Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 89

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 89
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 sIL-6R og TGF-|3 eru í hámarki í kviðarholi músa eftir bólgumyndun eru makrófagar með mikla D6 og CCR7 tjáningu og eósínófílar með minnkaða CDllb tjáningu helstu frumutegundimar. Líklegt er að þessar fmmur taki þátt í að miðla hjöðnun bólgunnar. V 66 Ómega-3 fitusýrur í fæði leiða til aukins B frumusvars í músum með vakamiðlaða lífhimnubólgu Sigrún ÞórleifsdóttirUJ'4, Valgerður Tómasdóttir1-* 2-3'4, Amór Víkingsson3, Ingibjörg Harðardóttir1, Jóna Freysdóttir2'3'4 ‘Lífefna- og sameindalíffræðistofu og 2ónæmisfræðisviði læknadeildar HÍ, Tannsóknastofu í gigtsjúkdómum og 4ónæmisfræðideild Landspítala sth119@hi.is Inngangur: Ómega-3 fjölómettaðar fitusýmr (FÓFS) geta haft áhrif bólgusvar, bæði upphafssvarið og hjöðnunarferlið. Ahrif ómega-3 FÓFS á sérhæft ónæmissvar hafa lítið verið könnuð. Markmið rann- sóknarinnar var því að kanna áhrif ómega-3 FÓFS á sérhæft ónæmissvar í vakamiðlaðri bólgu. Efniviður og aðferðir: Músum var gefið viðmiðunarfæði eða fæði með 2,8% fiskolíu. Þær vom bólusettar tvisvar og lífhimnubólga framkölluð með því að sprauta metýleruðu BSA í kviðarhol þeirra. Mýsnar vom aflífaðar fyrir og á mismunandi tímapunktum eftir að lífhimnubólgu var komið af stað. Milta, blóði og kviðarholsvökva var safnað og ýmsir þættir sérhæfðs ónæmissvars mældir með frumuflæðisjá, ELISA aðferð og vefjalitun. Niðurstöður: Mýs sem fengu fiskolíu í fæði höfðu fleiri og stærri k£m- stöðvar sem og fleiri IgM+ frumur í milta £ kjölfar bólgumyndunar samanborið við mýs sem fengu viðmiðunarfóður. Styrkur BSA sértækra IgM mótefna £ sermi var hærri £ músum sem fengu fiskolfu en þeim sem fengu viðmiðunarfóður, en ekki var munur á styrk IgG mótefna. Fjöldi B1 frumna £ kviðarholi var meiri £ músum sem fengu fiskolfu en í músum £ viðmiðunarhóp. Alyktanir: Fleiri IgM+ frumur i miltum músa sem fengu fiskoliu bendir til fleiri óreyndra B frumna i þeim en músum sem fengu viðmiðunarfóð- ur. Hærri styrkur BSA sértækra IgM mótefna í sermi styður þá ályktun. IgM+ frumur eru hugsanlega hluti af B1 frumum sem sáust £ meira mæli i kviðarholi músa sem fengu fiskoliu en £ kviðarholi músa sem fengu viðmiðunarfóður. Fiskolfa i fæði gæti þvf leitt til fleiri B1 frumna sem geta brugðist við áreiti með þvi að seyta miklu magni af vakasértækum IgM mótefnum. Niðurstöðumar benda þvi til þess að fiskolía i fæði geti bætt ónæmissvar við endurtekið áreiti. V 67 Ónæmissvar hjá bleikju (Salvelinus alpinus, L.) eftir sýkingu bakteríunnar A. salmonicida undirteg. achromogenes og mikilvægi AsaP1 úteitursins Johanna Schwenteit1, Uwe Fischer2, Uwe T. Bomscheuer3, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir1 ’Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Friedrich-Loeffler-Institut Insel Riems, Greifswald, 3Institute of Biochemistry, Dpt Biotechnol & Enzyme Catalysis, Greifswald University bjarngud@hi.is Inngangur: Bakterían Aeromoms salmonicida undirteg. achromogenes (Asa) veldur kýlaveikibróður hjá bleikju. AsaPl er eitraður aspzincin málmpeptíðasi og sýkiþáttur, sem Asa seytir. Markmið rannsóknarinnar var að kanna mikilvæga þætti í ónæmisviðbrögðum bleikju sem sýkt er með Asa (wt) eða AsaPl neikvæðu stökkbrigði af Asa (AasaPl). Efniviður og aðferðir: Bleikja (30g) var sýkt með sprautun í kviðarhol með jafnsterkum lausnum af Asa (wt), Asa (AasaPl) eða dúa til viðmið- unar. Framnýra, lifur og milta vom skorin úr fiskinum eftir 8 klst, 1 d, 3 d, 5 d, og 7 d frá sýkingu. Magnbundið rauntíma PCR- próf (RT-qPCR) var notað til að kanna tjáningu eftirtalinna ónæmisþátta: forstigs bólgu- boðanna IL-IG og TNFa; bólguhamlandi frumuboðanna IL-10, CXCL-8 (IL-8) og CC- efnatoga; frumuboðanna IFN-y og IL-4 sem sporefni fyrir Thl og Th2 stýrt ónæmissvar; og fmmu merkjasameindanna CD8 og CD83. Vefjafræðileg rannsókn var gerð á ónæmislíffærum sem safnað var þremur og sjö dögum eftir sýkingu. Niðurstöður: Við upphaf sýkingar var aukning á tjáningu forstigs bólgu- boða og efnatoga sem tilheyra meðfæddu ónæmi en síðan jókst tjáning á þáttum sem tilheyra Th2 stýrðu áunnu ónæmissvari. Ónæmisviðbrögð voru öflugust í milta og framnýra. RT-qPCR próf greindu mark- tækan mun á ónæmisviðbragði fisksins gegn Asa (wt) og Asa ( asaPl). Vefjabreytingar greindust hjá sýktum fiski, en ekki var greinanlegur munur á því með hvorri bakteríunni fiskurinn var sýktur. f HE lituðum vefjasneiðum frá sýktri bleikju voru elipsulagaðar myndanir umhverfis grannar slagæðar í milta, sem ónæmisvefjalitun greindi IgM-jákvæðar og CD3 jákvæðar frumur voru í klösum á víð og dreif um allt miltað. Ályktanir: Engin rannsókn hefur áður birst sem sýnir ónæmissvar hjá bleikju sýktri með bakteríu. Rannsóknin sýnir að úteitrið AsaPl er mikil- vægur sýkiþáttur Asa bakteríunnar í bleikju. V 68 Fyrstu skráðu lífsmörk á bráðamóttöku Landspítala Unnur Ágústa Guðmundsdóttir2, Guðrún Selma Steinarsdóttir2, Guðbjörg Pálsdóttir2, Þorsteinn Jónsson12 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítala thorsj@hi.is Inngangur: Stigun bráðveikra sjúklinga (MEWS) er gagnlegt mælitæki til að greina alvarlega veika sjúklinga. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða fyrstu skráðu lífsmörk sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala í ljósi viðmiða um bráð bólguviðbrögð (SIRS) og með tilliti til stigunar bráðveikra sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Stuðst var við afturvirka lýsandi aðferðafræði, þar sem rannsóknargögnum var safnað úr rafrænni sjúkraskrá. Rannsóknartímabilið var frá 1. október 2011 til 30. nóvember 2011. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: 1. Hver eru fyrstu skráðu lífsmörk sjúklinga við komu á bráðamóttöku? 2. Hver eru lífsmörk út frá viðmiðum um bráð bólguviðbrögð? 3. Hver eru lífsmörk út frá stigun bráðveikra sjúklinga? Þátttakendur í rannsókninni voru 3.971 (n) sem sóttu bráðamóttöku Landspítala á rannsóknartímabilinu. Niðurstöður: Af þátttakendum voru um 1% (n=40) ekki skráð með nein lífsmörk. Öndunartíðni var skráð í rúmlega 66% tilfella (n=2.637). Meðaltalið var tæplega 18 andardrættir á mínútu. Tæplega 11% þátttakenda (n=418) önduðu hraðar en 20 andardrætti á mínútu. Hjartsláttartíðni var skráð í rúmlega 97% tilfella (n=3.869). Meðaltalið var tæplega 84 slög á mínútu. Tæplega 32% (n=1.255) voru með hjart- sláttartíðni yfir 90 slög á mínútu. Þá var líkamshiti mældur í rúmlega 91% tilfella (n= 3.627). Rúmlega 15% (n=418) voru með hita undir 36°C eða hærri en 38°C. Tæplega 16% (n=623) þátttakenda höfðu tvo eða fleiri þættí af viðmiðunum fyrirbráð bólguviðbrögð. Þá voru um 14% (n=560) með þrjú eða fleiri stíg samkvæmt mælitækinu stígun bráðveikra sjúklinga. Ályktanir: Óhætt er að segja að skráning lífsmarka á bráðamóttöku Landspítala sé góð. Til að efla árvekni, er mikilvægt að greina einkenni LÆKNAblaðið 2013/99 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.