Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 26
Timarit Máls og menningar málum) segjum hinsvegar við verkamenn: þið eigið fyrir höndum borgara- stríð og styrjaldir í 15, 20, 50 ár, ekki aðeins til að breyta aðstæðum í þjóðfé- laginu, heldur til þess að breyta sjálfum ykkur og gera ykkur hæfa til að fara með pólitísk völd!“ Og vegna þessarar afstöðu á byltingaróþreyjan örðugt uppdráttar innan hreyfingar marxista. Þar eru meðul sem vinna gegn áhrif- um þessa ópíums fyrir sósíalista. Þetta er afar mikilsvert fyrir verkalýðshreyfinguna. Vegna þess hve djúp- rætt óskhyggjan er í hvatalífi manna og vegna hinna geigvænlegu áhrifa kapítalismans á vitund fjöldans fer ekki hjá því að í samtökum öreiga og svarinna fjandmanna borgarastéttarinnar gæti oft óþreyju, ofmats á eigin kröftum og tilhneigingar til að stytta sér leið og sleppa úr nauðsynlegum áföngum. Afleiðingin verður aftur og aftur rangar fræðilegar hugmyndir og örlagarík mistök. Á meðan samtökin hafa marxisma að leiðarljósi í öllum meginatriðum eru slíkar villur, hversu afdrifaríkar sem þær kunna að vera, þó aldrei annað en villur sem unnt er að leiðrétta, þar eð sýna má fram á að þær séu í andstöðu við meginreglur hreyfingarinnar. Sé á hinn bóginn anarkismi ráðandi í hreyfingunni, er hér í raun réttri ekki um að ræða neinar villur, heldur rökréttar afleiðingar stefnu sem sjálf er röng. m Að lokinni þessari almennu úttekt á hugmyndafræði anarkismans ber greinarhöfundur saman afstöSu anarkista og marxista til þess sem aS hans dómi eru grundvallaratriði öreigabyltingar. Hann byrjar á lokaskrefinu að sameiginlegu markmiði beggja, afnámi alls valds, og fetar sig síðan afturábak og tekur til athugunar hina ýmsu áfanga á leið- inni. Hér verða stuttlega rakin nokkur helztu atriðin. Að því er þetta sameiginlega mark varðar bendir höfundur á að marxistar liafi ævin- lega talið að því verði ekki náð og kommúnismi sé ekki framkvæmanlegur til fullnustu, nema ýmsar mikilvægar forsendur séu fyrir hendi: mikilvirk framleiðsluöfl sem tryggt geti efnalegar allsnægtir og háþróaða menningu, aðstæður séu breyttar þannig að verka- skiptingin í þjóðfélaginu sé ekki þrældómsok á mönnum, munur á andlegri og líkamlegri \innu að mikiu leyti horfinn, og loks að viðhorfið til vinnunnar sé breytt: hún sé ekki lengur áþján eða ill nauðsyn heldur helzta þörf hverjum manni. Stjórnleysingjar neita því að þessi (cða önnur) skilyrði séu nauðsynleg. Að vísu er hreyfingin ekki einlit, og höfundur telur að skipta megi hinum klassíska anarkisma í tvær fylkingar, einkum eftir afstöðunni ti! sósíalískra stefnumiða. Annars vegar er þá kollektívismi Bakúníns, Caesars de Paepes o. fl., sem hneigist til rómantískrar gagnrýni á siðmenningu nútímans og lofgerðar um „einfalt líferni". Hugmynd kommúnismans um jafna skiptingu gæða er þessum anarkistum framandi. Onnur og yngri grein anarkism- ans er anarkó-kommúnisminn (Elisée Reclus, Kropotkin, Malatesta, Johann Most, Jean Grave o. fl.). „Markmið fylgjenda hans er í senn stjórnleysi og fullnæging allra mann- 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.