Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 7
OpiS bréf til Kristins Andréssonar kólnar yfirborð hennar og minna hitamagn streymir til jarðar og ísaldir hefjast.“ Jarðfræðingurinn svarar: „Það eru nú einmitt svipaðar kenningar, sem sér- fræðingar eru með núna.“ Þeirra hafði ég hvergi séð getið. Síðan þvældi ég þessa getgátu mína mörg ár í huganum, þar til ég missti trú á henni. En þá kom Suðursveit mér til hjálpar, eins og oftar. Hún rifjaði upp fyrir mér landnyrðingana, sem þar setti öðru hverju yfir, einkum á kvöldin eftir hlýja sólskinsdaga. Landnyrðingurinn var austan og austnorðaustan kuldagola eða kaldi með rakri þoku, sem deyfði eða byrgði allt heiði. Seinna meir, þegar sjóndeildar- hringur sveitunga minna víkkaði, tóku þeir að kalla þessi veðrabrigði Aust- fjarðaþoku eða helvítis Austfjarðaþokuna. Þarna kemur það! Þetta er Suðursveit líkt. Það eru eins konar landnyrð- ingar á blettum í geimvíddinni, sem deyfa sólarljósið, þegar sólin fer í gegn- um þá og gera þannig svalara loft og rakara á jörðu niðri. Landmannalaugar grafast undir aur og jökul. Brynjólfur og Gísli verða að taka sér upplyftingu út í Geirfuglasker til þess að draga að sér ferskt loft. Þá verður Þórbergur kominn á Bláu eyjuna og syngur með englunum: Allt skal frjálst allt skal jafnt, ef hann verður þá ekki kominn aftur niður í jarðneska þvestið. Helg- hóll orðinn að jökulbungu, og álfarnir flúnir. Búrfellsvirkjunin gufuð upp í stórkostlegt forníslenzkt skáldverk. Þú orðinn Nóbelsverðlaunahafi suður í Fiesole við Flórens, sem Davíð Stefánsson segir, að sé fegurst um sólarlag. Þá hafðir þú skrifað glæsilegt Nóbelsverðlaunaverk um Búrfellsvirkjunina og sýnt þar fram á með góðum rökum, að hún sé ódauðlegt skáldverk eftir einhvern Njáluhöfund. Búrfellsvirkjunin hafi aldrei átt sér stað. Þá mun þó svissneski auðhringurinn heimta óhemju skaðabætur af íslendingum fyrir eyðilegginguna, sem veðráttan þeirra hafði valdið á virkjuninni, og öll íhalds- blöð landsins munu keppast við að skrifa móðursjúkar hugvekjur um gróða þjóðarinnar af virkjuninni. Þess vegna beri henni skylda til að bæta hringnum tjónið, sem veðráttan hefur valdið honum. Og öll þjóðin, jafnvel kommarnir, munu taka undir í sama kór, því að íslendingum er gefin sú náðargáfa fram yfir aðrar þjóðir, að trúa öllu, er pólitískir skúrkar, sem þeir kalla „svip- mikla og áhrifaríka stj órnmálamenn“ ljúga að þeim. Þá mun íhaldið vinna glæsilegasta kosningasigur við alþingiskjör, sem það hafði nokkurntíma unnið. En ísaldirnar ganga líka yfir sálarlíf mannfólksins. Þær leggjast á mann- lífið í allskonar andlegri óáran, kreppum, styrjöldum, stéttabaráttum, dýr- 197
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.