Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 70
Tímarit Máls og menningar V a Hér verða í stuttu máli raktar nokkrar aðfinnslur (gagnrýni er tæplega rétta oröið) sem Lukács hefur fengið úr ýmsum áttum og ég get að mestu leyti tekið undir. Margir hafa haldið því fram að í raunsæishugtaki Lukácsar fælust leifar af algildi (absolutisma) hegelskrar hughyggju. Þó samfélagsveruleikinn sé breyttur, þó mestur hluti bókmennta sé ekki lengur það sem hann kallar raunsætt, þá neitar hann að laga hugtakið að þessum nýju aöstæðum og útvíkka það. Veruleikabreytingarnar eru verstar fyrir veruleikann — ekki fyrir raunsæishugtakið! Það missir samt enganveginn gildi sitt við þessa þrákelkni, en það verður ekki eins frjótt og það gæti verið. Þó mikill hluti borgaralegra nútímabókmennta sé enginn andlegur sælureitur er samt full ástæða til að rannsaka þær og kanna í hverju verðmæti þeirra eru fólgin. En það verður ekki gert með því að leggja raunsæishugtak Lukácsar óbreytt til grundvallar. Viljaleysi hans til að skrifa um verk módernistanna getur því stafaö af öðru en því að honum þyki erfitt að skrifa neikvætt og skemmti- legra að fást við raunsæishöfunda 19. aldar sem heilla hann meir, það getur stafað af því að hann finni sjálfur að aðferð hans nægi ekki til að hrjóta þessi verk eins vel til mergjar og verk raunsærra höfunda. En takmarkanir raunsæishugtaksins koma ekki aðeins í ljós þegar módernismann ber á góma, heldur hefur Lukács átt í vandræðum með ýmsa klassíska höfunda, einsog t. d. Jonathan Swift og Dostoéfskí. Og það nær að sjálfsögðu ekki nokkurri átt að afgreiða Proust með því einu að gera hann að módernista. Lukácsi hefur líka reynzt erfitt að beita því á ljóðlist, enda hefur hann lítið skrifað um hana, sem getur þó alveg eins orsakazt af því að smekkur hans sé tak- markaÖri á því sviöi. Sumir segj a að hann hafi ekki eyra fyrir lýrískum hlj ómi; allavega verður ekki séð að hann komi auga á nein teljandi listræn gæði hjá nokkru ljóðskáldi þessarar aldar. En verstu — og að mínum dómi sorg- legustu — takmarkanirnar í raunsæishugtaki Lukácsar koma þó niðrá Brecht og öðrum mikilhæfum sósíalískum höfundum sem keppa meðvitað og mark- visst að því að brjótast í gegnum yfirborösveruleikann og sýna lesandanum (eða áhorfandanum) raunsannar samfélagsafstæður á krítískan hátt. Lengi- vel forðaöist Lukács að nefna Brecht á nafn, en ef það kom fyrir var það ekki til annars en að draga hann í dilk með „úrkynjuöum“ módernistum. Reyndar hefur Lukács að nokkru endurskoðað afstöðu sína eftir lát Brechts (1956), m. a. segir hann í fyrsta hlutanum af „Asthetik“ sinni (1963), að 260
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.