Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 17
Georg Lukács og hnignun raunsœisins hver á eftir öðrum til að lýsa aðdáun sinni og undrun á þessum höfuðpaur marxistískrar estetíkur. En í Sovétríkjunum og hjáríkjum þeirra í Austur- Evrópu er hann í engum hávegum hafður, a. m. k. ekki í fræðum hins opinbera. Því Lukács er alltof mikill marxisti, alltof lifandi marxisti, alltof skapandi, til að hugmyndafræðingar skriffinnskubáknsins geti nokkurn- tíma gert skoðanir hans að sínum. Hann er of díalektískur til að hugsun hans geti rúmazt í lokuðu kerfi. Hann er sér of meðvitandi um efnahagslegar og sögulegar forsendur þess þjóðfélags sem hann lifir í til að hann geti látið sem það sé sósíalisminn sjálfur holdi klæddur. Og hann er of vel að sér og of mikill smekkmaður á bókmenntir til að hann geti látið sem sósíalrealisminn svonefndi sé annað en möguleiki til bókmennta. Verk hans eru því alls ekki þýdd og gefin út á þessum slóðum. Það sem fyrst og fremst einkennir rit Lukácsar er skörp, kryfjandi hugsun og feiknaleg þekking. Hann getur skrifað einsog sá einn sem vitið hefur — þó er hroki og lítilsvirðing á lesandanum honum víðs fjarri. En hann er ekki alltaf aðgengilegur, sértekningin (abstraktionin) er það plan sem hugsun hans yfirgefur ekki á hverri síðu; auk þess hefur það stundum viljað brenna við — þrátt fyrir alla sértekninguna — að hann gætti þess ekki að reyna að segja sem flest í sem fæstum orðum. Við þetta bætist að hann stendur föstum fótum í þýzkri heimspeki og hugtök hans mörg eiga uppruna sinn hjá Kant, Fichte, Hegel, Feuerbach, Marx, Engels o. fl. Og fyrstu rit hans verða ekki lesin að gagni án einhverrar undirstöðuþekkingar á klassísku þýzku heimspekinni, einkum heimspeki Hegels. Og rit hans eftir 1920 verða ekki skilin til fulls án einhverrar undirstöðuþekkingar á marxismanum. Því rit Lukácsar hafa ekki orðið til í lofttómu rúmi, þau eru aðeins hlekkur í hugmyndasögulegri þróun: að baki sér hefur hann víða velli sem hann byggir óspart á. Þetta er ekki sagt til að skelfa menn frá að lesa hann, heldur til að benda á þá staðreynd að haldgóður skilningur á trénu krefst þekkingar á jarð- veginum. Það er vafalaust hægt að fá mikið útúr samskiptum við rit hans, einkum þau sem fjalla beint um ákveðin bókmenntaverk, án þess að þessi þekking sé fyrir hendi. Og þó hann geti stundum —- semsé ekki nærri alltaf — verið óaðgengilegur og margorður, þá ætti það ekki að vera mönnum annað en hvatning til að leggja á brattann. Því það er vissulega eftir miklu að sækjast. Lukács er í mínum augum fremsti bókmenntakönnuður þessarar aldar. Það segir reyndar minna um hann sjálfan en hvað hinir eru rýrir í roðinu. Lukács er enganveginn óskeikull. Hann getur þvertámóti verið skelf- ing takmarkaður á köflum. 207
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.