Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Qupperneq 139
Upphaf prentlistar á Austurlandi
an fróðleiksfýsn og lestrarþorsta, og þegar nú þeim hafði fjölgað, sem gátu
haldið blöð, þá knúði þeirra þörf fast á. Blöðin, sem gefin voru út á Akureyri
og í Reykjavík, voru hins vegar of langt í burtu og bárust of sjaldan til þess
að geta fullnægt þessari þörf.
Því má ætla, að hugmyndin um stofnun prentsmiðju og útgáfu blaðs á
Austfjörðum sé ekki að öllu leyti frá Jóni Ólafssyni runnin. Hins vegar fer
það ekki á milli mála, að þegar hann sezt að á Eskifirði fá austfirzkir frels-
isvinir nýjan liðsmann, gæddan dirfsku og eldmóði, og framar öllu bætist
þeim maður, sem hefur mikla — og dýrkeypta — reynslu af blaðaútgáfu og
ritstjórn, sem hefur, þrátt fyrir allt, sveipað nafn hans ljóma píslarvættisins í
augum íslenzku þjóðarinnar.
Bréf amtmannsins á Akureyri gefur svo öðrum þræði allgóða mynd af
skoðunum þessa varfærna embættismanns. í fyrsta lagi er auðséð, að amt-
maður er smeykur við, að blað á Eskifirði mundi veita Akureyrarblöðunum
tveim, Norðanfara og Norðlingi, óþarfa og jafnvel óþægilega samkeppni.
Einnig gæti prentsmiðja á Eskifirði skaðað prentsmiðjurnar á Akureyri í
fjárhagslegu tilliti. Inn í þetta blandast svo vafalítið einnig fjórðungarígur,
en Kristján amtmaður var borinn og barnfæddur Norðlendingur.
Þá virðist og sem amtmanni standi hálfgerður stuggur af uppreisnarmann-
inum Jóni Ólafssyni og því, að hann fari að beita penna sínum á yfirráða-
svæði hans. Sömuleiðis sér amtmaður glöggt í gegnum feluvef þeirra bræðra
Jóns og Páls, sem raunar var ekki ýkja erfitt, því að í bréfadagbók Norður-
og Austuramtsins 28. marz 1876 segir, að amtinu hafi borizt bænarskrá, þar
sem Jón Ólafsson fyrrum ritstjóri Göngu-Hrólfs sæki í nafni Páls bróður síns
um leyfi til þess að stofna og reka prentsmiðju á Eskifirði.2 Að lokum sýnir
svo bréf amtmanns glöggt, hverjir annmarkar voru á dreifingu prentaðs máls
um landið á þessum tíma.
Þrátt fyrir andmæli amtmanns fór þó svo, að prentsmiðjuleyfið fékkst, og
þann 27. maí 1876 dagsetti Oddgeir Stephensen í Kaupmannahöfn bréf, þar
sem hann tilkynnti landshöfðingja, að Páli Ólafssyni hefði verið veitt leyfi
til stofnunar og reksturs prentsmiðju á Eskifirði.3 Þann 27. júní sendi lands-
höfðingi amtmanni um hæl bænarskrá Páls Ólafssonar með þeim skilaboð-
um að leyfið sé fengið,4 og 1. september 1876 óskar landshöfðingi eftir því,
að amtið áminni ritstjóra hins fyrirhugaða blaðs um að senda hinu stóra
konunglega bókasafni í Kaupmannahöfn landshöfðingjaveginn tvö eintök af
öllu því, sem prentað verði í prentsmiðjunni, annað eintakið á prentpappír,
hitt á skrifpappír. Sömuleiðis beri að senda Háskólabókasafninu í Kaup-
329