Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Síða 27
stríð sem gerist æ ágengara og á-
þreifanlegra í viðbjóði sínum, gæti
hæglega gert aS engu hina ginnheil-
ögu hugmynd sem BandaríkjamaSur-
inn gerir sér um sjálfan sig. MeS því
má skýra hinar örvæntingarfullu til-
raunir hans til aS varSveita þessa
mynd óskerta, jafnvel þótt þaS kosti
hann skrípaleik þar sem móthlutverk-
iS fæst ekki leikiS af öðrum en pút-
um. Hin brýna þörf Bandaríkjamanna
fyrir að varðveita ákveðna mynd af
sjálfum sér skýrir það ennfremur
hvers vegna jieim er jafn útbært fé
í Saigon og raun er á. Oft kemur það
jafnvel fyrir að þeir þora hvorki að
hafna vörum sem þeim eru !)oðnar
né prútta um hið ofboðslega háa
verð sem á þær er lagt sérstaklega
.fyrir Ameríkana1, — rétt eins og
þeir myndu falla niður í hyldýpi ef
þeir svöruðu ekki jákvætt hinni hálf-
volgu tækifærishlýju kaupmannanna.
I þessu hyldýpi vofir yfir þeim m. a.
hin þrúgandi sektarkennd, sú er þeir
kalla yfir sig dag eftir dag með því
að taka þátt í útrýmingar- og eyði-
leggingarherferðunum.
I Saigon hafa menn fært sér í nyt
hugmyndina um ,góða strákinn* og
kvíðann sem sú tilhugsun vekur hjá
Bandaríkjamönnum að þeir samræm-
ist henni ekki, með því að koma á
fót alveg nýjum prjáliðnaði sem
framleiðir töfragripi og verndargripi,
konfetti, fjaðrahatta og annað þvílíkt
dót fyrir loddara. Bessi varningur er
Bandarílcjamenn í Víetnam
greinilega ekki ætlaður til annars en
svala hinni ómótstæðilegu þörf
Bandaríkjamanna fyrir að kaupa sér
syndaaflausn. Að sjálfsögðu leggur
það fé sem víetnamskir kaupmenn
græða á þennan hátt, leið sína til út-
landa um leið og það breytist í gjald-
eyri.
Eftir því sem Bandaríkjamenn taka
stríðsreksturinn meir í sínar hendur
fjarar bælingarhæfni þeirra fyrr út.
Allar hinar aumkunarverðu falsanir
og siðlausu loddarabrögð þeirra til
þess að varðveita hlekkinguna um að
stríðið sé ,réttlátt‘ fá ekki dulið brest-
ina í öllu sjálfsréttlætingarkerfinu.
Fyrst svo stendur á er ekki nema um
þrjár leiðir fyrir þá að velja: reyna
að skilja (en guð má vita hvert það
kann að leiða þá!); framfylgja
blygðunarlaust sérhagsmunum sínum
og hætta feluleiknum; eða þá loka
augunum fyrir veruleikanum með
þeim hugsanlegu afleiðingum að
hugsun þeirra og hegðun leysist ger-
samlega upp í hamstola æði. Tvær
fyrri leiðirnar útheimta að Banda-
ríkjamenn geri sér nokkra grein fyrir
ástandinu. En hin þriðja felur það
í sér að þeir loki með öllu augunum
fyrir liinum efnahagslega og félags-
lega veruleik þegar bælingarhæfni
þeirra er að fullu þrotin. Fyrstu
merkin um slíkt ofsaæði komu í ljós
þegar ,sjóliðarnir‘ töldu sér skylt að
kveikja með sígarettukveikjurum sín-
um í þorpum þar sem ,Vikkar‘ leynd-
121