Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Side 45
og vitni um tilfinningalíf sem er hæp- ið í hæsta máta. Þau rugla sönnum og stórbrotnum tilfinningum sem speglast í skáldskap aldanna saman við sínar eigin, falskar, reikular og þandar. Þessháttar tilfinningar er að sjálfsögðu réttast að láta ekki koma fram í birtu heilbrigðrar skynsemi. Og það sem þeir kalla skynsemi er engin skynsemi ef hún setur sig upp á móti voldugum tilfinningum. Þessir aðilar, skynsemi og tilfinning, eru nú, á lokaskeiði kapítalismans, komn- ir í illvíga og óleysanlega andstöðu hvor við annan. Hin rísandi stétt, og þeir sem herj- ast við hennar hlið, meðhöndla aftur á móti tilfinning og skynsemi sem mikla og frjóa krafta er sameflast. Tilfinningarnar knýja okkur til að beita skynseminni til hins ýtrasta og vitið hreinsar tilfinningar okkar ... Enginn sem les þessar tilvitnanir skyldi ætla að þar sé komin öll kenn- ing Brechts, né heldur að í þessu yfirliti felist allt sem leikhúsi okkar tíma á íslandi kemur við. Veiga- mestu atriðin eru þó Ijós: Leikhús á að vera gerandi, sem þýðir að það leitast við að breyta heiminum en ekki aðeins að þola hann. Það tekur krítiska afstöðu til allra hluta, er felur í sér að það gerir alltaf ráð fyrir öðrum möguleika og hetri. Það má einnig setja dæmið upp á Nýtt leilchús annan hátt, segja að leikhús sé fyrst og fremst skemmtun, aðferð til að dreifa huganum. En allt ber að sama brunni. Nútímamaðurinn dreifir hug- anum á annan hátt en til forna. Við getum ekki skemmt okkur við bar- daga milli vopnlausra manna og hungraðra ljóna eins og Rómverjar hinir fornu. Ekki heldur við að leika á náungann og hafa aumingja fyrir fífl, eins og tíðkaðist á tímum Elísa- betar. Við höldum að við getum skemmt okkur við blúndur og ganer- ingar svo sem var fyrir aldamót eða útaustur á sexúellu instinkti sem tíðk- aðist meðan Freud var guð. En í raun og veru förum við alltaf hálf skömmustuleg út af slíkum sýningum, af því við vitum að ekkert af þessu á við lengur, lífið hefur leitt fram nýjan og sterkari sannleik. Þessar skemmtanir eru sprottnar af úreltum lífsviðhorfum, heimspeki sem er dauð eða á leið fyrir stapann. Nú- tímamaðurinn finnur skemmtan og nautn í því að skoða rök tilverunnar og samfélags síns, og þar eð hann liefur mjög verið ginntur vill hann fá að vita sannleikann. Þessvegna gerir nútíminn kröfur til leikhúss sem er skipað vel upplýstu fólki með yfirsýn yfir veröldina og einurð til að rannsaka víðáttur mannlegra sam- skifta og segja sannleikann um þau, af slíkri leikni að það verði áhorf- endum skemmtileg opinberun. Þá er það eitt mál öðrum framar 139
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.