Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Side 72
Tímarit Máls og menningar „Hví var hún jörðuð hér?“ spyr ég. Eitt sinn voru heiðnar konur dysjaðar utangarðs. Konur, sem báru út börn. Konur sem öllum stóð á sama um. „Ég bar hana hingað að hrauninu. Hún átti að liggja hér. Þetta var hennar staður. Hjá hrauninu, á ég við. Skammt frá fjalli og jökli og lækjarsytrunni þeirri arna. Henni þótti vænt um þau. Fjallið og lækinn. Hún átti þau — og jökulinn." Það er þögn. Uppi yfir hraunbrúninni sé ég fjall. Lengra í burtu er hvítur jökull. Gamli maðurinn heldur áfram að tala: „Eg bar hana hingað. Ég var einn. Það voru annir á seinasta hausti. Allir voru í önnum nema ég.“ „En hví er hún ekki í vígðri mold?“ spyr ég. Ég er gestur á þessum stað. Eg skil ekki þennan mann. „Hví ekki í vígðri mold?“ „Ja, sjáðu til. Þess þurfti ekki með. Hún var þannig kona, vegfarandi. Hún þekkti Krist og Oðin. Samt þótti henni vænna um hraunið. Já, og lækj- arsytruna.“ „Hún hefur verið sérstæð kona. Gamlar konur trúa á Krist. Þær vilja liggja innan girðingar. Þeim stendur á sama um hraun. Hún hefur verið sér- stæð kona.“ „Já, vegfarandi. Hún var sérstæð. Hún var sérstæð þessi kona. Firna göm- ul. Firnagömul kona. Þúsund ára. Kannske meira. Og hún var fögur. For- kunnarfögur. Hún gamlaðist aldrei. Hún aðeins dó. Hún dó, þegar hennar hlutverki var lokið. Þá bar ég hana hingað. Hér átti hún stað. Við hraunið. Skammt frá fjalli. Þar sem lækjarhopp heyrist. Hérna lagði ég liana. Hún var í hvítum búning og bláum. Svo bjó ég til haug. Og þennan kross. Nú er hann vindskekinn og veðraður. Grafskriftir mást fljótt. Og þeir dauðu. Þeir gleymast. Hún gleymdist. A seinasta hausti dó hún. Nú man hana enginn. Nema ég. Og ég er orðinn gamall maður. Bráðum dey ég. Þá man hana enginn. Enginn. Hún á að vísu nafn sitt á gamalli bók. En einnig sú bók er dáin, af því hún er gleymd.“ Hann er dapur. Gamli maðurinn er dapur. Kinnar hans eru veðurhitnar. Ég sé tár á kinnum gamla mannsins. Ég er gestur á þessum stað. Ég er veg- farandi. „Kemst ég lengra eftir þessari götu?“ spyr ég. „Nei,“ svarar hann. „Héðan liggur aðeins leiðin til baka. Á þessari götu er ekkert framhald. Henni lýkur hér. Héma við dysina.“ Ég finn ilm af hrísinu. Ég snýst á hæli. Síðan legg ég af stað til baka. Fuglar fljúga upp af brún götunnar. Þá nem ég staðar. „Hæ, gamli maður. Hvað hét hún, þessi kona?“ 166
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.