Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 14
Tímarit Máls og menningar Ég hef kannski sagt þér þá sögu áður, en hún er þess eðlis, að hún er aldrei of oft sögð. Kunningi minn einn, greindur maður og ráðvandur, með yfirnáttúrlegar gáfur, máski allt upp í Búddhaheim, hann hitti að máli Matthías Þórðarson þjóðmenjavörð í þann mund sem hyrjað var að flytja rit úr bókhlöðunni við Hverfisgötu austur að Flúðum, þegar hundaþvagan mikla upp hóf gjamm og gelt og manndráp úti í menningarlöndunum árið 1939. Þá segir Matthías við kunningja minn: „Ég held þetta sé óþarfi, Reykjavík verði ekki fyrir árás,“ en Matthías hafði sitt hugboð frá nokkuð góðri heimild. „Það held ég líka,“ svarar kunningi minn. Hann fór eftir samtali við kunningja sinn í öðrum heimi, sem hafði sagt honum ýmsa hluti fyrir og spásagnir hans aldrei brugðizt. Nú, þegar hundaþvagan er komin af stað, þá spyr kunningi minn manninn fyrir handan: ..Verður ráðizt á Reykjavík í þessari styrjöld?“ „Nei,“ svarar maðurinn fyrir handan, „ekki í þessari, en í þeirri næstu.“ Meira spurði kunningi minn ekki. Viðmælandi hans fyrir handan hafði aldrei brugðizt, enda dregur kunningi minn efndirnar ekki í efa. „En okkur má vera sama og öðrum. Við erum í sama bát og aðrir,“ hafa ýmsir landar mínir sagt við mig, þegar þennan voða hefur borið á góma. Hverjum manndómi þjónar það að steypa sér niður í myrkrin í óðri hunda- þvögu — og Guð má vita, hvenær þar rofar til í lofti — eftir að hafa ofur- selt ættjörð sína erlendu árásarherveldi, hinni verstu stofnun þessarar jarðar. Það er þó huggun að vera á bát með slíkum. En hér eru, því miður, fleiri til vitnis, eins og þér mun reyndar ekki ókunn- ugt um. Nostradamus, hinn frægi franski læknir, vísindamaður og spámaður á 16. öld, segir það fyrir í spádómum sínum, að heimsendir verði af völdum styrjaldar árið 1999 og sjö mánuðir. En Nostradamus mælir stundum í lík- ingum, og hér á hann ekki við heimsendi í venjulegum skilningi, heldur tor- tímingu, sem líkja megi við heimsendi, því að spádómar hans ná lengra fram og hann getur sérstaklega um eyðileggingar Rómaborgar og flótta páfans sem þá spilaði stærri rullu í katólskum löndum en nú. Spádómar Nostradamusar hafa staðizt furðulega. Hann segir til að mynda fyrir valdatöku Francos og de Rivera og hann talar um mann að nafni Hilter sem hefjist til valda austur í Evrópu, sé talinn vitur, en sé í rauninni brjál- aður. Hann fari herferð á hendur Frökkum, hertaki París, þar verði grátur og gnístran tanna, „og þá verður Frakkland tvískipt". Þetta er nú anzi næmt, mundi séra Árni hafa sagt. Þessir spádómar eru ekki sagðir til þess að hræða fólk. En bréfritarinn 204
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.