Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 37
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 Inngangur: Áhrif langvinnrar lungnateppu (LLT) á líf og líðan sjúkling- anna eru veruleg. Enn vantar þó nokkuð upp á að áhrifin á fjölskyldur séu þekkt. Rannsóknarspurningar voru: a) Hver eru áhrif langvinnrar lungnateppu á sjúklingana og aðstandendur þeirra, mælt með áhrifa- sjúkdómsmælitækinu (Illness Intrusiveness)? b) Hver er munur á áhrifum langvinnrar lungnateppu á sjúkiingana og aðstandendur hins vegar á áhrifasjúkdómsmæiitækinu? Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru einstaklingar með langvinna lungnateppu á stigi II og III og aðstandendur. Urtakið var þægindaúrtak. Einstaklingarnir (N=119) voru hvattir til að hafa aðstandanda með sér. Alls tóku 36 aðstandendur þátt. Helmingur einstaklinga með langvinna lungnateppu og 67% aðstandenda voru yngri en 60 ára. Af skjólstæðing- unum reyndust 53% vera konur og 64% aðstandenda. Einstaklingar með langvinna lungnateppu voru á GOLD stigi II eða III í ríflega 67% tilfella. Niðurstöður: Áhrif sjúkdóms á einstaklinga rneð langvinna lungna- teppu sem komu með aðstandanda voru 27,65 heildarstig á áhrifasjúk- dómsmælitækinu af 91 stigi mögulegu. Áhrif sjúkdóms á aðstandendur einstaklinga með langvinna lungnateppu voru 19,63 heildarstig. Svið tæknilegrar getu hafði hæstu stigin en svið samskipta og persónulegs þroska lægstu. Marktækur rnunur reyndist á áhrifum sjúkdóms á ein- staklinga með langvinna lungnateppu annars vegar og aðstandenda hins vegar. Ekki reyndist marktækur munur á áhrifum sjúkdóms á ein- staklinga með langvinna lungnateppu sem komu með aðstandendur eða einstaklingum sem ekki komu með aðstandendur. Ályktanir: Frumniðurstöður gefa til kynna að sjúkdómurinn og með- ferð hans hafi lítil áhrif á einstaklingana og óveruleg áhrif á aðstand- endur þeirra. Þessum niðurstöðum þarf að taka með varúð. Rúmlega fimmtungur (23%) þátttakenda var á stigi III og á því stigi eru einkenni langvinnrar lungnateppu veruleg. Flestir voru á stigi II (60%) en á því stigi má einnig búast við umtalsverðum einkennum sjúkdóms. E 86 Heiisueflandi meðferðarsamræður við fjölskyldur unglinga/ ungs fólks með átraskanir Margrét Gísladóttir, Erla Kolbrún Svavarsdóttir Kvenna- og bamasviði Landspítala, hjúkrunarfræðideild HÍ marggisl@lsh.is Inngangur: Fjölskyldur einstaklinga með átraskanir ganga í gegnum mikið álag og hafa þörf fyrir stuðing. Foreldrar eru álitnir nauðsyn- legur hlekkur í bataferli dóttur/sonar med átröskun en lítið er vitað um hvað gagnast helst foreldrum í stuðningshlutverkinu. Tilgangur rann- sóknarinnar er að kanna hvort efling foreldrahæfni og viðhorf hafi áhrif á stuðningshlutverkið. Rannsóknin er fyrri hluti doktorsrannsóknar Margrétar Gísladóttur. Efniviður og aðferð: Meðferðin byggir á Calgary- og Maudsly með- ferðarlíkönum. Þátttakendur í rannsókninni voru foreldrar einstaklinga 12-24 ára með átröskun og var gögnum safnað frá þrjátíu og átta fjöl- skyldum. í meðferðinni var foreldrum boðið upp á hóptíma í sex skipti og í viðtöl í tvö skipti. I rannsókninni var notað „Quasi experimental design" og lagðir fyrir sjö spurningalistar í fimm skipti: fyrir fyrsta hóptímann, eftir seinni viðtalstímann, eftir tvo, þrjá og fjóra mánuði. Gögnunum var safnað á tímabilinu nóvember 2011 til desember 2012. Niðurstöður: Árangurinn af meðferðinni mun segja til um hvort upp- lifun foreldra á sjúkdómi og tilfinningalegri heilsu verði betri, hvort drottnun sjúkdóms yfir fjölskyldulífi og umönnunarálag minnki og hvort öryggi í að mæta erfiðum samskiptum aukist sem er allt mælt í spurningalistunum: Búseta og hjálparlisti vegna átröskunar, Endurskoðaður skali yfir álit umönnunaraðila á eigin færni, Reynsla aðstandenda og Spumingalisti um persónulegt álit á veikindum. Ályktanir: Niðurstöður úr rannsókninni munu geta sagt til um hvaða þætti er gagnlegt eða ekki gagnlegt að vinna með hjá foreldrum ein- staklinga með átröskun á heilsugæslustöðvum, á göngudeildum og á innlagnadeildum. Hagnýting þessara niðurstaðna verða ræddar á klínískum vettvangi og birtar í erlendum tímaritum. E 87 Að skapa net um hvern sjúkling. Siðfræðilegur skilningur í heimahjúkrun Kristín Bjömsdóttir Háskóla íslands kristbjQhi.is Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að skapa þekkingu um vandaða og árangursríka heimaþjónustu sem stuðlar að vellíðan eldri borgara sem búa heima. Athyglin beindist að starfsháttum í heima- hjúkrun. Byggt var á gerendanetskenningunni (Actor Network Theory) þar sem reynt er að rekja hvernig tengsl skapa gerendur og móta einkenni þeirra og áhrif. í greiningu á gögnum var sótt £ smiðju höfunda sem kenna sig við emperiska siðfræði og femíníska umhyggjusiðfræði. Efniviður og aðferðir: Aðferðin var etnógrafísk. Rannsóknargögn voru annars vegar vettvangslýsingar skrifaðar af höfundi eftir heim- sóknir með hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum til eldri borgara og frá samstarfsfundum sem þeir tóku þátt í (15 vikur) og hins vegar viðtöl við starfsfólk (N=5) og sjúklinga (N=15). Jafnframt var stuðst við opinber gögn um markmið og stefnumótun á sviði heimaþjónustu. Vísindasiðanefnd veitti leyfi fyrir rannsókninni. Niðurstöður: Fram kom að samvinna, bæði meðal starfsmanna heimaþjónustunnar, við sjúklinga og aðstandendur þeirra og við sam- starfsaðila innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar var lykilatriði í árangursríkri þjónustu. Þessi samvinna byggði á fjölbreyttri þekkingu og einkenndist af sameiginlegum skilningi á áhersluatriðum og gildum. Heimaþjónustu var líkt við viðkvæmt net. Hinn siðfræðilegi skilningur sem starfið byggðist á fólst í því að veita hverjum einstaklingi athygli og einbeitingu (attendiveness) og að próf sig áfram með lausnir sem stuðluðu að vellíðan. Með samræðum reyndi starfsfólkið að viðhalda og styrkja netið. Ályktanir: Stjórnendur þurfa að þekkja, skilja og styðja við starfsaðferð- ir sem hafa þróast til að stuðla að vellíðan eldri borgara sem búa heima og gera sér grein fyrir hinum siðfræðilega skilningi sem starfsmenn í heimahjúkrun hafa að leiðarljósi. E 88 Mat aðstandenda á fræðsluþörf og fenginni fræðslu. Þarfir aðstandenda sjúklinga, sem gengust undir liðskiptaaðgerðir, fyrir fræðslu Árún K. Sigurðardóttir, Brynja Ingadóttir Háskólanum á Akureyri, Landspítala arun@unak.is Inngangur: Fræðsluþarfir aðstandenda skurðsjúklinga hafa ekki mikið verið rannsakaðar. Ekki fundust íslenskar rannsóknir um hve miklar upplýsingar aðstandendur telja sig þurfa í tengslum við liðskiptaað- gerðir. Er mikilvægt að afla þeirra upplýsinga þar sem legutími inni á sjúkrahúsum styttist og aðstandendur þurfa oft að aðstoða sjúklinga við umönnun eftir að heim er komið. Rannsóknin er hluti af stærra sam- starfsverkefni um sjúklingafræðslu í sjö Evrópulöndum. LÆKNAblaðið 2013/99 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.