Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 113
Vandrœðagepill
tárum og undrun yfir rangsleitni heimsins en rödd hennar var máttlaus í
ekkanum. Ég fann tj örulyktina af höndunum hans afa, heyrði að amma var að
baksa við að taka í nefið. Það brakaði í eikarspýtunum í eldavélinni. Ég
beið þess að þau færu að kjassa mig, en þá sagði pabbi, kannski ekki eins
æstur og áður en afdráttarlaust:
Hann verður ekki annað en vandræðagepill ef hann fer ekki úr sollinum.
Það kom eins og högg, fyrst ætlaði ég að öskra, en skyndilega þaut ég á
fætur, hljóp út, hljóp norður fyrir hús, yfir kálgarðinn, hoppaði niður af
steinveggnum og stanzaði ekki fyrr en í fjörunni.
Sólin var farin að roðna undir kvöldið og skein um fjallaskörð niður í
slikjulygna höfnina. Bátarnir sem lágu við festar líktust furðufuglum sem
höfðu tyllt sér þarna til að hvíla þreytta vængi. Fjaran angaði af skrælnuðum
þaragróðri og sandurinn var þurr og hlýr eftir breiskju dagsins, en utar í
skugganum dömluðu strákar á smákænu meðfram Klettinum.
Mér varð ögn rórra. Glæpur og þorskhausar, það var ekki til í mínum
kolli. Og refsing fyrir ekki neitt, það voru svik. Þau höfðu lofað mér því að
ég skyldi fá að vera heima þetta sumar. Og nú vildu þau senda mig burt,
losna við mig. Ég var búinn að vera fjögur sumur í sveit og það var fjandans
nóg. Beljurnar voru ógeðsleg dýr, sífellt skítandi og mígandi. Og tros í allan
mat. Og þessi eltingaleikur við merarnar. Þar gerðist aldrei neitt. En hér ...
Vorið hafði verið eindæma veðursælt, sólfarsgolur dag eftir dag með hæg-
fara skýhnoðrum á lofti og stundum hlýju mistri komnu langt sunnan úr
löndum. Við strákarnir vorum önnum kafnir að lifa frá morgni til kvölds. Við
rérum til fiskjar þegar svo bar undir og drógum þessa yndislegu stútunga úr
kyrrum og vinalegum sjó. Ef byr var á, settum við upp segl og létum kænuna
fljúga með okkur yfir bárurnar. Við klifum fjöll og rændum fýlinn og gáfum
eggin spikfeitri kerlingu, sem saup úr þeim hráum og sprokaði við okkur á
frönsku. Þetta var hláturmild kona og borgaði okkur með tertum og smá-
kökum. Og handan við höfnina var sundskálinn okkar, þarna var synt, buslað
og slegizt, en skríkjur okkar bergmáluðu í klettunum. Stundum lágum við
hljóðir í volgum sandinum, hlustuðum á snarkið í brennheitum þaranum,
meðan sólin þerraði sjóinn af okkar ungu kroppum. Við heimsóttum erlend
skip, hásigldar skonnortur með timburfarma frá Norðurlöndum, þar sem
menn gengu á klossum um hvítþvegin þilförin, tattúeraðir menn um brjóst og
handleggi, — ellegar sóðalega fraktdalla allt sunnan úr Grikklandi, hlýddum
hugfangnir á ókunnar tungur og drukkum aldinvín hjá þessum skrýtnu köll-
um. Við reyktum í laumi í hálfhrundum beituskúrum, héngum aftan í bíl-
303