Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 145

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 145
Upphaj prentlistar á Austurlandi 4. Islenzki blaðaheimurinn og samkeppni blaðanna árið 1877 Svo sem fyrr greinir urðu blöðin á íslandi fimm að tölu þegar Skuld hóf göngu sína vorið 1877. Hin fjögur voru: Þjóðólfur og Isafold, sem gefin voru út í Reykjavík, Norðanfari og Norðlingur, sem komu út á Akureyri. Aldurs- forseti íslenzku blaðanna var Þjóðólfur, sem kominn var hátt á þriðja ára- tuginn, stofnaður 1848. ísafold hóf göngu sína 1874, Norðanfari 1862 og Norðlingur 1875. Hlutverk þessara blaða allra var fyrst og fremst stjórnmála- legs eðlis, og öll börðust þau fyrir stjórnlegu frelsi íslendinga, þótt þau greindi á um leiðir. Þar að auki fluttu blöðin fréttir, ýmsar greinar, bæði menntandi og skemmtandi, kvæði og sögur, bæði þýddar og frumsamdar, og ætíð var töluvert um auglýsingar á síðum þeirra, enda hafa auglýsingar löngum verið ein megintekjulind íslenzkra blaða. 011 voru blöðin meira eða minna tengd þeim prentsmiðj um, sem fyrir voru í landinu. Reykjavíkurblöðin voru, er Skuld hófst, prentuð í Landsprentsmiðj- unni, en í júní 1877 fékk Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar sína eigin prent- smiðju, sem síðan hefur tíðast verið nefnd ísafoldarprentsmiðja. Þjóðólfur var aftur á móti áfram prentaður í Landsprentsmiðjunni. Tvær prentsmiðjur voru á Akureyri, er hér var komið og voru Akureyrarblöðin nánast höfuð- verkefni þeirra beggja. Norðlingur var prentaður í gömlu Norðra prentsmiðj- unni, en Norðanfari í prentsmiðju, sem Björn Jónsson ritstjóri blaðsins hafði keypt til landsins árið 1875. Helzta útbreiðslusvæði hvers blaðs var eðlilega næsta nágenni þess. Ollu því ýmsar ástæður, en þær hygg ég veigamestar, að blöðin, sem öll voru viku- eða hálfsmánaðarblöð, náðu ekki til lesenda í fjarlægum héruðum, fyrr en þau voru orðin jafnvel 5—6 vikna gömul. Þá fluttu blöðin einnig öðru fremur fréttir úr sínum heimahéruðum, sem ekki gögnuðust jafn vel íbúum fj arlægra héraða. Ætíð var þó nokkuð um menn í öllum héruðum, sem fylgdust svo vel með, að þeir héldu öll blöðin. Þegar hér var komið sögu, var ekkert blaðanna jafn nærri því að geta nefnt sig blað allra landsmanna og Þjóðólfur. Olli því fyrst og fremst, að hann var langelztur blaðanna, og hafði því alllengi verið því nær einn um hituna og löngum haldið merki þjóðfrelsismanna hátt á loft. Einnig hlýtur það að hafa haft sín áhrif, að Þjóðólfur hafði um árabil haft einkarétt á öllum aug- lýsingum og tilskipunum stjórnarvaldanna, en þær urðu allir forystumenn að sjá, og jók það enn á útbreiðslu blaðsins. Auk þess voru þessar auglýs- 335
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.