Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 139

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 139
Upphaf prentlistar á Austurlandi an fróðleiksfýsn og lestrarþorsta, og þegar nú þeim hafði fjölgað, sem gátu haldið blöð, þá knúði þeirra þörf fast á. Blöðin, sem gefin voru út á Akureyri og í Reykjavík, voru hins vegar of langt í burtu og bárust of sjaldan til þess að geta fullnægt þessari þörf. Því má ætla, að hugmyndin um stofnun prentsmiðju og útgáfu blaðs á Austfjörðum sé ekki að öllu leyti frá Jóni Ólafssyni runnin. Hins vegar fer það ekki á milli mála, að þegar hann sezt að á Eskifirði fá austfirzkir frels- isvinir nýjan liðsmann, gæddan dirfsku og eldmóði, og framar öllu bætist þeim maður, sem hefur mikla — og dýrkeypta — reynslu af blaðaútgáfu og ritstjórn, sem hefur, þrátt fyrir allt, sveipað nafn hans ljóma píslarvættisins í augum íslenzku þjóðarinnar. Bréf amtmannsins á Akureyri gefur svo öðrum þræði allgóða mynd af skoðunum þessa varfærna embættismanns. í fyrsta lagi er auðséð, að amt- maður er smeykur við, að blað á Eskifirði mundi veita Akureyrarblöðunum tveim, Norðanfara og Norðlingi, óþarfa og jafnvel óþægilega samkeppni. Einnig gæti prentsmiðja á Eskifirði skaðað prentsmiðjurnar á Akureyri í fjárhagslegu tilliti. Inn í þetta blandast svo vafalítið einnig fjórðungarígur, en Kristján amtmaður var borinn og barnfæddur Norðlendingur. Þá virðist og sem amtmanni standi hálfgerður stuggur af uppreisnarmann- inum Jóni Ólafssyni og því, að hann fari að beita penna sínum á yfirráða- svæði hans. Sömuleiðis sér amtmaður glöggt í gegnum feluvef þeirra bræðra Jóns og Páls, sem raunar var ekki ýkja erfitt, því að í bréfadagbók Norður- og Austuramtsins 28. marz 1876 segir, að amtinu hafi borizt bænarskrá, þar sem Jón Ólafsson fyrrum ritstjóri Göngu-Hrólfs sæki í nafni Páls bróður síns um leyfi til þess að stofna og reka prentsmiðju á Eskifirði.2 Að lokum sýnir svo bréf amtmanns glöggt, hverjir annmarkar voru á dreifingu prentaðs máls um landið á þessum tíma. Þrátt fyrir andmæli amtmanns fór þó svo, að prentsmiðjuleyfið fékkst, og þann 27. maí 1876 dagsetti Oddgeir Stephensen í Kaupmannahöfn bréf, þar sem hann tilkynnti landshöfðingja, að Páli Ólafssyni hefði verið veitt leyfi til stofnunar og reksturs prentsmiðju á Eskifirði.3 Þann 27. júní sendi lands- höfðingi amtmanni um hæl bænarskrá Páls Ólafssonar með þeim skilaboð- um að leyfið sé fengið,4 og 1. september 1876 óskar landshöfðingi eftir því, að amtið áminni ritstjóra hins fyrirhugaða blaðs um að senda hinu stóra konunglega bókasafni í Kaupmannahöfn landshöfðingjaveginn tvö eintök af öllu því, sem prentað verði í prentsmiðjunni, annað eintakið á prentpappír, hitt á skrifpappír. Sömuleiðis beri að senda Háskólabókasafninu í Kaup- 329
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.