Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 66
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 Ályktanir: Niðurstöður eru samhljóma erlendum rannsóknum hvað varðar minnkaða kynlöngun. Fram kom að heilbrigðisstarfsfólk ræddi þetta lítt við þær á meðgöngu eða eftir fæðingu. Konurnar vildu hins vegar gjaman að þessi mál væru rædd betur, einkum frumbyrjur og þær sem voru yngri, til að fá betri sýn á hið eðlilega. E 179 Tengsl mikillar neyslu próteina á meðgöngu við tíðni fyrirburafæðinga og lága fæðingarþyngd Þórhallur Ingi Halldórsson1,2'-1, Anne Lise Brantsæter1, Margaretha Haugen'1, Bryndís Eva Birgisdóttir11, Elisabet Forsum5, Anna Sigríður Ólafsdóttir6, Sjurdur F. Olsen16, Inga Þórsdóttiru 'Rannsóknastofu í næringarfræði HÍ og Landspítala, 2matvæla- og næringarfræðideild HÍ, ^Center for Fetal Programming, Dpt Epidemioí Res, Statens Serum [nstitut, Kaupmannahöfn, 4Dpt Exp Risk Assessm, Div Envir Med, Norw Instit Pub Health, Osló, 5Dpt Clin Exp Med, Linköping Háskóla,6 Menntavísindasviði HÍ, 7Dpt Nut Harvard School Pub Health, Boston tih@hi.is Inngangur: Slembirannsókn (RCT-trail) gerð í New York árið 1976, The Harlem Trail, gaf til kynna að há próteinneysla, >20% af heildarorku (%E), leiddi til hægari fósturvaxtar; aukinnar tíðni fyrirburafæðinga og nýburadauða (neonatal death) þeim tengdum. Niðurstöður hafa aldrei verið sannreyndar því endurtekin slembirannsókn var ekki siðferðislega verjandi og sambærileg samanburðarrannsókn (observational study) krefst fjölda þátttakenda. í þessari rannsókn voru áhrif hárrar prótein- neyslu á meðgöngu skoðuð. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 122.532 barnshafandi konur (einburar) sem tóku þátt í tveimur framsýnum ferilrannsóknum: Danish National Birth Cohort (n=60.438) og Norwegian Mother and Child Cohort Study (n=62.094). Mataræði á öðrum þriðjungi meðgöngu var metið með tíðniskema. Tengsl við fyrirburafæðingar (<259 dagar) og lága fæðingarþyngd (<2500g) voru metin með lógistískri fjölvíðri að- hvarfsgreiningu þar sem líkindahlutfall ásamt 95% öryggisbili (95%CI) var reiknað. Niðurstöður: Tíðni lágrar fæðingarþyngdar var 2,9%, fyrirburafæðinga 4,7% og 3,3% af þátttakendum var með háa neyslu próteina (>20%E). Borið saman við konur sem neyttu próteins í hæfilegu magni (14-16%E, n=42.991) fundust tengsl við aukna tíðni fyrirburafæðinga (líkinda- hlutfall 1,20 (95%CI 1,03, 1,38)) hjá þeim sem voru með mikla neyslu (>20%E). Sama líkindahlutfall fékkst þegar tengsl voru metin í hverri rannsókn fyrir sig. Enginn tengsl fundist milli mikillar neyslu próteina og lágrar fæðingaþyngdar [1,07 (95%CI: 0,88; 1,29)]. Ályktanir: I samræmi við niðurstöður The Harlem trail benda frum- niðurstöður til tengsla milli hárrar neyslu próteina og fyrirburafæðinga. Næstu skref eru að skoða tengsl við fósturvöxt, nýburadauða og mögu- leg áhrif mismunandi próteina á útkomur. E 180 Faraldsfræði meiðsla hjá íslenskum karlkylfingum. Tengsl líkamsástands og sveiflutækni. Áhrif á golftengd meiðsli Árný Lilja Ámadóttir1, Kristín Briem2, María Þorsteinsdóttir2 'Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, 2Háskóla íslands aia15@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa tengt styrk og liðleika við árangur í golfi, sem og hlutfall axla- og mjaðmagrindarsnúnings. Markmið þessarar rannsóknar var að meta snúningshreyfingar í baki karlkylfinga og bera saman við hreyfingar í golfsveiflunni og athuga tengsl mældra hreyfinga við golftengd meiðsli hjá kylfingum með lága eða miðlungsforgjöf (fgj.). Efniviður og aðferðir: Áttatíu karlkylfingum (hópur A; fgj.s5; B; fgj.10- 20, með/án meiðsla) var boðin þátttaka. Liðferlar (snúningsgeta) í bol voru mældir með liðmælum og síðan var golfsveiflan mynduð með átta myndavélum, sem fylgdu eftir hreyfingum neðri útlima, mjaðmagrindar og bols. Gögnin voru notuð til að reikna snúningshreyfingar í brjóst- og mjóbaki. Tölfræði; ANOVA og aðhvarfsgreining - öryggismörk; a=0,05. Niðurstöður: Almennt var hreyfiútslag meira í brjóstbaki en mjóbaki (p<,001) og klínískt mæld hreyfing meiri en sú sem mældist í golfsveifi- unni (p<,001). í meidda hópnum voru marktæk víxlhrif (p=0,027) vegna ólíkra hreyfinga hrygghluta í mismunandi snúningsáttir sem mældar voru annars vegar klínískt og hins vegar í sveiflunni, óháð forgjöf. Marktæk fylgni var á milli hægri og vinstri snúnings í klínískum mæl- ingum fyrir meidda (r>0,693; p<0,001) og ómeidda (r=0,661; p<0,001) kylfinga, en ekki milli snúninga í bak- og framsveiflu. Fylgni var á milli klínískra mælinga á hámarkssnúningi til hægri og hámarkssnúningi í baksveiflu hjá ómeiddum kylfingum (r=0,399; p=0,021) en ekki hjá meiddu kylfingunum (r=0,104; p=0,638). Ályktanir: Kylfingar reyna að hámarka snúning og nýta stærri hluta hreyfanleika síns í baksveiflunni, til að hafa áhrif á feril golfkylfunnar og hámarka árangur. Meiddir kylfingar nýta síður hreyfigetu sína í bak- sveiflunni að jafn miklu leyti og þeir sem eru ómeiddir. E 181 Samanburður á óstöðugum skóm annars vegar og teipingum og innleggjum hins vegar sem meðferðarform við iljarfellsbólgu Baldur Rúnarsson'2, Kristín Briem1, Róbert Magnússon’, Árni Ámason1-4 ‘Námsbraut í sjúkraþjálfun og rannsóknstofu í hreyfívísindum HÍ, 7Mátti, sjúkraþjálfun Selfossi, 3Atlas sjúkraþjálfun Reykjavík, 4Gáska sjúkraþjálfun Reykjavík baldurQmattur.is Inngangur: Iljarfellsbólga er algeng orsök verkja undir hæl, yfirleitt stað- sett miðlægt undir framanverðum hæl. Markmiðið var að bera saman tvö meðferðarform fyrir iljarfellsbólgu, Masai Barefoot Technology (MBT) skó annars vegar og teip og innlegg hins vegar. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 28 einstaklingar frá höfuð- borgarsvæðinu og frá Selfossi og nágrenni. Þeim var skipt af handahófi í tvo hópa, 14 í MBT hóp (MBTH) og 14 í teip og innleggja hóp (TIH). íhlutun stóð yfir í 12 vikur, mælt var í upphafi, eftir fjórar vikur og eftir 12 vikur. Þátttakendur í MBTH fengu MBT skó til afnota í 12 vikur. Þátttakendur í TIH voru teipaðir tvisvar sinnum í viku í fjórar vikur af sama sjúkraþjálfaranum og fengu eftir það innlegg í átta vikur. Þátttakendur skráðu notkun á skóm og innleggjum í dagbók. Lágmarksnotkun var 2 klst að meðaltali á dag fyrstu vikuna og 4 klst á dag eftir það. Fjórir þátttakendur duttu úr rannsókninni og í lokaniður- stöðum voru 14 í MBTH og 10 í TIH, eða 24 einstaklingar, 19 konur og fimm karlar. Niðurstöður voru byggðar á mati þátttakenda á verk við fyrstu skrefin að morgni (VAS 0-100mm), færni í ökkla og fæti sem metin var með spurningalista (FAAM) og verk við þrýsting sem veittur var með þrýstimæli að því marki að sársauki fannst. Niðurstöður: Eini munurinn milli hópa í upphafi rannsóknar var að TIH hafði haft einkenni lengur en MBTH (p=0,015). í lok rannsóknar höfðu morgxmverkir minnkað hjá báðum hópum (p<0,001) sem og verkur við þrýsting á festu iljarsinafellsins (p=0,004) og fæmi jókst (p<0,001). Ekki reyndist vera marktækur munur á milli MBTH og TIH. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að bæði meðferðarformin, MBT skór annars vegar og teip og innlegg hins vegar, skili árangri í meðferð hjá fólki með iljarfellsbólgu með minni verkjum og aukinni fæmi. 66 LÆKNAblaSið 2013/99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.