Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar Hvaða nýjungar komstu með ? A grundvelli hinna íslenzku rannsókna tókst mér að sýna fram á, að straumakerfið í hafinu milli Islands, Grænlands og Jan Mayen er með nokk- uð öðrum hætti en sýnt er á eldri straumakortum, sem studd voru fátækari gögnum en okkur hafði tekizt að afla seinasta hálfan annan áratuginn. Þess má geta, að rannsóknir Sovétmanna á þessu svæði hafa síðar staðfest þessa straummynd. í öðru lagi þóttist ég geta sýnt einkenni og uppruna helztu sjógerðanna á svæðinu norðan íslands og reiknað út hlutfallslegt magn þeirra víðsvegar á svæðinu. Þá rannsakaði ég árstíðabundnar sveiflur sjávarástandsins á Norðurlandssvæðinu. I sambandi við þá rannsókn og fyrir tilstuðlan dr. Árna Friðrikssonar gafst mér kostur á að dveljast samfleytt í tvö ár á Siglu- firði (1953—-55) og fara þaðan í leiðangra um svæðið einu sinni í mánuöi. Sá efniviður sem þannig fékkst var mikils virði til að skýra hinar árstíða- hundnu breytingar og orsakir þeirra. Loks kannaÖi ég eftir föngum öll tiltæk gögn um tímabilið 1924—1960 og leitaðist við að finna orsakir til hins mikla mismunar milli ára sem fram kemur í ástandi sjávar, einkum á norðaustur- hluta svæðisins. Niðurstaða mín var sú, að sjávarhiti á síldveiðisvæðinu norðan íslands að sumarlagi ákvarðist að meslu leyti af ríkjandi vindátt á hafinu vestan íslands á vorin. Suðlægar áttir virðast auka straumþunga Atlantssjávarins norður með Vestfjörðum, en norðlægar áttir draga úr rennsli hans austur fyrir Horn. Þú starjar við Fiskideildina. Hver hafa verið eða eru aðalviðjangsefni þín? Eins og fram hefur komiö var aöalviðfangsefni mitt hér fyrstu tíu árin rannsóknir á hafinu norðan Islands. Meðal minni háttar verkefna á þessum árum get ég nefnt, að ég kannaði breytingar á yfirborðshita og útbreiðslu hafíss norðan íslands á tímabilinu 1874—1950. Þessar athuganir byggði ég á skýrslum um hitamælingar við Grímsey, mælingum á skipaleið, sem gerðar hafa verið að mestu leyti af dönskum og íslenzkum kaupskipum, og skýrslum dönsku og íslenzku veðurstofunnar um tíðni ísa. Birti ég ritgerð um þessar niðurstöður í Ritum Fiskideildar. Rannsóknum á Norðurlandssvæðinu hefur verið haldið áfram, en að sjálf- sögðu hafa fjölmörg ný verkefni bætzt við. VoriÖ 1960 vorum við íslending- ar þátttakendur í sameiginlegum rannsóknum sex þjóða á svæðinu milli Is- lands og Færeyja. Þessar rannsóknir voru skipulagðar af sjófræðinefnd Al- 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.