Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 113
Vandrœðagepill tárum og undrun yfir rangsleitni heimsins en rödd hennar var máttlaus í ekkanum. Ég fann tj örulyktina af höndunum hans afa, heyrði að amma var að baksa við að taka í nefið. Það brakaði í eikarspýtunum í eldavélinni. Ég beið þess að þau færu að kjassa mig, en þá sagði pabbi, kannski ekki eins æstur og áður en afdráttarlaust: Hann verður ekki annað en vandræðagepill ef hann fer ekki úr sollinum. Það kom eins og högg, fyrst ætlaði ég að öskra, en skyndilega þaut ég á fætur, hljóp út, hljóp norður fyrir hús, yfir kálgarðinn, hoppaði niður af steinveggnum og stanzaði ekki fyrr en í fjörunni. Sólin var farin að roðna undir kvöldið og skein um fjallaskörð niður í slikjulygna höfnina. Bátarnir sem lágu við festar líktust furðufuglum sem höfðu tyllt sér þarna til að hvíla þreytta vængi. Fjaran angaði af skrælnuðum þaragróðri og sandurinn var þurr og hlýr eftir breiskju dagsins, en utar í skugganum dömluðu strákar á smákænu meðfram Klettinum. Mér varð ögn rórra. Glæpur og þorskhausar, það var ekki til í mínum kolli. Og refsing fyrir ekki neitt, það voru svik. Þau höfðu lofað mér því að ég skyldi fá að vera heima þetta sumar. Og nú vildu þau senda mig burt, losna við mig. Ég var búinn að vera fjögur sumur í sveit og það var fjandans nóg. Beljurnar voru ógeðsleg dýr, sífellt skítandi og mígandi. Og tros í allan mat. Og þessi eltingaleikur við merarnar. Þar gerðist aldrei neitt. En hér ... Vorið hafði verið eindæma veðursælt, sólfarsgolur dag eftir dag með hæg- fara skýhnoðrum á lofti og stundum hlýju mistri komnu langt sunnan úr löndum. Við strákarnir vorum önnum kafnir að lifa frá morgni til kvölds. Við rérum til fiskjar þegar svo bar undir og drógum þessa yndislegu stútunga úr kyrrum og vinalegum sjó. Ef byr var á, settum við upp segl og létum kænuna fljúga með okkur yfir bárurnar. Við klifum fjöll og rændum fýlinn og gáfum eggin spikfeitri kerlingu, sem saup úr þeim hráum og sprokaði við okkur á frönsku. Þetta var hláturmild kona og borgaði okkur með tertum og smá- kökum. Og handan við höfnina var sundskálinn okkar, þarna var synt, buslað og slegizt, en skríkjur okkar bergmáluðu í klettunum. Stundum lágum við hljóðir í volgum sandinum, hlustuðum á snarkið í brennheitum þaranum, meðan sólin þerraði sjóinn af okkar ungu kroppum. Við heimsóttum erlend skip, hásigldar skonnortur með timburfarma frá Norðurlöndum, þar sem menn gengu á klossum um hvítþvegin þilförin, tattúeraðir menn um brjóst og handleggi, — ellegar sóðalega fraktdalla allt sunnan úr Grikklandi, hlýddum hugfangnir á ókunnar tungur og drukkum aldinvín hjá þessum skrýtnu köll- um. Við reyktum í laumi í hálfhrundum beituskúrum, héngum aftan í bíl- 303
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.