Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 30
Tímarit Máls og menningar vígstöðvum á sínu takmarkaða athafnarsvæði. Og andóf hans gegn einum þætti er sjaldnast einangrað frá andófi hans gegn hinum, oft má rekast á allt þetta í einu og sama verkinu. Eftir stríð flyzt Lukács til Ungverjalands þar sem hann tekur sæti á þingi og verður prófessor í estetík við háskólann í Búdapest. Fyrst eftir heimkom- una er sagt að menningarlíf í Ungverj alandi hafi mótazt mjög af verkum hans og persónu. Skiljanlega gátu ekki allir verið honum sammála í öllum at- riðum, en fáir gátu annað en dáðst að þekkingu hans, menntun og víðsýni. Þessarar hylli — sem einkum var að finna hjá ungum rithöfundum — átti Lukács eftir að gjalda, ekki síður en óbeinnar andspyrnu sinnar gegn stalín- ismanum og kröfunnar um lýðræði innan flokksins sem hann fór ekki leynt með á fyrstu árunum eftir stríðið. Aldan skall yfir hann 1949 þegar nokkrir opinberir „hugsuðir“ flokksins veittust að honum hver af öðrum. Að yfir- skini var höfð afstaða hans til sósíal-realismans, hann hefði gersamlega snið- gengið sovézkar bókmenntir o. s. frv. En tilgangurinn var sá að klekkja á hon- um pólitískt og útiloka hann frá frekari afskiptum af flokksstarfsemi og menn- ingarmálum. Lukács sá strax hvað það var vonlaust að skiptast á skoðunum við þessa „hugmyndafræðinga kreddunnar“, hann viðurkenndi — með orða- lagi sem vel gat hent til að ekki fylgdi heill hugur máli — að hann hefði haft rangt fyrir sér um flokkslýðræðið og stuðningur sinn við sovézkar bókmennt- ir hefði að ósekju mátt vera meiri. Flokksforystan var enganveginn ánægð, en Lukács var samt ekki rekinn úr flokknum þó hann væri annars sviptur þeim opinberu störfum sem hann hafði áður gegnt. Var nú hljótt um hann á tímabili. Hann hefur síðar margsinnis lagt áherzlu á mikilvægið sem þessi „herferð“ gegn honum hafði fyrir hann. í fyrsta lagi skildi hann nú stalín- ismann betur en nokkrusinni fyrr. í öðru lagi gat hann nú helgað sig rit- störfum eingöngu, og þá fyrst og fremst „Asthetik“ sinni, því verki sem hann hafði þá undirbúið árum saman. En eftir dauða Stalíns, 1953, komst Lukács aftur að nokkru í sviðsljósið, og opinbera uppreisn æru fékk hann sumarið 1956. Árið 1954 kom út í Austur-Þýzkalandi eitt af meiriháttarverkum Lukácsar: „Die Zerstörung der Vernunft“ (Tortíming skynseminnar). Bókin er á köfl- um skrifuð á því uppþembda flokksmáli sem algengt var á þessum árum (hún er skrifuð fyrir dauða Stalíns) og er enganveginn gallalaus, en sé hýðinu flett ofanaf blasir við það bezta sem skrifað hefur verið um þann hluta þýzkrar — og ekki bara þýzkrar — hugmyndasögu sem flokka mætti undir rökfælni í víðustu merkingu. Hér gerir Lukács upp reikningana við Schelling, Schopen- 220
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.