Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 9
Snorri Hjartarson, sháld, sexlugur hefðar og anna, liöldum við nálgumst þar himin þess draums sem við geymum í minni bjartan og bernskan: á svölum morgni við blóm og fljót skín sól hans á hreiðurmó fleygra söngva, þar kalla ekki klukkur úr turni og kurla líf okkar, dreifa því, strá visnuðum óskum og vilja staðlausra stunda í straumiðu hraðans. Og einmitt í þessu kvæði er á einum stað tekið saman í örfá orð það sem er líf okkar og sannfæring, trú okkar og von framan úr öldum: --------frelsið er falið þar sem fólkið berst------ Mikið lifandi undur getur manni þótt vænt um þessi orð, nú, á þessum síðustu dögum. Og nú var það ekki ætlun mín að fara að rekja sundur þetta háfágaða verk Snorra Iíjartarsonar. Ef ég reyndi það mundi fara fyrir mér eins og séra Vigfúsi heitnum, sent snéri Passíusálmum Hallgríms í óbundið mál. — En ég vildi segja við alla þá er lesa kunna: Lesið kvæði Snorra Hjartarsonar, I Eyvindarkofaveri, ekki einu sinni, heldur mörgum sinnum, og hann mun koma til ykkar og vera með ykkur síðan. Og honum sjálfum vildi ég bera kveðju dals og heiðar og þakka honum fyrir það gull, sem hann nú þegar hefur skilið eftir „í þeim sofandi lófa.“ Guðm. BöSvarsson. Afmaeliskveðja til Gísla Ásmundssonar 24. marz 1966 Kæri vin! Margt og skemmtilegt væri að rifja upp frá þeim dögum er við kynntumst fyrst, ungir stúdentar, það herrans ár 1930 úti í Leipzig, teyguðum þorstlátir alla vizku og samein- uðumst í aðdáttn á Tórnasi Mann, gengum í dansskóla saman ásamt Matthíasi Jónassyni til að fá í okkur rytma, stigum tangó og foxtrott, fílósóferuðum yfir kaffibolla á Felsché og horfðum draumlyndir út yfir Ágúststorg. Og manstu er Haukur Þorleifsson hættist í hópinn og stundirnar heima hjá Jóhanni Jónssyni og frú Göhlsdorf, og við sátum hjá lionum við rúmstokkinn og hlustuðum hugfangnir eins og á brimhljóð úr fjarska? Og við sáum Island í hillingum, og vorum brennandi í andanum og svo ákafir að brjóta allt til mergjar að dagarnir entust ekki og við kappræddum fram á nætur, stikandi um götur liorgarinnar, og málin urðti aldrei útrædd svo að taka varð upp þráðinn kvöld eftir kvöld. 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.