Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 38
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 73
Efniviður og aðferðir: Framvirk, lýsandi samanburðarrannsókn með
þremur mælingum meðal sjúklinga og aðstandenda, fyrir aðgerð (tími
1), á sjúkrahúsi (tími 2) og sex til sjö mánuðum eftir aðgerð (tími 3).
Þátttakendur voru aðstandendur sjúklinga sem gangast undir skipu-
lagðar liðskiptaaðgerðir á þremur íslenskum sjúkrahúsum. Gögnum var
safnað með þremur kvörðum, tveir þeirra eru samhliða og mæla annars
vegar væntingar sjúklinga til fræðslu og hins vegar fengna fræðslu.
Niðurstöður: Próffræðilegir eiginleikar kvarða voru ásættanlegir. Á tíma
1 svöruðu 212, á tíma 2,141 aðstandandi og 144 á tíma 3. Meðalaldur var
58,0 ár (sf 13,5), og aldursbilið var frá 19 til 89 ára. Aðstandendur höfðu
miklar væntingar til fræðslu á tíma 1, en þörfum þeirra fyrir fræðslu
eftir aðgerð aðstandenda var ekki mætt. Fræðsluþörfunum eftir aðgerð
var best mætt hvað varðar fræðslu um lífeðlisfræðilega og fæmiþætti
en síður hvað varðar félagslega og fjárhagslega þætti. Greint verður frá
niðurstöðum út frá bakgrunnsþáttum, sjúkrahúsum og fræðsluþarfir
aðstandenda og sjúklinga bornar saman.
Ályktanir: Fræðsluþörfum aðstandenda virðist ekki mætt á sjúkra-
húsum á íslandi, en aðstandendur nýta oft illa þá fræðslu sem í boði er
fyrir þá.
E 89 Notkun á heilbrigðisþjónustu vegna langvinnra verkja
Þorbjörg jónsdóttir'-, Helga Jónsdóttir',Sigríður Gunnarsdóttir1-3
’Hjúkrunarfræðideild Hí, 2hjúknjnarfræðideild HA, :Landspítala
torbj@unak.is
Inngangur: Tilgangur rannsóknar var að lýsa notkun á heilbrigðis-
þjónustu á Islandi, almennt og í tengslum við langvinna verki.
Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur til þjóðskrárúrtaks 4500
einstaklinga á aldrinum 20-70 ára. Spurt var meðal annars um aðgengi
og notkun að heilbrigðisþjónustu, almennt og í tengslum við verki.
Niðurstöður: Heildarsvörun var 36,9%, 40,6% meðal þeirra sem báru
íslensk nöfn en 8,6% meðal einstaklinga, sem af nafninu að dæma voru
af erlendu bergi brotnir. Um helmingur þátttakenda (55%) hafði haft
verki síðastliðna viku og 47,5% voru með langvinna verki (s3 mánuði).
Algengast var að verkimir væru staðsettir í hálsi, herðum og öxlum og
í neðri hluta baks. Flestir voru með verki á fleiri en einum stað og um
þriðjungur með stöðuga verki. Marktækur munur var á notkun á heil-
brigðisþjónustu síðustu sex mánuði milli þeirra sem ekki höfðu haft
verki síðastliðna viku og þeirra sem voru með langvinna verki. Flestir
í báðum hópum sögðust leita til heimilislæknis eða næstu heilsugæslu-
stöðvar þegar þeir þyrftu á þjónustu að halda en einstaklingar með
langvinna verki leituðu í meira mæli en viðmiðunarhópurinn til bráða-
móttöku eða beint til sérfræðings. Flestir töldu sig eiga auðvelt með að
nálgast heilbrigðisþjónustu. Komugjöld og lyf voru þeir kostnaðarliðir
sem voru mest íþyngjandi í báðum hópum. Rúmlega helmingur ein-
staklinga með langvinna verki hafði leitað sér heilbrigðisþjónustu
vegna þeirra síðastliðna sex mánuði. Fylgni var milli notkunar á heil-
brigðisþjónustu og hegðunar og útbreiðslu verkja en ekki staðsetningar
verkjanna.
Ályktanir: Almenn notkun á heilbrigðisþjónustu er meiri hjá einstak-
lingum með langvinna verki en þeirra sem ekki eru með verki. Notkun
á heilbrigðisþjónustu tengist útbreiðslu og mynstri verkjanna en ekki
staðsetningu.
E 90 Áhrif námskeiðsins, Njóttu þess að borða, á heilsu kvenna í
yfirvigt
Helga Lárusdóttiru, Helga Sævarsdóttir1-2, Laufey Steingrímsdóttir1, Ludvig
Guðmundsson3, Eiríkur Om Arnarson11
'Háskóla íslands, 2Heilsugæslu höfuðborgarsvæöisins, 3Reykjalundi, 4sálfræðiþjónustu geð-
sviðs Landspítala
helga. saevarsdottir@heilsugaeslan. is
Inngangur: Eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál heimsins er offita og
algengi hennar hefur aukist undanfarna áratugi. Offita hefur áhrif á
líkamlega og andlega heilsu og eykur dánartíðni. Skortur er á með-
ferðarúrræðum fyrir of feita einstaklinga, sem skila viðunandi langtíma
árangri.
Efniviður og aðferðir: Markmið rannsóknar var að skipuleggja og for-
prófa 15 vikna námskeið, byggt á hugrænni atferlismeðferð (HAM) og
þjálfun svengdarvitundar (Appetite Awareness training, AAT) fyrir
konur í yfirvigt og rannsaka áhrif þess á andlega og líkamlega heilsu
þátttakenda. Rannsókn var íhlutandi víxlrannsókn og áhrif íhlutunar
metin í tveimur hópum A og B. Hópur B var til samanburðar meðan
hópur A sótti námskeiðið. í þægindaúrtaki voru 20 konur á aldrinum
19-44 ára, líkamsþyngdarstuðull (LÞS) á bilinu 30-39,9 kg/m2 og var
þeim skipt af handahófi í tvo hópa. Árangur var metinn fyrir, á meðan
og eftir íhlutun og við sex og 12 mánaða eftirfylgd. Mælingar voru
gerðar á þyngd, líkamsþyngdarstuðli, fituhlutfalli, fituþyngd, blóð-
þrýstingi, kólesteróli, þríglýseríði, háþéttni fitupróteini, glúkósa, lang-
tímablóðsykri (HbAlc), serum járni og 25 (OH)D. Einnig voru metin
lífsgæði (SF-36 og OP), þunglyndis- (BDI-II) og kvíðaeinkenni (BAI) og
aflað upplýsinga um lýðfræðilegar breytur. Ánægja með námskeið var
metin í lok þeirra.
Niðurstöður: Þátttakendur léttust marktækt (P=0,001), LÞS (P=0,001)
um 4,18 kg og gildi D-vítamíns (P=0,005) hækkuðu í kjölfar námskeiðs.
Þunglyndis- og kvíðaeinkenni fækkuðu marktækt (P=0,001 og 0,001) og
lífsgæði jukust (P=0,01) á meðan námskeið stóðu. Árangur hélst við sex
og 12 mánaða eftirfylgd.
Ályktanir: Námskeiðið „Njóttu þess að borða" lofar góðu, sem ákjósan-
legt úrræði fyrir konur í yfirvigt. Það virðist bæta andlega líðan og lífs-
gæði, auk jákvæð áhrif á D-vítamín gildi og þyngd.
E 91 Geta einkenni og áhættuþættir sjúklinga, sem skráðir hafa
verið, spáð fyrir um endurinnlagnir
Hanna Kristín Guðjónsdóttir1, Elín Hafsteinsdóttir1-2, Ásta Thoroddsen12
'Hjúkrunarfræðidcild HÍ, 2Landspítala
hannakgu@iandspitaii.is
Inngangur: Endurinnlagnir eru um helmingur allra innlagna á
sjúkrahús og eru um 60% af kostnaði heilbrigðiskerfisins. Greina þarf
ástæður/áhættuþætti endurinnlagna til að fyrirbyggja þær. Tilgangur
rannsóknar var að: 1. Nota tölfræðilega gæðastýringu fyrir gæðavísinn
endurinnlagnir. 2. Kanna hvort gögn um innlagða sjúklinga á sjúkrahús
hafi forspárgildi um endurinnlagnir.
Efniviður og aðferðir: Afturvirk lýsandi fylgnirannsókn á gögnum
inniliggjandi sjúklinga >18 ára á Landspítala á: 1) sérgreinum lyf- og
skurðlækninga árin 2008, 2009 og 2010 (fy =47.513) og 2) sérgreinum
almennra- og þvagfæraskurðlækninga og meltinga- og nýrnalækninga
2011/2012 og voru endurinnlagðir eða ekki <30 daga frá útskrift
(N2=439).
Niðurstöður: Endurinnlagnir voru 5,7% á skurð- og lyflækningasviðum
Landpítala árið 2008 og 6,9% 2010. Stýririt tölfræðilegrar gæðastýr-
38 LÆKNAblaðið 2013/99