Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 53
Skilyrði til f jölbreytileg'ra
hafraunsókna
Viðtal við dr. Unnstein Stejánsson ejnajrœðing
Unnstcinn Stefánsson er þjóðkunnur fyrir hafrannsóknir sínar. Hann er aust-
firðingur að ætt, f. að Sómastaðagerði í Keyðarfirði 10. nóv. 1922. Hann gekk
í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1942, stundaði efna-
fræði við Ríkisháskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum og lauk þar meistara-
prófi í þeirri grein 1946 og kont heim að loknu prófi. Gerðist hann þá starfs-
maður á rannsóknarslofu Fiskifélags Islands, en réðst tveim árum síðar, 1948,
að Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans og hefur starfað þar síðan. Unnsteinn
hefur jafnframt dvalizt nokkrum sinnum erlendis og unnið að rannsóknarstörf-
um, m. a. við Hafrannsóknastofnunina í Höfn (1948) og í Woods Hole í Banda-
ríkjunum (1953). í Höfn vann hann 1958 að undirbúningi doktorsritgerðar og
íékk ársleyfi 1962—63 til að kynna sér nýjustu aðferðir í efnafræði sjávar
við Hafrannsóknardeild Háskólans í Washingtonfylki, og eins og er hefur
hann kennsluslarf á liendi þrjá mánuði ársins við Duke-háskólann í Norður-
Carolina. Unnsteinn hefur íitað margar greinar um haffræði, ekki sízt í erlend
tímarit. Doktorsritgerð lians er um hafsvæðið norðan íslands og bókin Iiajið
kom út eftir hann 1961.
Kr. E. A.
Hvernig liafa hajrannsóknir [iróazl hér á lamli og hvað vinna nú margir uð
þeim?
Að því er ég bezt veit voru fyrslu mælingar á dýpi og botnlagi á íslands-
ntiðum gerðar á síðari hluta 18. aldar að forgöngu Frakka, en upp úr alda-
mótunum 1800 hóf danski flotinn mælingar við strendur Iandsins og hélt
þeim athugunum áfram alla 19. öld og fyrstu áratugi þessarar aldar. Hins
vegar verður naumast talið, að athuganir á ástandi sjávar og straumum á
íslenzkum hafsvæðum hefjist fyrr en upp úr miðri síðustu öld, og eiginlegar
fiskirannsóknir hér við land byrja ekki fyrr en með hinum merku athugunum
dr. Bjarna Sæmundssonar og starfsbræðra hans danskra á fyrstu áratugum
þessarar aldar. A fjórða tugi aldarinnar hóf svo Árni Friðriksson rannsókn-
arstörf hér og árið 1937 var Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans sett á stofn
147