Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 135
Upphaf prentlistar á Austurlandi
Vorið 1876 staðfesti Hæstiréttur í Kaupmannahöfn dóm yfirréttar í Göngu-
Hrólfs málinu, en þar hafði Jón verið dæmdur í 600 króna sekt,4 „og til íang-
elsisvistar að auki“, að því er hann segir sjálfur.5
Stuttu eftir að staðfesting þessi fékkst kom Hilmar Finsen landshöfðingi
austur á firði í emhættiserindum. Finsen leitaði Jón Ólafsson uppi að fyrra
bragði og ráðlagði honum að sækja um breytingu á dóminum, þ. e. a. s., að
fangelsisvistinni yrði breytt í sekt, og um niðurfærslu á sektum. Lofaði lands-
höfðingi að mæla sjálfur með umsókn Jóns, enda hefðu breytingarnar varla
fengizt ella. Jón fór að ráðum landshöfðingja og slapp með 600 króna sekt,
sem Finsen leyfði honum jafnvel að greiða með afborgunum. Sýnir öll fram-
koma Finsens í þessu máli, hver drengskaparmaður hann í raun og veru var,
þótt hann yrði að sjálfsögðu að halda uppi virðingu embættis síns.
Þegar þetta er haft í huga, vaknar með manni sú spurning, hvort lands-
höfðingi hafi ekki, a. m. k. óbeint, stuðlað að því, að Jón Ólafsson ílentist á
Eskifirði. Mun á engan hallað, þótt sagt sé, að Hilmar Finsen hafi verið einna
mannlegastur allra erlendra embættismanna á íslandi á 19. öld, og víst er, að
hann har engan hefndar- og óvildarhug til Jóns Ólafssonar. Hilmar Finsen
skildi vel ofsa þessa pennalipra og skapríka æskumanns og þau áhrif, sem hin
æsingafulla og tíðum öfgakennda þjóðfrelsisbarátta hafði á hann.
Einnig verður að hafa í huga, að um þessar mundir sat Páll Ólafsson á Al-
þingi og var því kunnugur landshöfðingja. Mér þykir því ekki óeðlilegt að
álykta, að landshöfðingi hafi ef til vill beðið Pál að beita áhrifum sínum til
þess, að Jón Ólafsson yrði hreint og heint geymdur á Eskifirði, unz málum
hans yrði komið í sæmilegt horf. Með þessu móti vannst, að Jón Ólafsson hélt
æru sinni og var um leið fjarlægur brennidepli íslenzkra stjórnmála, skaðlaus
í hópi ættingja og vina austur á Eskifirði.
Engin fjarstæða væri heldur að gizka á, að Páll Ólafsson, og jafnvel Fin-
sen, hafi beitt áhrifum sínum til þess, að Tulinius réð Jón Ólafsson til sín, unz
séð yrði, hvernig málum hans reiddi af. Páll hlýtur a. m. k. að hafa verið
kunnugur Tuliniusarhjónunum, en frúin var prestsdóttir úr nágrenni hans.
Allt eru þetta þó bollaleggingar, en mér finnst harla ólíklegt, að uppreisn-
arseggurinn höfundur íslendingahrags hefði verið ráðinn einkakennari barna
danska kaupmannsins á Eskifirði, ef ekki hefðu fleiri aðiljar lagt því máli lið.
Og ennþá ólíklegra finnst mér, að Jón Ólafsson hafi setzt að á Eskifirði ein-
göngu vegna átthagakærleika og frændsemisbanda.
Aftur á móti hlýtur það að hafa gert Jón fúsari til búsetu á Eskifirði,
a. m. k. um stundarsakir, að einmitt þessi ár voru mikið uppgangstíma-
325