Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 146

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 146
Tímarit Máls og menningar ingar blaðsins talsverð tekjulind. Útbreiddastur var Þjóöólfur þó í Suður- og Vesturamtinu. Útbreiðsla ísafoldar var einnig mest í Suður- og Vestur- amtinu, en hafa skal í huga, að ísafold var ennþá fremur ungt blað, og að vinsældir hennar fóru sívsixandi. Af Akureyrarblööunum hafði Norðanfari ekki ósvipaða aðstöðu og Þjóð- ólfur. Hann var arftaki Norðra, fyrsta blaðs Norölendinga, og var, er hér var komið, orðinn fastur í sessi og sat að auglýsingum frá skrifstofu Norður- og Austuramtsins. Aldrei varð þó útbreiðsla Norðanfara jafn mikil, né heldur varð hann jafn sterkur fjárhagslega sem Þjóðólfur. NorSIingur hafði enn varla slitið barnsskónum árið 1877 og átti harla erfitt uppdráttar, enda tæplega grundvöllur fyrir útgáfu tveggja blaða á Akureyri enn sem komið var. En þótt blöðin væru ekki nema fjögur, var samkeppni þeirra þó allmikil, og kom hún mest fram í því, að þau reyndu að afla sér nýrra kaupenda utan sinna heimaslóða. Samkeppnisaðstaðan var þó að mörgu leyti ójöfn. Reykja- vík var þegar orðin langstærst íslenzkra bæja, og mátti því hiklaust gera ráð fyrir flestum kaupendum þar. í Reykjavík voru höfuðstöðvar stjórnmála og mennta í landinu, og því var þar mest mannval til þess að skrifa í blööin og styrkja þau. Þá voru samgöngur við útlönd að jafnaði einna greiðastar frá Reykjavík, og því gátu norðanblööin engan veginn staðizt samkeppni Reykjavíkurblaðanna í fréttaflutningi. Þá ber enn að hafa í huga eitt atriði, sem mjög auðveldaði samkeppnisaðstöðu Reykjavíkurblaðanna, en það var innheimta áskriftargjalda. Áskriftargj öldin voru einn helzti tekjustofn blað- anna, og því reið á, að þau væru greidd tímanlega. Innheimtan vildi hins vegar ganga ærið treglega úti á landsbyggðinni, og ollu því fyrsl og fremst slæmar samgöngur, sem einnig munu hafa gert margan manninn hirðulausari um greiðslur en ella. Sömuleiðis höfðu bændur og aðrir íbúar landsbyggðar- innar ekki jafnmikið af beinhörðum peningum handleikis og embættismenn- irnir í Reykjavík, sem þar að auki voru alltaf í kallfæri við ritstjóra Reykja- víkurblaðanna. En hvernig tóku þá þau fjögur blöð, sem fyrir voru á íslandi árið 1877, hinum nýja keppinaut austur á Eskifirði? Bezt er að láta blöðin tala sjálf. Þjóðólfur segir 5. apríl 1877, að Jón Ólafsson hafi sent blaðinu boðsbréf og beðið þess, að það yrði gjört kunnugt, að hann ætli þá um voriö að byrja útgáfu nýs blaðs, sem eigi að heita Skuld og verða af svipaðri stærð og líkt að efni og önnur aðalblöð landsins. Að lokum óskar Þjóðólfur Austfirðingum „af hjarta til heilla með fyrirtæki þetta“. Þann 14. júní getur Þjóðólfur þess í stuttri frétt, að prentsmiðja Jóns 336
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.