Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Síða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Síða 132
Tímarit Máls og menningar krafti og eldmóði tókst Jóni að telja álirifamenn í stjórnarskrifstofunum í Washington á sitt mál, og var hann sendur sem fulltrúi Bandaríkjastjórnar og Grants forseta á herskipi norður til Alaska til þess að kanna landkosti og möguleika á íslenzku landnámi þar nyrðra. Þegar Jón kom aftur úr þessari för, hafði áhugi hans á landnámi íslendinga í Alaska hins vegar dofnað, og að auki var hann nú fullur heimþrár, enda fór það svo, að árið 1875 fluttist hann aftur heim til Islands, breyttur maður, ró- legri og víðsýnni en fyrr. En þótt Jón Ólafsson væri orðinn afhuga íslenzku landnámi í Alaska, þegar hann kom heim vorið 1875, var ekki þar með sagt, að hann væri að fullu horfinn frá stuðningi við Vesturheimsferðir. Þvert á móti mun hann hafa komið til íslands í þeim hug að hvetja enn til búferla- flutninga vestur um haf. En hvort sem Jón Ólafsson hefur komið til íslands sem Vesturheims-„agent“ eða ekki, þá er a. m. k. víst, að aldrei urðu störf hans á þeim vettvangi mikil. Um sumarið 1875 fór Jón austur á land og settist að á Eskifirði sem heimiliskennari hjá Carli kaupmanni Tulinius.8 Þar stofnaði Jón til prent- smiðj ureksturs og hóf um vorið 1877 að gefa út blaðið Skuld. Þessari út- gáfustarfsemi hélt Jón áfram á Eskifirði til ársins 1880, en þá hélt hann um haustið til Kaupmannahafnar þar sem hann las lög í einkatímum9 og bjó sig til þingsetu, en Sunnmýlingar höfðu kosið hann til þings uin sumarið 1880. í Kaupmannahöfn gaf Jón út þau tölublöð, sem enn vantaði, til þess að fjórða árgangi Skuldar væri lokið, en kom heim vorið 1881 og sat í fyrsta sinn á þingi þá um sumarið. Jón sat á þingi til 1890. I ársbyrjun 1882 hóf hann enn að gefa út Skuld í Reykjavík, og kom einn árgangur hennar út þar, en um áramótin 1882—83 keypti Jón Þjóðólf af Kristjáni Þorgrímssyni og sameinaði þá blöðin tvö. Eftir það gaf Jón Þjóðólf út til ársloka 1885, en þá hætti hann að mestu blaðamennsku um sinn, en var þó enn um hríð einn af ritstjórum Iðunnar „gömlu“. Árið 1890 hélt Jón öðru sinni til Vesturheims, að þessu sinni til Kanada, og gerðist þar ritstjóri Lögbergs ásamt Einari Hj örleifssyni. Því starfi gegndi hann í rúmt ár, en gerðist þá ritstjóri Heimskringlu. Einnig ritstýrði Jón á þessum tíma blaði, er íslendingar í Winnipeg gáfu út og nefndist Öldin. Árið 1893 lagði Jón enn land undir fót og hélt suður til Chicago. Þar starfaði hann að ýmsum blöðum skandinavískra landnema, en gegndi einn- ig bókavarðarstarfi í Newberry Library þar í borginni.10 Jón sneri aftur heim árið 1897 og tók þá við ritstjórn blaðs, sem nefndist Nýja Öldin og var á vegum Jóns Vídalíns konsúls. Þetta blað stóð um skamma 322
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.