Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Síða 45
Georg Lukács og hnignun raunsœisins og þeirri staðreynd að ákvarðanir sem varða líf hans og dauða eru teknar án vitundar hans og áhrifa. En það er ekki einungis verkamaðurinn sem er arðrændur og lifir vinnu sína sem andlegan eyðisand. Eins og áður segir gætir áhrifa vöruformsins á öllum sviðum samfélagsins. Gernýtingin breiðir úr sér og hvarvetna verða þroskamöguleikar einstaklingsins að víkja fyrir gróðasjónarmiðinu. Sérhæf- ingin verður klafi um hálsinn á flestum menntamönnum. Ekki einusinni borgarastéttin er frjáls: hún er þræll eigna sinna og gróðafýsnar og situr föst í fordómum sínum einsog fluga í sultukeri. Þarsem vinnan er ill nauðsyn verður frítíminn mikilvægasti þáttur í lífi hvers manns. Þó framleiðsluhættir kapítalismans hindri hann frá samfélags- legum tengslum við annað fólk við starf hans — þrátt fyrir samfélagseðli vinnunnar — þá tekur maðurinn samt yfirleitt ekki að lifa samfélagslífi að vinnudegi loknum. Hér hefst það sem kallað hefur verið flóttinn inní einkalíf- ið. Því þó maðurinn sé firrtur öllum möguleikum til að hafa áhrif á fram- leiðsluna, þá er hann ekki síður firrtur möguleikanum til að hafa veruleg áhrif á mótum umhverfis síns. Ríkisvaldið með öllum sínum öngum er bákn sem hann stendur máttvana gegn. Eðli þess yfirborðslýðræðis sem við búum við sjáum við bezt á því hvernig við tölum um þá fulltrúa sem við kjós- um og fylgifiska þeirra. Við segjum „þeir hjá bænum“, „þeir hjá ríkinu“ og „það opinbera“, einsog við ættum í höggi við bláókunnugan óvin. Bilið milli „okkar“ og „þeirra“ er æði breitt. Vaxandi skriffinnska gerir auk þess opin- berar stofnanir svifaseinar og ómanneskjulegar. Afleiðingin er sú að hinum virku þjóðfélagsþegnum fækkar stöðugt. Meirihluti manna lætur sér lynda að ákvarðanir, jafnt í smáu sem stóru, séu teknar án vitundar þeirra. Þetta er sá þáttur firringarinnar sem einna oftast ber á góma. En varasamt er að slíta hann úr afstæðu sinni til annarra þátta hennar, einsog oft er gert, og enn varasamara að slíta hann úr afstæðu sinni til efnahagsgrundvallar kapítal- ismans. En í einkalífi sínu hlýtur þó maðurinn að vera sjálfs sín herra? Þessari spurningu verður því miður að svara neitandi. Frítíminn er að vissu leyti á- framhald vinnutímans. í vinnu sinni skapar maðurinn ákveðin verðmæti. Hluta þeirra fær hann aftur í laun, afganginn hirðir atvinnurekandinn. í frítímanum eyðir hann launum sínum með því að kaupa fyrir þau neyzluvörur, sem seldar eru dýrar en það kostar að framleiða þær. Hluti launa hans rennur því aftur í vasa eignastéttarinnar. Og því meir sem hann hefur handa á milli, og því lengri 235
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.