Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 72
XVI VISINDARAÐSTEFNA H I
FYLGIRIT 73
og krufningarskýrslum. Jákvæðar niðurstöður mænuvökvaræktana
sýklafræðideildar Landspítalans frá Reykjavík og Akureyri á tímabilinu
1975 til 2010 voru skráðar.
Niðurstöður: Alls fundust 140 tilfelli frá 1995 til 2010. Af þeim voru 58%
yngri en fimm ára. Flest börn greindust á fyrsta ári (18), eins árs (18)
og tveggja ára (19). Algengustu bakteríur voru N. meningitidis (90), S.
pneumoniae (25) og S. agalactiae (8). Helstu einkenni voru hiti, uppköst,
hnakkastífleiki og útbrot eða húðblæðingar. H. influenzae hjúpgerð b
var algeng orsök fyrir bólusetningu 1989 en hvarf nánast eftir hana.
Tilfellum af meningókokka heilahimnubólgu fækkaði marktækt (p =
0,001) eftir að bólusetning gegn hjúpgerð C hófst 2002. Nýgengi sýking-
arinnar (tilfelli/100.000 börn/ár) lækkaði úr 26 árið 1975 niður í eitt árið
2010. Fjöldi bama með heilahimnubólgu 1975-2010 var 477, 21 (4,4%)
barn lést. Alls létust sjö (5%) börn úr heilahimnubólgu frá 1995-2010.
Ályktanir: Tilfellum af heilahimnubólgu fækkaði marktækt síðustu ár.
Niðurstöðumar gefa til kynna frábæran árangur af bólusetningu á böm-
um gegn H. influenzae hjúpgerð b og N. meningitidis hjúpgerð C. Vonir
standa til að bólusetningar gegn S. pneumoniae sem hófust 2011 muni
draga verulega úr alvarlegum pneumókokkasýkingum hjá börnum.
V 11 Sótthreinsun og merking máta á íslandi
Linda Mjöll Sindradóttir, Snædís Sveinsdóttir, Inga B. Árnadóttir
Tannlæknadeild HÍ
Hnda_sindradotticQhotmail.com
Inngangur: Megintilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á mikil-
vægi sótthreinsunar og merkingum á mátum til að koma í veg fyrir að
örverur og bakteríur geti borist á milli tannlækna og tannsmíðastofa.
Leitað var svara við rannsóknarspumingunni: Hvert er mikilvægi sótt-
hreinsunar? Hvernig er staðið að sótthreinsun og merkingu máta hér á
landi? Hefur kyn eða aldur tannlækna og tannsmiða áhrif á hversu vel
er staðið að sótthreinsun máta?
Efniviður og aðferðir: Við rannsóknina var notuð megindleg að-
ferðarfræði. Rannsóknarsniðið var fyrirfram ákveðið og var gagna
aflað með spumingalista til þátttakenda. Þátttakendur í rannsókninni
voru starfandi tannlæknar í Tannlæknafélagi íslands og tannsmiðir í
Tannsmiðafélagi fslands. Svörin vom borin saman með lýsandi tölfræði.
Skoðaður var munur á milli kyns og aldurs og algengi sótthreinsunar
auk þess sem niðurstöður voru bornar saman við sambærilegar erlendar
rannsóknir.
Niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að sótthreinsun
máta er ábótavant og að tæpur helmingur tannlækna sótthreinsar aldrei
mát sín né merkir að mát hafi verið sótthreinsuð. Kvenkyns tannsmiðir
og kvenkyns tannlæknar standa betur að sótthreinsun en karlkyns tann-
læknar. Karlkyns tannsmiðir standa sig síst. Elsti aldursflokkurinn 65
ára og eldri stendur best að sótthreinsun hjá tannsmiðum en síst hjá
tannlæknum en þar er aldursflokkur 45-55 sem sótthreinsar oftast.
Ályktanir: Það má álykta að sótthreinsun og merkingu máta sé ábóta-
vant hér á landi. Hugsanlega mætti, með betri leiðbeiningum, meiri
fræðslu og sköpun verkferla varðandi sótthreinsun, auka skilning á
mikilvægi þess að sótthreinsa mát og skila þannig auknu öryggi til tann-
heilsuteymisins.
V12 Flokkun mátefna í heilgómagerð
Rebekka Líf Karlsdóttir, Svend Richter
Tannlæknadeild HÍ
rebekkalif_@hotmail.com
Inngangur: Megintilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga
um þau mátefni sem í dag eru notuð til máttöku í heilgómagerð og þau
sem voru í notkun hér áður fyrr. Efni sem tilvalin eru til upphafs- og
lokamáttöku var gefinn sérstakur gaumur. Einnig var rýnt vel í ferli
sótthreinsunar og kannað hvort að sótthreinsun hefði marktæk áhrif
á stöðugleika og gæði mátefna. Leitað var svara við tveimur rann-
sóknarspurningum: Hvaða mátefni er mest notað til lokamáttöku við
heilgómagerð meðal tannlækna hérlendis? Hefur sótthreinsun marktæk
áhrif á stöðugleika (dimensional stability) mátefna?
Efniviður og aðferðir: Við rannsóknina var notuð megindleg að-
ferðafræði. Könnun var send til þátttakenda með tölvupósti til félags-
manna í Tannsmiða- og Tannlæknafélagi fslands. Þátttakendur voru
beðnir um að svara könnun sem samanstóð af spumingum tengdum
verklagi og hagnýtri þekkingu þeirra. Rannsóknarvinnan fólst einnig í
lestri viðurkenndra rannsóknargreina sem birtar hafa verið í tímaritum,
veftímaritum og bókum sem varða mátefni í tannlækningum.
Niðurstöður: Helstu niðurstöður könnunar sýna fram á að ekki virðist
vera mikill munur á mátefnavali tannlækna til lokamáttöku í heil-
gómagerð. Allir kjósa þeir að nota einhverskonar gúmmímátefni og
kýs meirihlutinn að taka lokamát í heilgómagerð með viðbótar silíkoni.
Rannsóknir sýna fram á að dýfing máta í sótthreinsandi lausn sé líklegri
til árangurs þegar útrýma skal bakteríum og hafi ekki áhrif á nákvæmni,
sé farið að tímatilmælum.
Ályktanir: Af niðurstöðum könnunar má álykta að meirihluti tann-
lækna hérlendis kýs að nota gúmmímátefni til lokamáttöku í heilgóma-
gerð vegna betri eiginleika þeirra fram yfir önnur mátefni.
V 13 Hugsanlegt arfgengni tannskemmda og glerungseyðingar
Stefán Hrafn Jónsson1, Bjami Halldórsson2, W. Peter Holbrook3
'Félags- og mannvísindadeild HÍ, 2raunvísinda og verkfræðideild HR, 'tannlæknadeild HÍ
phoi@hi.is
Inngangur: Árið 2005 fór fram faraldfræðileg rannsókn á tannskemmd-
um 6,12 og 15 ára íslenskra barna sem byggði á klasaúrtaki. Stuðst var
við ICDAS greiningaraðferða við að meta tannskemmdir barnanna.
Einnig var lagt mat á umfang glerungseyðingar 15 ára barnanna.
Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka mögulegt arfgengni í hópi
þeirra þátttakenda sem tóku þátt í rannsókninni.
Efniviður og aðferðir: Islenskur ættfræðigrunnur var notaður til að
kanna mögulega arfgengni. Stuðst var við tengsl einstaklinga í allt að
þrjá ættliði. Bæði 6 og 12 ára börnum var skipt í tvennt, annars vegar
böm í aldurshóp með engar tannskemmdir og hins vegar með börn eina
tannskemmd eða fleiri. Fimmtán ára bömum var skipt í tvennt annars
vegar börn með engar tannskemmdir og hins vegar börn með sjö eða
fleiri tannskemmdir. Elsta hópnum var auk þess skipt í tvennt eftir því
hvort glerungseyðing var til staðar eða ekki.
Niðurstöður: Fyrir sex ára og 15 ára bömin voru hlutfallslega færri sam-
eiginlegir forferður hjá þeim sem voru með tannskemmdir en meðal
hópsins sem voru án tannskemmda. Aftur á móti sýndi rannsóknin ekki
fram á tölfræðilega marktækar niðurstöðum í neinum samanburði.
Ályktanir: Tannskemmdir er margþættur sjúkdómur þar sem lögð
hefur verið áhersla á svipgerð einstaklinga. Niðurstöðurnar benda til
þess að erfðaþættir gætu að hluta til haft áhrif á líkumar á því að fá tann-
72 LÆKNAblaðið 2013/99