Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 104
104 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Varaformaður stjórnar framtakssjóðs
íslands
helga
Á árinu 1915 voru mjög mikilvæg skref stigin í jafnréttisbaráttu á Íslandi, konur fengu kosningarétt og á sama tíma var sá réttur al
mennt rýmkaður gagnvart almenningi þar
sem aðeins efnameiri karlmenn fengu að
kjósa áður. Fjölmargt gott hefur áunnist frá
þessum tíma. Okkur finnst t.a.m. sjálfsagt í
dag að hafa aðgengi að leikskólum en það
eru í raun aðeins nokkrir áratugir síðan
slíkt stóð ekki til boða og fyrstu árin þar
á eftir var aðeins pláss fyrir börn hálfan
daginn. Það að hafa aðgengi að góðum
leik skólum allan daginn með fagmenntuðu
starfsfólki tel ég að hafi verið stórt fram
faraskref til að efla atvinnuþátttöku kvenna
og þannig jafnrétti kynjanna. Án þeirra
væri óraunhæft að horfa til jafnrar atvinnu
þátttöku beggja kynja á mikilvægu reynslu
og mótunartímabili í atvinnuþróun hvers
manns.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í
rekstri í ferðaþjónustunni á undanförnum
árum?
„Vöxtur ferðaþjónustunnar síðustu misseri
hefur verið ævintýri líkastur og er ekki
sjálfgefið að fyrirtæki nái að aðlaga sig
og eflast til samræmis án þess að dregið
sé úr fagmennsku og gæðum. Það hefur
verið virkilega ánægjulegt að sjá hvernig
fyrirtæki innan SAF hafa náð að bregðast
við og aðlagast á mjög stuttum tíma. Á
undanförnum árum hafa einnig komið
fram á sjónarsviðið mörg öflug fyrirtæki
í ferðaþjónustu um land allt sem hafa
fagmennsku og gæði í forgrunni. Þetta
eru fyrirtæki sem eru að skapa góð störf
í skemmti legri atvinnugrein og láta sig
sjál fbærni varða í æ ríkara mæli. Þá hefur
mikill árangur náðst þar sem ferða
þjónustan sem atvinnugrein talar nú einni
sterkri röddu í markaðsmálum þegar kem
ur að því að kynna Ísland sem áfanga stað
fyrir ferðamenn í markaðsátakinu Inspired
by Iceland. Það hefur sannarlega skilað
sér.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Hvað stjórnendur í ferðaþjónustunni
varðar þá tel ég mjög mikilvægt að þeir
haldi áfram að styðja við og efla gæði,
þjónustu og menntunarmál innan sinna
fyrirtækja sem og að horfa áfram til stóru
myndarinnar og þannig til mikilvægis
samtakamáttar. Þá er lykilatriði að þeir
viðhaldi áfram þeirri jákvæðni og elju,
gleði og þrautseigju sem einkennir þessa
atvinnugrein.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Jákvæðni, drifkraftur, fagmennska og
ósérhlífni.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni
innan atvinnulífsins um þessar mundir?
„Mér er ofarlega í huga á þessum
tímapunkti mikilvægi þess að breyta allri
aðferðafræði og hugsun við gerð kjara
samn inga. Það gengur ekki að íslensk
fyrir tæki þurfi að búa við slíka óvissu og
óstöðug leika eins og við höfum þurft að
upplifa nú á vormánuðum, í fyrra og í
raun í gegnum áratugina. Við þurfum að
læra af reynslunni og vinna mark vissar
fram í tímann þegar kemur að kjara
samn ingagerð. Sígandi lukka er alltaf
best og þannig eigum við að byggja upp
og tryggja aukinn kaupmátt og stöðugt
efna hags umhverfi. Hér er ábyrgð allra
mikil, vinnumarkaðarins í heild sem og
stjórnvalda. Nærtækast er að horfa til
nágranna okkar í Skandinavíu og hvernig
þeir hafa haldið á málum. Við þurfum að
læra af og tileinka okkur þeirra vinnu
markaðslíkan.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Mínar helstu fyrirmyndir í stjórnun eru
stjórnendur sem eru ósérhlífnir, jákvæðir,
faglegir og með skýra framtíðarsýn. Þar
gildir einu hvort um er að ræða konu eða
karl.“
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar
samtök á vInnumarkaðI
Helga Árnadóttir. „Mínar helstu fyrirmyndir í
stjórnun eru stjórnendur sem eru ósérhlífnir,
jákvæðir, faglegir og með skýra framtíðarsýn.
Þar gildir einu hvort um er að ræða konu eða
karl.“
Vöxtur ferðaþjónustunnarævintýri líkastur
BIOEFFECT
LOKSINS
KOMIÐ HEIM
- ENN MEIRI VIRKNI -
Most Innovative
Product of the Year
Meðal verðlauna sem BIOEFFECT hefur hlotið eru:
HÚÐVÖRUR MEÐ
EINSTAKA VIRKNI
BIOEFFECT® húðvörurnar eru
margverðlaunaðar hágæðvörur með
einstaka virkni.
Eitt þekktasta íslenska vörumerkið á
erlendum markaði
Fáanlegar í yfir 1.000 verslunum í 25
löndum
BIOEFFECT EGF SERUM hefur frá
upphafi verið mest selda
húðvaran í sögu Colette, einni
virtustu lífstílsverslun Parísar
Mest selda snyrtivaran um borð
British Airways
BIOEFFECT EGF SERUM er fimmta
besta snyrtivara í heimi samkvæmt
fegurðarhandbók franska blaðsins
Madame Figaro 2015