Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 32
Timarit Máls ug mcuniiigar
lijarli bernskuduldir sem eru eigin-
legar öllum púrítönskum þjóðfélög-
um. Hyldýpið sem gín við banda-
risku bermönnunum í Víetnam, þegar
góðmennska þeirra er dregin í efa,
er ekki einungis þrúgandi sektar-
kennd, heldur og kvíði ungbarnsins
sem leitar sér skjóls fyrir viðbjóðn-
uin og óttanum við holdið, með því
að upphefja og helga líkamsburði
sína í þjónustu einhverrar göfugrar
baráttu (sbr. hetju Villta vestursins
gegn vonda Indíánanum). Síðan
þróasl vitund þeirra um syndir holds-
ins, öryggisleysið á kynferðissviðinu
og efasemdin uin karlmannlegan full-
burðugleika þeirra í mikilmennsku-
brjálæði. Mikilmennskuduldin birtist
m. a. í hneigð bandarískra hermanna,
skólapilta og knattleikameistara til að
flíka vöðvaafii sínu í tíma og ótíma
og eins í liinu að ,öflugasta herveldi
heimsins1 virðist um megn að viður-
kenna eða jafnvel ímynda sér að það
geti beðið lægri hlut í hernaðar- eða
stjórnmálaátökum, þegar svo ber
undir.
Mikilmennskubrj álæðið knýr
Bandaríkjainenn til að hrærast í
heimi eilífra sannana; þeir þurfa allt-
af að vera að sýna fram á yfirburði
sína. Allt kerfið riðar til falls við
minnstu fyrirstöðu. Yfirdrottnunin
er að þeirra dómi algild grundvallar-
regia allra mannlegra samskipta, jafnt
í auðvaldsþjóðfélagi nútímans sem
alþjóðaviðskiptum, og hver sá er
reynir að afnema þessa reglu skai
barinn niður með öllum tiltækum
ráðum, þ. á. m. hinum sefasjúka
andkommúnisma sem eirir engri
skepnu.
Niðurslaða vor er sú að vér meg-
um með engu móti láta skelfast af
hinmn svokallaða lífsþrótti Banda-
ríkjamanna. Hann byggist að tals-
verðu leyti á taugaveiklun þjóðar-
innar og sjónhverfingum sem spretta
af óstyrk hennar. Bardömurnar og
götusnáparnir í Víetnam hafa skilið
þetta til hiitar; þau vita hvar er að
finna snöggasta hlettinn á verndur-
um sínum þegar þau fara á stúfana
til að hafa út úr þeim nokkra pjastra.
Því væri fráleitt af oss að ætla að
koma á laggirnar jafn voldugum eða
voldugri framleiðsluöflum en Banda-
ríkjamenn hafa stofnað til af kvíða-
blandinni og dulinni valdagræðgi. Af
því hlytist ekki annað en ófrjó sam-
keppni og orkueyðsla, auk þess sem
hættan af heimsveldisstefnu þeirra
væri ekki þar með úr sögunni. Það
veltur meira á hinu að oss takist, með
rökum skynseminnar, að fletta ofan
af mikilmennskuduld þeirra með jafn
árangursríkum hætti og unglingarn-
ir í Víetnam hafa gert með framkomu
sinni.
Skrípamyndin sem Bandaríkja-
menn munu draga upp af sjálfum
sér ef þeim tekst hvorki að fá Víet-
nambúa til að trúa á helgisögn sína
né sýna öllum heimi og sér sjálfum
126