Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 4
Tímarit Máls og menningar írásögn af ástandinu í Suður-Víetnam og Saigonborg sjálfri (en slíkar frásagnir liafa verið furðu sjaldgæfar í þessu stríði); en hún er þó einkum og sér í lagi verðmæt fyrir það að hún sýnir glöggt samtengsl hisnessins og glæpanna. Hún sýnir að það „frelsi" sem Bandaríkjamenn eru að verja í Austur-Asíu er þegar öll kurl koma til grafar ekkert annað en hagsmunaaðstaða hlutafélaganna handarísku. Og hún sýnir einnig samsetningu þeirrar innlendu þjóðsvikafylkingar sem Bandaríkjainenn hafa við að styðjast í þessu starfi sínu: sníkjudýrin, hraskarana, verktakana, hinn „fjölmenna hóp gróðamanna sem hafa hag af áframlialdandi setu Bandaríkjamanna og /ramlengingu stríðsins“. Hvar sem Bandarfkjaher liefur komið sér fyrir í heiminum hefur hann einnig komið sér upp þessari fylkingu, sem hann hefur í rauninni umráð yfir og tangarhald á vegna þess að gróða- aðstaða liennar er til orðin fyrir handaríska náð. Eins og öllum má vera kunnugt er slík fylking sníkjudýra, hraskara, og verktaka, einnig til á Islandi. Það gæli verið gagnlegt að minnast þess að þegar í nauðirnar rekur vilja þessir hópar heldur selja þjóð sína í greipar handarískra morðvarga en að missa þau arðvænlegu hlunnindi sem þeir liafa af liinuni stríðssjúku séntilmönnum. Þar mun koma á endanum, og kannski áður en mjög langt um líður, að hlindan hverfur af augum almennings og hann sér hvaða ófreskju liann hefur látið ginnast til að dýrka. Þá mun verða skráð kolsvörtum stöfum á spjöld sögunnar að árin 1965 og 1966 veittu allar ríkisstjórnir í Vestur-Evrópu, utan ein eða tvær, villimennskunni sóma- vottorð af því hún var bandarísk. Þá niunii þessar ríkisstjórnir — þar á meðal sú íslenzka — hljóta þann sama sess í almennings vitund sem þær stjórnarnefnur er sátu undir ægis- hjálmi nazista á sigurdögum þeirra í meginlandsríkjum Evrópu. Þá mun ekki tjá að afsaka sig með dofinskap sínum, eða með því að menn hafi ekki vitað hvað um var að vera. Því að Víetnamstríðið er prófsteinn, - prófsteinn á manndóm, og ofur einfaldlega á það hvað eftir er af manneskjulegum viðbrögðum hjá þeim sem sitja á valdastólunum. En hver verður hlutur hinna vestur-evrópsku þjóða, hins vestur-evrópska almennings- álits? Þar veltur mikið á því að það vakni fyrr en í óefni er komið, því að þess er valdið. Ef hin siðferðilega hneykslun dirfist að draga réttar ályktanir og hreytist þar með í afl, þá munu Bandaríkjamenn ef til vill sjá sitt óvænna, þó að rætur ofbeldisstefnunnar verði að vísu ekki upprættar af öðrum en hinni handarísku þjóð sjálfri, og slíkt muni varla gerast fyrr en eftir miklar þrengingar. Um oss Islendinga má segja, eins og vanalega, að álit vort skipti varla miklu, og vér getum engin álirif haft á gang þessara mála. En vér eigum það sannnerkt við allar aðrar þjóðir að ef vér látum oss á sama standa um stríðsglæpina í Víetnam, munum vér ckki eiga mikið eftir af virðingu fyrir sjálfum oss um það er lýkur. Yfirdrottnun Bandaríkj- anna fylgir sú ákveðna viðleitni að útrýma mannlegri sjálfsvirðingu, og þar eru lil að- stoðar þeir flokkar sníkjudýra sem hreiðrað liafa um sig í valdastólum hinna amerísk- hollu ríkja. Það getur sem sé ekki farið saman að bera virðingu fyrir ófreskjunni og fyrir sjálfum sér. Um leið til að öðlast aftur sjálfsvirðingu má lesa í síðustu málsgreinum rilgerðarinnar eftir liinn óncfnda Evrópumann í Víetnam. S. IJ. 98
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.