Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 123
Norslcar bœlcur og viðureign þeirra við Þjóðverja og norsk þý þeirra í sinni sveit. Sá sem þessi orð ritar, hefur ekki lesið margar leynilög- reglusögur, en á bágt með að trúa að þær séu margar svo spennandi sem þessi sanna frásaga af norska sveitapiltinum Gunvald Tomstad. Hann hafði tekið að sér að senda bandamönnum loftskeyti um skipaferðir, og til þess að dyljast sem bezt gekk hann f norska nazistaflokkinn og var þar brátt hafinn til metorða, því að bæði var maður- inn álitlegur og auk þess var ekki um marga að velja. Ekki átti hann sjö dagana sæla eftir þetta meðal sveitunga sinna, en hlutverk sitt lék hann hlífðarlaust. Það var hann sem á sínum tíma kom skilaboð- um til bandamanna um ferðir þýzka her- skipsins „Bismarcks", og munu fregnirnar af þeim eltingaleik, sem þá hófst, enn vera í minni þeim íslendingum, sem þá voru komnir til vits og ára. Að lokum fór svo sem vænta mátti, að þýzku lögreglufor- ingjana, vini hans og heimaganga, fór að gruna að ekki væri allt sem sýndist um þennan hreingermanska norska sveitadreng og elsku vin þeirra. En Gunvald hélt leikn- um áfram þótt honum væri orðið ljóst að þeir biðu aðeins tækifæris til að standa hann að verki. Sagan af því hvemig hann slapp úr greipum þeim mundi þykja ó- sæmilega ýkt í skáldsögu. (Gyldendal N. F„ 234 bls., heft kr. 24,50). En jegers erindringer nefnist endur- prentun lítils kvers, sem fyrst var prentað árið 1849 ( hér þó „i en sproglig modernis- ert utgave ... Málet har vært á gjengi for- tellingene i lettflytende, moderne riksmál og samtidig bevare sá meget som mulig av forfatterens stiltone."). Ilöfundurinn var Bernhard Herre, ungur kaupmannssonur í Kristianiu (Ósló), sem fórst af völdum slysaskots á veiðiferð í skóginum fyrir norðan bæinn. Eftir lát hans söfnuðu vinir lians, Asbjprnsen og Welhaven, saman þessum náttúrulýsingaþáttum hans og létu prenta í bók ásamt smásögu, sem kunn- ugir geta lesið úr átakanlega lýsingu von- lausrar ástar hans sjálfs á Camillu Werge- land. (Gyldendal N. F„ smábókabrot, 112 bls., með pennateikningum eftir Chrix Dahl, kr. 12,50). Vel fer á að nefna næst bók Camillu Collett (eins og Camilla Wergeland kallað- ist eftir giftingu). Um hana sagði Hamsun einu sinni í ræðu um Hinrik skáld, bróður hennar: „Og slig en spster. Som var saa stor selv, at hun ikke blev stprre ved at være Wergelands s0ster.“ Hún telst með merkiistu rithöfundum Norðmanna á öld- inni sem leið, og hvert skólabarn í Noregi kann sorgarsöguna af ástum hennar og skáldsins Welhavens. Hún var stórglæsileg, gáfuð og tilfinningarík og hafði barming fest ást á Welhaven um þær mundir sem fjandskapur hans og Hinriks bróður henn- ar logaði upp með heiftúðugum árásum Welhavens á þann síðarnefnda. Deilur þessara tveggja stórskálda um skáldskap og fagurfræði, norska þjóðernisstefnu og frelsi, árið 1830 og næstu ár, er einn merk- asti þáttur norskrar bókmennta- og menn- ingarsögu. Camilla var á milli tveggja elda, ástin og sömuleiðis listarsmekkur og lífsskoðanir löðuðu hana að Welhaven, en liins vegar voru bróðir hennar og faðir, sem hún virti, dáði og elskaði. Hún leitað- ist við að milda eða fella úr bitnryrði þeirra feðga í ritdeilunum, en hlaut litla þökk fyrir, bæði af þeirra hálfu og and- stæðingsins, sem hún elskaði. í rauninni varð hún aldrei örugg um að Welhaven elskaði hana, þrátt fyrir að hann léti í það skína við og við. Leiðir þeirra skildi og bæði giftust síðar. Hún eignaðist góðan og göfuglyndan mann, sem hvatti hana til ritstarfa. Hún missti hann eftir nokkur ár, en hélt áfram að skrifa, og framan af undir dulnefni. 217
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.