Frjáls verslun - 01.05.2015, Qupperneq 142
142 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Texti: Svava Jónsdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
60% lykilstjórnenda HR eru konur
Háskólinn í Reykjavík
unnið er markvisst eftir skýrri jafnréttisstefnu í háskólanum og 60% lykilstjórnenda eru konur.
„Við teljum mjög mikilvægt að allir standi jafnfætis og hafi sömu tækifæri,“ segir Ari kristinn jónsson, rektor.
S
amkeppnishæfni er
lykilorð innan veggja
HR að sögn Ara
Kristins Jónssonar
rektors. Hlutverk háskólans er
að skapa og miðla þekkingu
til þess að efla lífsgæði og
samkeppnishæfni nemenda
á vinnumarkaði. Hann segir
að að sífellt meiri þörf sé á
tæknimenntuðu fólki. Þetta eigi
ekki síst við um tæknimenntun
sem er tengd öðrum lykil þátt
um í atvinnulífinu eins og við
skiptum og lögum. Nauðsynlegt
sé að virkja krafta beggja kynja
til að skapa sem mest verðmæti
fyrir samfélagið.
„HR er stærsti tækniháskólinn
á Íslandi en vegna þess að mun
fleiri karlar sækja í tækni greinar
eins og verkfræði og tölv unar
fræði höfum við markvisst
unn ið að því að hvetja konur
til fara í tækninám. Við höf
um meðal annars verið þátt
takendur í mjög merkilegu
alþjóðlegu átaksverkefni sem
við köllum „Stelpur í tækni“.
Þar höfum við boðið stúlkum
í efstu bekkjum grunnskóla að
koma í heimsókn til okkar til að
kynna sér um hvað tækninám
snýst og kynnast konum sem
starfa í tæknifyrirtækjum. Þá
styðjum við vel við bakið á
félagi stelpna í tölvunarfræði
við HR, sem heitir /sys/tur. Það
er enginn vafi á því að þeirra
samstaða vinnur á móti brott falli
kvenna úr námi í tölv unarfræði.
Þessi vinna er greinilega að
skila sér en núna eru konur
rúmlega fjórðungur þeirra
nemenda sem fara í tölv unar
fræði við HR en fyrir nokkr um
árum voru þær bara um 11%.
Einnig hefur aðsókn kvenna
aukist mikið í verkfræði. Við
munum halda starfinu ótrauð
áfram þar til konur eru helm
ingur nemenda í tölv unar fræði
og öðrum tækni greinum.“
sterk tenging við
atvinnulíf
Ari segir að sú leið sem HR
fari til að skapa og miðla
þekk ingu og efla lífsgæði og
samkeppnishæfni, fyrir nem
end ur og samfélagið í heild,
felist í að tengja nám við skól
ann sterkt við atvinnulífið og
samfélagið. Námið sé því allt
tengt raunverulegum verk
efn um og viðfangsefnum.
„Þannig öðlast nemendur góð
an undirbúning áður en þeir
fara út í atvinnulífið að námi
loknu. Nýsköpun og frum
kvöðlahugsun er mikilvægur
hluti af þessu. Það snýst um
að þjálfa nemendur okkar í að
koma með nýjar lausnir, takast
á við krefjandi verkefni og að
þeir geti farið á brautir sem þeir
hafa ekki farið áður. Þá horfum
við til þess að nemendur geti
að loknu námi orðið leiðtogar í
fyrirtækjum, skapað nýja hluti
innan fyrirtækja og að fólk geti
líka skapað sín eigin tækifæri.
Við tölum gjarna um að við
menntum fólk til atvinnu og
athafna – að fólk sem ljúki
námi frá okkur sé mjög sam
keppnis hæft um störf en hafi
líka getu, reynslu og þekk ingu
til að gera nýja hluti.“
„HR er stærsti tæknihá
skólinn á Íslandi en vegna
þess að mun fleiri karlar
sækja í tækninám höfum
við markvisst unnið að
því að hvetja konur til að
skoða tækninám.“
Framkvæmdastjórn HR. efri röð frá vinstri: Heiðar Jón Hannesson, framkvæmdastjóri upplýsinga-
tækni, Ragnhildur Helgadótt ir, forseti lagadeildar, Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verk-
fræðideildar, ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar, og Kristján Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri gæða. neðri röð frá vinstri: Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar, Ari Kristinn
Jónsson rektor, Sigríður elín Guðlaugsdóttir mann auðsstjóri, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri tengsla, og yngvi Björnsson, forseti tölvunarfræðideildar.