Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Síða 38
Tímarit Aláls og menningar því aðeins er ástæða til stofnunar nýs leikhúss að eitthvert það starf sé illa rækt, eða órækt, sem leikhús getur leyst af hendi fyrir samfélagið. Er um slíka vanrækslu að ræða í íslenzkum leikhúsum? Til þess að svara þeirri spurningu verður fyrst að skilgreina hvað leik- hús á að vera að okkar dómi. Hverj- ar kröfur ber að gera til þess? Hver maður er listamaður að því leyti að hann elur með sér draum um fegurð og samræmi sem hefur ekki ennþá orðið að veruleika í sam- félagi hans. Þessi draumur er eins- konar bjarmi, leiðarstjarna sem fer fyrir á lífsferðalagi manns, og færist því lengra fram sem fleiri áföngum er náð. Hversu langdrægur hann er fer eftir andlegum þroska hvers og eins, allt frá draumi um sunnudags- ferðalag upp í sveit til draums er nær um heim allan, um nýtt og betra líf handa fátækum mönnum, um sam- leik sólkerfa í alheiminum og um hræringar sem ná um gjörvallt mann- líf fram í ókomnar aldir. Menn hafa fæstir aðstöðu til, vegna brauð- strits og vankunnáttu, að sjá mikið verða úr draumum sínum. En þeir hneigja sig fyrir hverjum þeim sem getur gert af honum eftirlíkingu. Þar með er fædd þörfin fyrir listamann- inn. Og mönnum er gefið frí frá vinnunni, eins og Kjarval orðar það, svo að þeir geti sinnt þessum draumi, fyrir náunga sinn. Því fjarlægari og víðtækari sem þessi fegurðardraum- ur er og því meiri hæfni og kunnáttu sem þarf til að gefa honum sköpunar- form, þeim mun meiri snillingur er sá sem það leysir af hendi. Draum- ur þessi er ídean, hugsjónin í lífi okkar, sú sem fer á undan fram- kvæmdinni, grunurinn sem fer á undan vissunni, ágizkun um hvað verða kann þegar líf okkar hefur náð æðri þróunarstigum og innsýn í eðli þeirra hluta sem þegar eru, og eðlisfræðin og önnur vísindi hafa kveikt hjá okkur grun um að bygg- ist á ævintýralegum samleik hinna ýmsu efniseinda afls og orku. Væru- kærir menntamenn sem eftir háskóla- nám silt hafa ekki haft þrek afgangs til að fylgjast með framvindu mann- legrar þekkingar, svo og þeir sem at- vinnu hafa af trúarbrögðum, hafa fundið einfalda útskýringu á list. Hún er sú að fegurðardraumurinn sé guðshugmyndin og listsköpun við- leitni mannsins til að nálgast guð sinn. Þeir munu ekki lesa þessa grein. 1 sömu ætt sver sig sú kenning að listamenn séu skrítnir fuglar og af allt öðrum toga spunnir en annað fólk. Hinsvegar eigi að umbera þá og fyrirgefa þeim skringilegheitin af því að þeir beri í brjósti sér guðsneist- ann, köllunina, sem þeir fórna lífs- þægindum og lifa fyrir í meinlæti sumir hverjir. Þetta er mikill mis- skilningur. Það sem gerir listamann 132
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.