborðssameinda með frumuflæðisjá. Niðurstöður: Lægra hlutfall af EPA-AF tjáðu ræsisameindimar CD40, CD80, CD86, HLA-DR, CCR7, PD-IL og DC-SIGN samanborið við K-AF. AA-AF seyttu meira af IL-23 en EPA-AF eða K-AF og tilhneiging var til minni seytunar á IL-10 og IL-12p40 og meiri seytunar á IL-6 hjá EPA-AF og AA-AF miðað við K-AF. Ósamgena T frumur ræktaðar með EPA-AF eða AA-AF seyttu meira af IFN- og IL-17 en þær sem voru ræktaðar með K-AF. Enginn munur var á tjáningu T frumna á CD44, CD54, CD69, PDl, CTLA-4 og CD40L né í frumufjölgun þegar þær voru ræktaðar með AF sérhæfðum með eða án FÓFS. Ályktanir: Þrátt fyrir að angafrumur, sem voru sérhæðar með EPA, tjáðu minna af ræsisameindum hafði það ekki áhrif á getu þeirra til að ræsa ósamgena T frumur. Aukin seyting EPA-AF og AA-AF á IL-6 og IL-23 (bara AA) gæti stýrt T frumunum í Thl/Thl7boðefnaseytingu. E 100 Utanfrumufjölsykrur blágrænþörunga úr Bláa lóninu hafa áhrif á þroska angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro Ása Bryndís Guðmundsdóttir1, Ása Brynjólfsdóttir2, Elín Soffía Ólafsdóttir1, Sesselja Ómarsdóttir1, Jóna Freysdóttir3'4-5 ‘Lyfjafræðideild HÍ, 2Bláa lóninu, 3rannsóknastofu í gigtsjúkdómum og 4ónæmisfræðideild Landspítala, 5læknadeild HÍ abg3@hi.is Inngangur: Kúlulaga blágrænþörungurinn Cyanobacterium aponinum er ríkjandi lífvera í jarðsjó Bláa lónsins. Psoriasis sjúklingar uppgötvuðu lækningamátt Bláa lónsins skömmu eftir myndun þess en sjúkdómurinn er talinn eiga rót sína í truflaðri starfsemi T frumna. Þrátt fyrir vinsældir lónsins er lítið vitað um ástæður lífvirkni þess. Markmið rannsóknar- innar var að kanna áhrif fjölsykra, sem blágrænþörungurinn seytir, á þroska angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur. Efniviður og aðferðir: Angafrumur sem sérhæfst höfðu in vitro úr mónócýtum úr mönnum voru þroskaðar með eða án utanfrumufjöl- sykra. Áhrif utanfrumufjölsykranna voru metin með því að mæla boð- efnaseytun angafrumnanna með ELISA og tjáningu yfirborðssameinda þeirra í frumuflæðisjá. Þá voru angafrumur sem höfðu þroskast án eða í návist utanfrumufjölsykru settar í samrækt með ósamgena CD4+ T frumum og áhrifin á T frumurnar metin með því að mæla tjáningu innanfrumu- og yfirborðssameinda í frumuflæðisjá, boðefnaseytun með ELISA og frumufjölgun með 3H-tímidín upptöku. Niðurstöður: Angafrumur sem höfðu þroskast í návist utanfrumufjöl- sykra í styrknum 100 pg/mL seyttu meira magni af IL-10 en angafrumur þroskaðar án utanfrumufjölsykra. í samrækt T frumna og angafrumna, sem höfðu þroskast með utanfrumufjölsykrum, mældist einnig marktæk hækkun í IL-10 seytun samanborið við viðmið og það var tilhneiging til hærra hlutfalls af T frumum sem tjáðu Foxp3 og IL-10 en lægra hlutfalls af PD1+ T frumum. Ályktanir: Utanfrumufjölsykrur sem blágrænþörungurinn C. aponinum seytir örva angafrumur til að seyta auknu magni af ónæmisbælandi boðefninu IL-10 og angafrumurnar ræsa ósamgena CD4+ T frumur í samrækt sem virðast sérhæfast í T bælifrumur (Treg). LÆKNAblaðið 2013/99 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.