Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 38
Tímarit Máls og menningar leg. Um leið hefur þessi sundurgreining og afmörkun vinnutímans, ásamt nið- urbútun heildarverksins, sundrandi áhrif á mannshugann og getu hans til að skynja og skilja hlutveruleikann sem heild. En það er ekki aðeins við vöruframleiðslu sem maðurinn verður á vegi gernýtingarinnar og afleiðinga hennar. Opinberar stofnanir draga dám af framleiðslukerfi kapítalismans. Starfshættir í skrifstofubákninu eru keimlíkir starfsháttum í verksmiðju í einkaeign. Skrifstofustúlka sem vélritar það sem hún skilur ekki og sér engan tilgang með er á sama báti og maðurinn með skrúfuna. Verkaskiptingin er jafntakmarkalaus og sérhæfingin einnig. Þrátt fyrir þessa samsvörun stendur skriffinnurinn, einkum sá sem hefur völd og áhrif, enn verr að vígi en t. d. smiðurinn í húsgagnaverksmiðjunni. Þó hann selji vinnuafl sitt á sama hátt og smiðurinn, þá finnst honum ekki að hann sé arðrændur, einsog smiðurinn er rændur gildisaukanum, að hagsmunir hans og stoínunarinnar séu ólíkir og jafnvel andstæðir. Hann hefur þvert á móti tilhneigingu til að bera hag stofnunarinnar fyrir brjósti, þó svo hann hafi enga innsýn í heildarstarfsemi hennar. Hann hefur „ábyrgðartilfinningu“ og „starfsheiður“ sem smiðurinn fær aldrei; hann er nákvæmur og samvizku- samur embættismaður. Hann selur ekki bara vinnuafl sitt sem vöru, heldur líka „sálu“ sína. Hann er kerfinu undirgefinn jafnt á nótt sem degi. Og kerfið er í huga hans fyrst og fremst kerfi afstæðna milli hluta. Áhrif hlutgerving- arinnar á vitund mannsins minnka þessvegna ekki eftir því sem ofar kemur í stöðustiga þjóðfélagsins. Einn höfuðþáttur hlutgervingarinnar er enn ótalinn. Vöruformið gerir ekki aðeins það óhlutkennda hlutkennt í hugum manna heldur leynir það líka raunverulegu eðli (Charakter) hlutanna. í augum útgerðarmannsins er bát- urinn fyrst og fremst tæki til að hagnast á. En báturinn er sem hlutur engan- veginn eðlisbundinn hagnaðinum. Hann glatar ekki eiginleikum sínum, t. d. þeim að geta flotið, þó hann hætti að skila hagnaði af því sjómennirnir hafa farið í verkfall. í augum sjómannsins er báturinn fyrst og fremst vinnustaður þar sem hann selur vinnuafl sitt. En báturinn er enganveginn eðlisbundinn sölu vinnuaflsins. Hann glatar ekki eiginleikum sínum þó sjómaðurinn flytj- ist í land. Og svo tekið sé klassískt dæmi: Hvert er eðli peninganna? Hvert er t. d. eðli fjár á vöxtum? Er það raunverulegt eðli þess sjálfs að gefa af sér meira fé? Vaxa peningar á peningum eins og krækiber á lyngi? Því útbreiddara sem vöruformið verður, því meir afskræmist eðli allra hluta. Maðurinn fjarlægist ekki bara sjálfan sig þegar hann gegnsýrist af sinni eigin hlutgerðu veröld, verður hlutur meðal hluta, heldur fjarlægist 228
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.