Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 56
Tímarit Máls og menningar
Hvaða nýjungar komstu með ?
A grundvelli hinna íslenzku rannsókna tókst mér að sýna fram á, að
straumakerfið í hafinu milli Islands, Grænlands og Jan Mayen er með nokk-
uð öðrum hætti en sýnt er á eldri straumakortum, sem studd voru fátækari
gögnum en okkur hafði tekizt að afla seinasta hálfan annan áratuginn. Þess
má geta, að rannsóknir Sovétmanna á þessu svæði hafa síðar staðfest þessa
straummynd.
í öðru lagi þóttist ég geta sýnt einkenni og uppruna helztu sjógerðanna á
svæðinu norðan íslands og reiknað út hlutfallslegt magn þeirra víðsvegar
á svæðinu. Þá rannsakaði ég árstíðabundnar sveiflur sjávarástandsins á
Norðurlandssvæðinu. I sambandi við þá rannsókn og fyrir tilstuðlan dr.
Árna Friðrikssonar gafst mér kostur á að dveljast samfleytt í tvö ár á Siglu-
firði (1953—-55) og fara þaðan í leiðangra um svæðið einu sinni í mánuöi.
Sá efniviður sem þannig fékkst var mikils virði til að skýra hinar árstíða-
hundnu breytingar og orsakir þeirra. Loks kannaÖi ég eftir föngum öll tiltæk
gögn um tímabilið 1924—1960 og leitaðist við að finna orsakir til hins mikla
mismunar milli ára sem fram kemur í ástandi sjávar, einkum á norðaustur-
hluta svæðisins. Niðurstaða mín var sú, að sjávarhiti á síldveiðisvæðinu
norðan íslands að sumarlagi ákvarðist að meslu leyti af ríkjandi vindátt
á hafinu vestan íslands á vorin. Suðlægar áttir virðast auka straumþunga
Atlantssjávarins norður með Vestfjörðum, en norðlægar áttir draga úr rennsli
hans austur fyrir Horn.
Þú starjar við Fiskideildina. Hver hafa verið eða eru aðalviðjangsefni þín?
Eins og fram hefur komiö var aöalviðfangsefni mitt hér fyrstu tíu árin
rannsóknir á hafinu norðan Islands. Meðal minni háttar verkefna á þessum
árum get ég nefnt, að ég kannaði breytingar á yfirborðshita og útbreiðslu
hafíss norðan íslands á tímabilinu 1874—1950. Þessar athuganir byggði ég
á skýrslum um hitamælingar við Grímsey, mælingum á skipaleið, sem gerðar
hafa verið að mestu leyti af dönskum og íslenzkum kaupskipum, og skýrslum
dönsku og íslenzku veðurstofunnar um tíðni ísa. Birti ég ritgerð um þessar
niðurstöður í Ritum Fiskideildar.
Rannsóknum á Norðurlandssvæðinu hefur verið haldið áfram, en að sjálf-
sögðu hafa fjölmörg ný verkefni bætzt við. VoriÖ 1960 vorum við íslending-
ar þátttakendur í sameiginlegum rannsóknum sex þjóða á svæðinu milli Is-
lands og Færeyja. Þessar rannsóknir voru skipulagðar af sjófræðinefnd Al-
150