Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Qupperneq 68
Tímarit Máls og menningar
tilfinningu, og nær ekki að sjá alla áhrifavalda samfélagsveruleikans. Verk
hans eru samsett úr ótal smáatriðum, sem honum tekst oft að lýsa af hreinni
snilld, enda eru áhrif þeirra höfuðstyrkur verkanna. En þau eru sértæk, þau
eru ekki í senn einstök og týpísk, þau gegna einangruðum, listrænum áhrifa-
hlutverkum en veita heildarverkefninu ekki aukna merkingu. En þó hugveru-
leg mynd Kafka af raunveruleikanum sé sannari og listrænni en flestra ann-
arra módernista, þó meistaraleg lýsing hans á ákveðnu tilfinningaástandi, þ.
e. angistinni, eigi sér enga hliðstæðu hjá öðrum höfundum, þá er samt heims-
mynd hans ósönn að dómi Lukácsar. En ekki aðeins vegna þess að hún er
takmörkuð, heldur líka af því að Kafka samsamar (ídentífíerar) hlutveruleik-
ann hugveruleikanum. Þetta á hann sameiginlegt með öllum módernistum. Og
þessi samsömun felur í sér það yfirskilvitlega. Og listrænt tj áningarform þess
er allegorían. Hún hafnar ekki aðeins samfélagsveruleikanum sem undirstöðu
listrænnar frásagnar, heldur líka öllum ásköpuðum tilgangi mannlegs lífs.
Lukács viðurkennir gildi allegoríunnar fyrir myndlist, og einnig fyrir bók-
menntir fyrri tíma, þegar menn höfðu ekki ennþá yfirunnið trú sína á yfir-
náttúrleg öfl, en hann fordæmir hana sem listform á okkar tímum þegar hún
felur í sér afneitun á vísindalegum og heimspekilegum landvinningum síð-
ustu alda. Lukács vitnar í Walter Benjamin, sem bezt allra hefur kannað
allegoríuna í bókmenntum seinni tíma. Hann segir: „Allegoríur eru það í
ríki hugsunarinnar sem rústir eru í ríki hlutanna.“ í þeim birtist saga mann-
kynsins sem „gaddfreðin frumjörð11 og þjáningar þess verða þar ekki lesnar
úr andlitsdráttum hins lifandi manns, heldur hauskúpum hinna dauðu. Og
ennfremur: Ekkert hefur sérstakt áskapað gildi, aðeins yfirskilvitlegt gildi í
yfirskilvitlegu gildiskerfi. „Sérhver persóna, sérhver hlutur, sérhver afstæða
geta merkt hvað sem er.“ Og, segir Lukács, þegar hvert atriði er rifið úr raun-
verulegu sögulegu samhengi sínu hættir það að vera margþættur og óaðskilj-
anlegur hluti margþætts veruleika og verður einstætt einsog sérhver stafur
stafrófsins. Allegorían getur aldrei falið í sér neina heildarmynd sem því
nafni gæti neínzt. Hana skortir samhengi og vídd, hana skortir frumþætti
tíma, sögu, hreyfingar og breytingar. Og allegoríur Kafka eru engar undan-
tekningar. Heimur þeirra er „yfirskilvitlegur tómleiki“ þar sem lífið hefur
frosið og storknað. Og hann er ekki afstæður, heldur algildur, eilífur og
óbreytanlegur.
í „Wider den missverstandenen Realismus“ teflir Lukács Thomasi Mann
gegn Kafka, og þá skiljum við betur hvað hann á við þegar hann segir, að
allegoríuna skorti vídd og samhengi. í verkum Thomasar Manns felst angistin,
258