Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 128
Tímarit Máls og menningar Fyrir mörgum árum vaknaði lijá mér grunur um, að þessi aldursákvörðun kvæð- isins væri ekki öll með felldu. Hvers vegna skrifaði Jónas ekki Ferðalok í hina eldri ljóðasyrpu sína, ef kvæðið var ort sumarið 1828? I handriti er kvæðið að'eins til í einni gerð frá öndverðu ári 1845 og birtist í Fjölni sama ár lítið eitt breytt. En það eru einnig til önnur rök, er mæla gegn því, að kvæðið sé ort svo snemrna. Eg sé ekki betur en Jónas noti í þessu kvæði orð, sem bera mikinn keim af skáldskaparmáli lleines. En eg tel það öruggt, að hann bafi ekki kynnzt skáldskap hans fyrr en bann kom til Kaupmannahafnar. Það er alkunna, að Fjölnismenn kynnlu fyrstir Heine fyrir Islendingum í fyrsta ár- gangi rits síns 1835. Þeir Konráð og Jónas munu liafa þýtt bina kátlegu báðsögu um Iiirðfíflið bann Rósa-Knút. Þessa sögu skrifaði Heine í lokaorð síðasta bindis Ferðamynda — Die Stadt von Lucca, og kom bókin út um áramótin 1830—31. Ur þeirri útgáfu liljóta þeir Jónas og Konráð að liafa þýtt kaflann í Fjölni. I Fjölni 1843 birtir Jónas fjórar Heine- þýðingar: Ganga gullfætt — Steme mit den goldnen Fiisschen, Þokan yfir vík og vogi — Der Abend kommt gezogen, Hvítur í lofti Ijúfu — Das ist eine weisse Möwe, og Stóð eg úti í tunglsljósi — Durch den Wald, im Mondenscheine. Kvæðið nr. 2 í þessari röð er tekið úr Ijóðabálkinum Die Heimkehr í Buch der Lieder, en öll hin kvæðin er að finna í Neue Gedichte, sem koinu út haustið 1844, en Jónas vitnar í þá útgáfu í handriti sínu frá vetrinum 1844 —1845, er bann þýðir Smákvæði eftir lleine. En hann þekkti þessi kvæði öll níu árum áður, því að þau höfðu birzt í skáld- ritasöfnum Heines, þeim er bera nafnið Salon I. og II. og komið höfðu út á árunum 1834 og 1835. Til er heimild í Kaupmanna- höfn um áhuga Jónasar á skáldskap Heines. Hann liefur skrifað í athugasemdabók lestr- arfélagsins á Garði 12. febr. 1835: „Da Heines „Salon 11“ nu er udkommen, tör man vente, at Inspektoratet vil anskafle den snarest muligt.“ (Rit J. H. V. b. LXVI). Það sem einkurn hefur komið mér til að halda, að Ferðalok væru ort eftir að Jónas kynntist Ijóðum Heines eru hendingar úr ljóðasöfnum þeim, sem prentuð voru í Buch der Lieder og Neue Gedichte. I kvæð- inu Ratclijj í ljóðaflokknum Die Heimkehr segir Ileine: In seligen Diijten schwelgten ulle tílumen, und alle weinten stille Wonnetránen. I Lyrisches Intermezzo yrkir hann enn: Und wussten die Blumen, die kleinen, tvie tiej verwundet mein Herz, sie wurden mit mir weinen, zu heilen meinen Schmerz. Þennan grát blómanna orðar Jónas í Ferðalok á enn skáldlegri hált: Grétu j)á í lautu góðir blómáljar, skilnað skildu vorn. (Svo í eiginhandarritinu). Samkvæmt Orðabók Háskólans virðist Jónas Ilallgrímsson nota fyrstur Islend- inga orðið blómálfur, að minnsta kosti finnst það ekki í rituðu máli fyrr en hjá honum. En skyldi það vera einskær til- viljun, að hæði skáldin orða sönm hugsun- ina með nálega sama hætti? Orðið sjón- stjörnur kcniur einnig fyrst fyrir í rituðu máli íslenzku hjá Jónasi, en Heine fer víða fögruni orð'um unt Augenslerne Elskunnar sinnar, Þegar Jónas kveður: tírosa blómvarir, þá er hann enn fyrstur íslenzkra ntanna til að nota það orð. í kvæðinu Tannháuser kemst Heine svo að orði: So jlattert meine Seele stets um ihre Rosenlippen. 222
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.