Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Síða 82
Tímarit Máls og menningar
og læsti það niðri í myrkum kj allara undir egypzku deildinni, í þeirri von, að
tíminn og þögnin mundu í sameiningu grafa gönuhlaup engilsins í gleymsku,
svo að önnur heimsfræg málverk gætu haldið sinni sígildu ró, en færu ekki
að apa eftir skrípalætin. Að öðrum kosti gátu hin viðurkenndu kerfi niður-
röðunar í tímabil myndlistarsögunnar riðlazt, hin sígilda, óhagganlega mynd-
bygging hefði raskazt, svo og hefði reynzt ómögulegt, sökum glundroða
innan hvers einstaks málverks, að ákveða, hver væri höfundurinn. Og ef til
vill hefði verið nauðsynlegt að endurskoða alla myndlistarsöguna. Við þá til-
hugsun svitnaði hið annars uppþornaða safnráð.
En nú var viðurkennt í Köln, að meðan safnráðið stóð ráðþrota, hafi nokk-
ur dýrlingahöfuð notað tækifærið og skipt um líkama, enda greip franska
stjórnin hart í taumana og fyrirskipaði að flytja öll sígild listaverk niður í
kjallara, vegna yfirvofandi hættu á að þau skemmdust. Og var ekki skilgreint
nánar um hvers konar skemmdir væri að ræða, en stríðshættan gerð að á-
tyllu. Þarna voru listaverkin látin dúsa til loka stríðsins, og við fyrstu upp-
liengingu að því loknu var fyrirskipað óbreytt ástand, status quo, bæði á
veggjum og innan ramma málverka safnsins.
Hinn dugandi forstjóri, monsieur Quesaco, hélt sig hafa farið í gröfina með
vitneskjuna um í hvaða málverki engillinn var, áður en hann hljóp með sig í
gönur. Og lengi fannst hvorki myndræn né listræn né heimspekileg né heldur
þjóðfélagsleg skýring á stökkbreytingunni. En á síðari tímum hafa komið
fram ýmsar kenningar henni aðlútandi, og ein er sú, að þegar umbrot eiga
sér stað á meðal þjóða, þá berist ókyrrðin einnig inn í kyrr og heilög vé list-
arinnar, þannig að jafnvel allra sígildustu form hætti að sætta sig við hina
steinrunnu, fullkomnu kyrrð, hversu fræg og viðurkennd sem hún annars
kann að vera, vegna þess eins, að í fyrndinni, það er að segja í lifanda lífi,
léku þau í höndum manna úr hugsun, holdi og blóði. Þetta heitir á máli lista-
sálkönnuða: lífsminni steingervinga.
Ekki er talið fráleitt, að engillinn hafi, þótt engill væri, hætt skyndilega að
una kyrrðarlífinu, nature morte eða Stilleben eða still life, jafnvel þótt eng-
ilinn hafi fjötrað Iiið trausta, ódauðlega nafn Botticellis, heldur hafi hann
stokkið í einhvers konar nýjungagjarnri flónsku, algerlega ósamboðinni engli
af hans gráðu, yfir í málverk einhvers málara, sem ekki nokkur maður þekkti.
Sú himinhrópandi smekkleysa gremst mörgum listunnanda enn þann dag
í dag.
Á fyrrgreindu þingi upplýstist, að föðurtún engilsins hafi verið yndisfagra
grundin í málverkinu Boðun. En núna stendur hann aleinn, einhvern veginn
272